Vísir


Vísir - 14.10.1977, Qupperneq 24

Vísir - 14.10.1977, Qupperneq 24
VÍSIR östudagur 14. október 1977 aftiifl SMAAUGLYSINGAHAPPDRÆTTI VISIS! 15. okt. verða dregin út ^ KENWOOD hljómflutningstœki ~ fró FÁLKANUM (^xí^ Athugið! Eingöngu verður dregið úr númerum greiddra auglýsinga. simi 86611 OpiO virka daga tii ki. 22.00 | Laugardaga ki. 10-12. Sunnudaga kl. 18-22 Kenna á ný //Kennsla í öldungadeild Menntaskólans í Hamra- hlíð hefst strax í dag, og í hinum skólunum á mánu- daginn, eða eins fljótt og hægt er", sagði Birgir Thorlacius. ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðu- neytinu, i samtali við Vísi í morgun. Sú ákvöröun hefur verið tekin i menntamálaráðuneytinu að hefja kennslu'áinýjan leik i Kennara- háskólanum, menntaskólunum og fjölbrautarskólunum. „Það var stefna ráðuneytisins þegar verkfallið hófst að leggja niður kennslu i þessum skólum til þess að foröast illindi. Nú er það hinsvegar svo að fleiri hafa lykla aö húsum þessara skóla en hús- verðirnir og við teljum varla stætt á þvi að loka og fella niöur kennslu i þessum skólum, enda eru allir kennarar þeirra i BHM,” sagði Birgir. —GA Vona að þettu bindi enda ó verkfallið" segir Þórhallur Halldórsson „Ég vona að þessi samningur verði metinn þannig af borgarstarfs- mönnum, að endir geti orðið bundinn á verkfall þeirra," sagði Þórhallur Halldórsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi í morgun. Samninganefnd Starfs- mannafélagsins og Launamála- nefnd borgarinnar undirrituðu i gær nýjan kjarasamning fyrir borgarstarfsmenn. Samningur- inn var siðan samþykktur i stjórn og fulltrúaráði Starfs- mannafélagsins meö 67 atkvæð- um gegn 2. Jafnfram var sam þykkt að allsherjaratkvæða- greiðsla um samninginn færi fram laugardaginn 15. október kl. 14-21 og sunnudaginn 16. október kl. 10-19. Samningurinn verður kynntur á kynningarfundum á vinnu- stöðum i dag. Tveir fundanna voru i morgun, en eftir hádegið verða fundir i Hafnarhúsinu, kl. 13, Leikvellinum v/Tunguveg kl. 14, Hótel Loftleiðum kl. 14, Borgarsjúkrahúsinu kl. 16 og Slökkvistöðinni kl. 17. Geta félagsmenn komið á hvern þess- ara funda sem þeir kjósa. Stjórn og fulltrúaráð félagsins telur samninginn þann hagstæð- asta sem unnt sé að ná við nú- verandi aðstæður — án langs verkfalls. Hann er i nokkrum atriðum frábrugðinn þeim samningi sem félagsfundur felldi. t stað 3% hækkunar 1. des. n.k. kemur 4% hækkun. Þá hækka 5.-9. launaflokkur um 1500 kr. 1 des. n.k., en þessi hækkun er nýtt atriði. Launa- flokkshækkun sem miðast við stöðuheiti i 3., 4. og 5. launa- flokki kemur til ári fyrr en áður. Og loks kemur ný persónuupp- bót eftir 15 ára starf, og verður 75% af fullri uppbót og einnig er ný 50% persónuuppbót eftir 12 ára starf. — SJ nnn fíi i. I Löndun úr DUIi 1 uKK 1 Snorra ■ Sturlusyni i mrfnn hófst í UIIUUII pagu| morgun Undanþága hefur verið veitf til að landa megi úr einum togara Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, Snorra Sturlusyni, og hófst löndun í morgun. Undanþágan var veitt fyrir afgreiöslumenn vörubila er aka fiski frá skipshlið, og fyrir yfir- verkstjóra i fiskiðjuveri. Vinna var þvi komin i fullan gang við fiskverkun hjá Bæjarútgerðinni i morgun. Næstu togarar BOR eiga að koma inn til löndunar eftir helgi, en enn ekki er vitað hvaða undanþágubeiðnir vegna þeirra munu fá. Skuttogarinn Vigri kom inn til löndunar i Reykjavik i gær, og gekk i nokkru þrefi við að fá afla togarans landað. Fékkst ekki leyfi til að vigta afla hans fyrr en farið var inn að Kletti, en þar er vigt i eigu einkaaðila. Var talsverður hluti aflans vigtaður þar, en verkinu varð þó ekki lokið, þar sem vinna var stöðvuð áður en verk- Löndun hófst úr skuttogaranum Snorra Sturiusyni í morgun, eftir aö undanþága haföi veriö veitt. Næstu togarar BOR koma siöan inn til löndunar eftir helgi. Ljósmynd: J.E.G. inu lauk. Var þó lokið við að landa úr togaranum, og sá hluti aflans sem enn var i lestum skipsins áætlaður. Það voru verkfallsverðir frá BSRB sem stöðvuöu vinnu við vigtina á Kletti, þar sem þeir töldu þar vera farið inn á sitt verksvið. Afla togara er yfirleitt aldrei landað þar, eða veginn, heldur er það gert á vigtum Bæjarútgerðarinnar. Sé hins vegar farið annað til að vigta aflann er þar gengið inn i störf vigtarmanna BÚR. —AH SJÁLFYIRKA SÍMKERFIÐ Af > GEFA SIG: Sambandslausl við landsbyggðina Afleiðinga verkfalls BSRB er nú farið að gæta á simakerfi landsmanna. Erfiðleikar við að ná símasambandi milli landshluta fara vaxandi og í morgun var til dæmis ógjörlegt að ná sambandi frá Reykjavík út á land. 1 gær gátu Akureyringar ekki náð sambandi við nein númer á höfuðborgarsvæðinu sem byrjuðu á lægri tölu en sex og erfitt var að ná sambandi við númer er byrjuðu á hærri tölu. Truflanir voru einnig á innan- bæjarkerfinu í Reykjavik, og fólk fyrir austan fjall kvartaði yfir einkennilegum hljóðum á linunni og þar virtist slá saman hinum ýmsu simalinum. Ef svo fer fram sem horfir getur þvi svo farið að sjálfvirka simakerfið fari að mestu leyti úr sambandi og þarf varla að fjölyrða um þau óþægindi og beinlinis hættur sem það getur haft i för með sér. —-AH Þrjátiu og tveir félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavikurborgar komu i gærkveldi i skrifstofu félagsins til þess aö sækja þangaö umslög meö fréttabréfi og upplýsingum um nvgeröan samning, sem þeir unnu svo aö fram á nótt aöbera út til þeirra 2000 starfsmanna borgarinnar sem eru f verkfalli. Vfsismynd: JA. GEIRFINNSMÁLIÐ: Veigamikill vifnisburð- ur dreginn til baka Eina vitniö um för meintra banainanna Geirfinns Einars- sonar til Keflavikur hefur dreg- iö fyrri framburð sinn tii baka. Viö lokuð réttarhöld i sakadómi i gær kvaöst Sigurður Óttar Hreinsson ekki hafa ekið sendi- ferðabil til Keflavikur umrætt kvöld. Sú játning hafi veriö fengin fram með hótunum og fyrir áhrif frá þeim er yfir- heyrðu hann. Sigurður Óttar sagði lög- fræöingi sinum frá þessum ranga framburði á þriðjudaginn og siðan hafa farið fram yfir- heyrslur. Sækjandi i Geirfinns- málinu, Bragi Steinarsson hefur krafist þess að Sigurður verði úrskurðaður I gæsluvarðhald og verður ákvörðun tekin um það nú fyrir hádegi. Þegar Sigurður Óttar var fyrst tekinn til yfirheyrslu á siðasta ári vegna þessa máls kvaðst hann hvergi nærri hafa komið og aldrei ekið sendiferða- bil suður i Dráttarbrautina i Keflavik. Hann breytti siðan framburði sinum og kvaðst hafa farið ferðina. Hins vegar var framburður hans þess efnis að hapn hefði heyrt mannamál i Dráttarbrautinni þegar hann beið þar en Kristján Viðar kvað Sigurð hafa sofið i bilnum þegar hann kom að. Sigurður Óttar var eina vitnið um ferðina til Keflavikur, þar sem hin f jögur af þeim sem eiga að hafa farið ferðina eru öll ákærð. Sigurður Georgsson hdl. hefur nú verið skipaður réttargæslu- maður Sigurðar óttars, i stað Róberts Árna Hreiðarssonar sem gegnt hefur þvi starfi til þessa. Hafa Róbert og sam- starfsmaður hans Jón E. Ragnarsson, lögfræðingur, báðir verið yfirheyrðir vegna þessa breytta framburöar Sigurðar Óttars. —SG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.