Vísir - 22.10.1977, Blaðsíða 23
visir Laugardagur 22. október
1977
I
23
Hringið isíma 86611 milli klukkan 13 og 15 eða skrifið til Vísis Síðumúla 14, Reykjavík.
r™..... ...............'........
j
II I
Það er engin
út í hnefaleika
teyddu
örn Orri Einarsson skrifar:
Mikið hefur verið skrifað um
það undanfarna daga hvort
leyfa eigi hnefaleika að nýju eða
ekki. Ég vil mælast til þess að
þær veikhjörtuðu og taugaveikl-
uðu sálirsem ekki þola að horfa
upp á þessa vinsælu iþrótt, beini
sjónum sinum eitthvert annað.
Hvers vegna eru þessi grey að
skipta sér af þvi sem þau hafa
engan áhuga á? Af hverju ekki
að leyfa þeim sem vilja stunda
þessa iþrótt að vera i friði?
Engin sem fer út i hnefaleika er
neyddur til þess, og þeir sem
eru á móti hnefaleikum, geta
bara leitt þá hjá sér.
Einnig vil ég eindregið mæl-
ast til þess að þetta mál verði
tekið upp að nýju á Alþingi, og
hnefaleikar innleiddir aftur,
þannig að hinn mikli fjöldi
hnefaleikaáhugam anna geti
farið að stunda þessa geysivin-
sælu iþrótt.
Ég vona að ég þurfi ekki að
horfa upp á fleiri slika móður-
sýkispistla eins og birtust i blað-
inu i gær (19. okt.)
//.
ÚTVARPIÐ VEITIR
MORGUM FELAGSSKAP
##
Eldri karl hringdi:
Vegna orða „eldri konu” á
lesendasiðu blaðsins á
þriðjudag, langar mig að láta
frá mér heyra. Konan kveðst
skelfing fegin þvi að hafa f rið öll
kvöld fyrir sjónvarpinu og frið á
daginn fyrir útvarpinu.
Nú er henni það liklega I
sjálfsvald sett hvort hún kveikir
á tækjunum heima hjá sér. En
það get ég sagt henni að það
eru ekki allir á sama máli og
hún. Um allt land er eldra fólk,
ogyngra reyndarlika.sem situr
heima allan daginn og hefur lit-
ið fyrir stafni, oft vegna þess að
það kemst ekkert út.
Þá er útvarpið vel þegiö.
tJtvarpið hefur veitt mörgum
einstæðingum félagsskap, og ég
þekki til þess að fólk getur vart
áheilusértekiðnúnai verkfall-
inu, þegar ekkert útvarp er.
Gamalt fólk fylgist gjarnan með
útvarpssögum, viðtalsþáttum
og öðru á dagskránni, en núna
hefur það ekkert.
Það er ekki of mikið af þvi
gert að taka tillit til gamla
fólksins, en það mætti kannski
muna eftir þvi i þessu tilviki, þó
ekki sé meir..
Hvað um
afborgunar-
skilyrði þegar
dýr fatnaður
er keyptur?
„Ein láglaunuð” skrifar:
Ég hef mikið gaman af að kaupa
mér falleg föt en þvi miður leyfir
efnahagur minn mér það aðeins
að mjög takmörkuðu leyti
Fatnaður er lika orðinn mjög dýr
i verslunum hér, að minnsta kosti
i tiskuverslunum — það sama er
að segja um skó.
Ég er ein af þeim sem vil fylgj-
ast með tiskunni og það krefst
sinna útgjalda. En mér var að
detta það i hug hvort kaupmenn
gætu ekki komið þvi i kring að
viðskiptavinir, sem ekki geta
borgað vöruna út i hönd, geti
greitt hana i tvennu lagi eða svo.
Mörkin mætti t.d. setja við 10
eða 15 þúsund krónur. Peysur eru
nú sumar hverjar dýrari en það,
svo ekki sé talað um stigvél eða
annað. Það mætti hafa sama
fyrirkomulag þarna á, og tiðkast
þegar maður kaupir húsgögn.
Fasteignaeigendur
Aukið sölumöguleikana.
Skróið eignina hjó okkur.
Við komum og verðmetum.
ss
:
^Laugavegi 87 Heimir Lárusson, slmi 76509.
Lögmenn: Ásgeir Thoroddsen,
hdl.
Simar 16688 og 13837 Ingólfur Hjartarson, ndl.
P|«||| j|Laugavegi 87
tlGNAuinboðiA
Bifreiðaeigendur
athugið
Við lagfærum hemla á öllum gerðum bifreiða.
17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu.
Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er.
Höfum ávallt fyrirliggjandi hemlahluti I allar gerðir ameriskra
bifreiða á mjög hagstæðu verði.
STIli!LlHfG hf. Skeifan 11
símar 31340-82740
Leggið meiri óherslu
á gróf brauð
Kristján hringdi:
Það eralltaf verið að hamra á
þvi við fólk að það borði hollan
mat og lifi heilnæmu Iffi. Mér
var að detta það i hug hvor
bakarar gætu ekki lagt meiri
áherslu á að baka gróf brauð og
ýmiss konar afbrigði þess úr
grófu korni?
Mérskilst að slik brauð seljist
orðið öllu meir en áður, og þvi
ekki að leggja meiri áherslu á
þau, þar sem þau hljóta
tvimælalaust að vera hollari.
Erekkiof mikiðaf þvi gertað
baka eintóm sætindi, sem litið
gera annað en vera gómsætur
biti með vafasamar afleið-
ingar?
(^) Skodaeigendur
Vió bjóóum yóur Ijósaskoóun án endurgjalds
Ath. ef stilla þarf Ijós eóa
framkvæma viögeró
á Ijósabunaói greióist
sérstaklega fyrir þaó
Ath. LJÖSASKOÐUN LÍKUR 31.
OKT. NK.
JÖFUR HF
AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600
/