Vísir - 14.10.1977, Qupperneq 23
LEGGlP MfÐlftt
ÓÞARFAR OPIN-
BERAR STOFN-
ANIR OG BJÓÐ-
IÐ ÞJÓNUSTU ÚT
B.J. Kópavogi hringdi i gær:
Verkfall rikisstarfsmanna ætti
að vera mönnum hvatning til þess
að flýta endurskoðun og minnkun
báknsins mikla. Það er ljóst, að
víða er hægt að draga saman -
seglin. Ég efast ekki um að veita
má mun betri þjónustu en rikið
annast nú með eigin fólki og tækj-
um, með þvi að bjóöa þessa þjón-
ustuþætti út og láta einkafyrir-
tæki annast þessi verk.
Þetta gildir lika um sveitar-
félögin og ég veit ekki betur en sú
starfsemi semþau hafa falið ein
staklingum eöa fyrirtækjum
þeirra hafi gefist vel viða um
land, til dæmis sorphreinsunin.
Við hér I Kópavogi erum til dæm-
ismjög ánægðir með þá þjónustu,
sem við fáum og mér skilst að hún
kosti bæinn minna en á meðan
hann annaðist hana sjálfur.
Hvers vegna ekki að
fœkka þingmonnum
B.J. tsafirði skrifar:
Mér datt i hug þegar ég sá
fréttir og myndir frá setningu
alþingis á dögunum, hvort ekki
væri full ástæða til að fækka
þingmönnum eitthvað og hvort
þörf væri á að 60 menn sætu á
löggjafarsamkomu okkar á svo
háu kaupi, sem raun ber vitni.
Gætu ekki svo sem helmingi
færri menn sinnt þessum sömu
verkefnum og sextiu menn ann-
ast nú. Þessir 30 gætu þá verið
starfandi allt árið og margra
mánaða sumarfri, jólafri og
páskafri gætu þá styst veru-
lega frá þvi sem nú er. Þessir
blessaðir þingmenn okkar slá
kennarana margfalt út i frium.
Það er sjálfsagt að fjölga eitt-
hvað starfsmönnum þingsins
eða þingflokkanna ef þingmönn-
unum sjálfum yrði fækkað. Það
eru miklu ódýrari menn fyrir
rikiö og þeir gætu unniö aö alls
konar könnunum og undirbún-
ingi mála fyrir þingmennina.
lanMD
r
B-vítamín við hórlosi
Mathilde Ellingsen hringdi: En ég þykist nú vita betur, þvi Ég vil endilega koma þessu á
tútvarpinu fyrir stuttu var rætt eitt af b-vitaminunum, framfæri, svo þeir sem eiga við
við snyrtisérfræðing um snyrt- pantotenatis heitir það, er mjög hárlos að striða geti reynt þetta.
ingu og annað slikt, og var þá lögð gott fyrir þá sem hafa mikið hár- Að minum dómi er það stór mis-
fram spurning um það hvort eitt- los. Ég veit um marga sem hafa skilningur sem fram kom i fyrr-
hvað væri til við hárlosi. Viðkom- tekið inn þessar töflur, sem fást I nefndum útvarpsþætti að ekkert
andi snyrtisérfræðingur svaraði apótekum, og þær hafa dugaö væri til við þessu.
þvi að svo væri ekki. mjög vel.
Gangbrautor-
Ijós við
allar gang-
brautir
tbúi I Háaleitishverfi hringdi:
Mig langar að þakka borginni
það framtak aö koma upp gang-
brautarljósum á Háaleitisbraut-
inni, en það er nú verið að vinna
að þvi hef ég séð.
Það er gott að vita til þess að
börn geta nú verið öllu öruggari
þegar þau fara yfir þessa um-
ferðargötu, þar sem hraðakstur
er stundaður. Menn virða gang-
brautirnar helst ekki, að þvi er
virðist, og þvi er nauðsynlegt aö
koma fyrir gangbrautarljósum.
Eg beini þeim tilmælum til
borgarinnar að komið verði upp
gangbrautarljósum við allar
gangbrautiriborginni, þá komast
ökumenn ekki hjá þvi að virða
rétt þeirra sem gangandi eru.
Skodaeigendur
Vió bjóóum yóur Ijósaskoóun án endurgjalds
Ath. ef stilla þarf Ijós eóa
framkvæma viógeró
á Ijósabúnaói greiöist
sérstaklega fyrir þaó
Ath. LJÓSASKOÐUN LÍKUR 31. OKT. NK.
r
LJ0SASK0ÐUN
JÖFUR
HF
fcj
AUÐBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SÍMI 42600