Vísir - 22.10.1977, Blaðsíða 4
Laugardagur 22. október 1977
VISIR
Frá Barnaverndarfélagi
Reykjavíkur
Barnabókin Sólhvörf og endurskinsmerki
verða afgreidd til sölubarna laugardaginn
22/10 að Skólavörðustig 2, 3. hæð.
Auk þess verða bækur og merki til sölu i
eftirtöldum verslunum:
Verslunin Prima, Hagamel 67.
Kjarakjör, Kársnesbraut 93
Ástund Austurveri, Háaleitisbraut 68
Bókabúðinni Glæsibæ.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 37 og 39. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á
Torfufelli 10, þingl. eign Sigurðar R. Gislasonar fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri
þriöjudag 25. október 1977 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavík.
STJARNA CARTERS
FER LÆKKANDI
Jimmy Carter Banda-
ríkjaforseti nálgast nú
ellefta mánuð sinn í em-
bætti. Þegar hér er komið
forsetatíð hans, sér
naumast fram úr vanda-
málunum, hvert sem litið
er, og framtiðarhorfur
dökkar.
Vinsældir hans hafa á þessum
tima dalaö verulega.
Menn hafa dregiö i efa stjórn-
visku hans i málefnum eins og
þeim, sem varöa austurlönd
nær, eöa samningatilraunir viö
Sovétrikin um takmörkun
kjarnavopna, eöa lagasetningar
varöandi orkuvandamál
Ameriku.
Um eindrægni hans eru menn
ekki lengur svo vissir eftir hiö
svonefnda Bert Lance-mál. I
fyrstu varöi hann af staöfestu
álit slns góöa vinar og helsta
fjármálaráögjafa, en beygöi sig
siöan fyrir kröfum um afsögn
Lances.
I augum þings og almennings
i Bandarikjunum þykir hann
hafa næsta litlu áorkaö sinn
starfstima.
Loftvog kjósenda
Niöurstööur skoöanakönnun-
ar, sem efnt var til i þessum
mánuöi, bentu til þess aö fylgi
Carters heföi nú I fyrsta skipti,
siöan hann bauö sig fram til for-
setakosninganna, falíiö niöur
fyrir 50%. önnur könnun sem
tók einungis til utanrikisstefnu
hans, gaf til kynna, aö 51% þætti
framganga hans i heimsmálun-
um siök, 32% fylgdu honum aö
málum, en 17% vildu ekki tjá
sina skoöun á málinu.
Sérlega eru þaö samningarnir
um Panamaskuröinn, sem
vekja óánægju I Bandarikjun-
um. Landar Carters forseta eru
andvigir áætlunum hans um aö
sleppa yfirráöum USA yfir
skipaskuröinum.
Kjósendur gætu samt kúvent i
þessari afstööu sinni eftir feröa-
lag Carters til niu landa, sem
hann leggur i viö lok næstu
mánaöar. Bandariska þjóöin
hefur jafnan þjappast saman aö
baki æðasta fulltrúa sinum,
þegar hann kemur fram fyrir
aörar þjóöir. Hinum almenna
kjósenda er vel aö skapi, sú
imynd, er slik feröalög gefa
honum af stjórnskörungi með
gott vald á málunum.
En þótt Carter geti hugsan-
lega eflt vinsældir sinar meö
slikum feröalögum erlendis,
breytir það engu um hitt, ab
hann mun finna, þegar hann
snýr heim aftur, sömu gömlu
vandamálin biöandi hans, auk
nýrra sem bætst hafa viö á meö-
an.
Efnahagsmálin
Efnahagsmálin eru enn i
sama öldudalnum, sem valdiö
hefur hagfræðingum áhyggjum.
I stáliönaöinum sérstaklega rik-
ir hreint og beint kreppuástand
sem lágt verðlag hefur orsakaö.
Hefur það leitt til samdráttar og
uppsagna starfshópa.
Blökkumenn eru orönir mjög
ókyrrir i biö sinni eftir úrbótum
Carters. Finnst þeim hann hafa
litlu áorkaö til þess að leysa úr
atvinnuleysismálum minni-
hlutahópa, sem þó voru þungt
lóö á kosningaskálum hans.
Utanríkismálin
Ánnar minnihlutahópur,
gyöingarnir, hafa látiö i ljós
beiskju yfir tilraunir Carters til
þess að þvinga Israel til að sam-
þykkja, að fulltrúi Palestinuar-
aba hljóti sætiáGenfarráðstefn-
unni um málefni austurlanda
nær. Leiðtogar gyðinga kunna
Carter heldur engar þakkir fyr-
ir að láta Sovétríkjunum eftir
beina hlutdeild i samningaum-
leitunum um varanlegan frið i
Austurlöndum nær.
Orkumálin
Forsetinn lagði álit sitt aö
veði til þess að berjast fyrir
orkumálalöggjöf sinni. Hún
miöaöi aö þvi gera Bandarikin
til muna óháöari innflutningi á
eldsneyti. Lagöi Carter allt
kapp i samningu þessara nýju
laga, og hefur vafalaust gælt við
þá hugmynd, aö þau yröu sá
minnisvarði um forsetatiö hans,
sem hann gæti orðið stoltastur
af. Nær allar tillögur hans voru
samþykktar i fulltrúadeild
Bandarikjaþings, sem studdi
viðleitni hans til þess aö halda
niöri verðlagi á eldsneyti.
En öldungadeildin hefur aftur
á móti dregiö mjög úr áhrifum
frumvarpsins, ýmist með breyt-
ingartillögum eöa meö þvi ab
fella tillögurnar alveg.
Auðheyrilega hefur Carter
fundið að hann var aö tapa þess-
ari baráttu. I siöustu viku skor-
aöi hann á bandarlsku þjóöina
aö styðja hann i ,,að heyja
striö” á hendur orkuvandamál-
unum, eins og hann lýsti þvi.
Carter gagnrýndi grimmilega
oliu- og gasiðnaðinn fyrir aö
reyna aö bregöa fæti fyrir
áætlanir hans I þinginu varö-
andi orkumálinu. A einum staö
sakaöi hann þessa aðila um
„striösgróöa” áform, sem
stefndu aö þvi ná 150 milljaröa
dollara hagnaöi.
Vopnatakmarkanir
A öörum vettvangi skýröi
Carter nýlega frá þvi að Banda-
ríkin hefðu náö umtalsveröum
árangri I nýjum sáttmála meö
Sovétrikjunum um kjarnorku
vopnatakamarkanir, sem komu
i staö samninga, sem runnu út 3.
október. Vart haföi hann fyrr
fært þjóð sinni þennan
fagnaöarboöskap, en Henry
Jackson, öldungadeildarþing-
maöur (formaður vopnasölu-
ráðs varnarmálanefndar
deildarnnar), fór aö draga i efa
skynsemi tilslakana rikis-
stjórnarinnar fyrir Rússum.
Framundan eru margra mán-
aða samningar fyrir hinn fyrir-
hugaða sáttmála, og munu öld-
ungadeildarþingmenn, sem upp
til hópa eru mjög tortryggnir á
allar tilslakanir gagnvart So-
vétrikjunum, og sér I lagi þvl aö
draga úr vopnayfirburðum
Bandarikjanna, naumast sitja
þegjandi á meðan.
Skattamálin
Sömu rannsóknaraugun munu
hvila á Carter meö sömu efa-
semdirnar, þegar hann efnir
kosningaloforö sitt um endur-
skoöun skattalaganna og félags-
málanna og leggur fram frum-
varp þar aö lútandi.
Þegar Carter tók við forseta-
embætti, óraði engan fyrir þvl,
aö hann mundi mæta slikum
erfiöleikum I þinginu við aö
koma slnum málum fram.
Þvert á rpóti ætluðu flestir að
honum mundi reynast þaö létt-
ara verk en mörgum fyrirrenn-
urum hans. Þvi að fáir þeirra
áttu jafnmarga flokksbræður
kjörna á þing og Carter. Eiga
demókratar yfirgnæfandi
meirihluta þingfulltrúa i báöum
deildum. Þess hefur Carter not-
iö i fulltrúadeildinni, en hins-
vegar sér þess ekki stað i sam-
skiptum hans viö öldungadeild-
ina.
Kvenstúdentafélag íslands
heldur flóamarkað á morgun sunnudaginn
23. október að Hailveigarstöðum. Húsið
opnað kl. 2 e.h.
Margt góðra muna á boðstólum.
Fjáröflunarnefndin
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 135., 37. og 39. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á
hluta I Stórageröi 28, þingl. eign Regins Grímssonar fer
fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans á eigninni
sjálfri þriðjudag 25. október 1977 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik.