Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 3
VISIR Sunnudagur 30. október 197. ,Eru ekki utangarðsmennirnir I rauninni innangarös.. ,,AÖ slengja nútlð og fortið i eitt er mjög einkennandi fyrir Meg- as..." ,,A meðan raular fámennur hópur bifvélavirkja llksönginn..." ,,Sokkunum var fest meo nælum sem brugðið var undir hörund- ið..." ,,Ég er búinn að sparka I rass- inn á ýmsum..." er á laginu. Hann varð til i kirkju Fíladelfíusafnaðarins, en þar var orgelspilið tekið upp. Egill: Sviðið er bílakirkjugarður á grámuggulegum haustmorgni. Gamall bilskrjóður er festur i tal- iu útfararstjórans (lyftukrani). Billinn lyftist frá jörðu og sveigist hægt og virðulega út yfir haugana með eigandann innanborðs. Hann er að kveðja gamlan vin og á meðan raular fámennur hópur bifvélavirkja liksönginn: gamli skrjóðurinn / gengni móðurinn / geymir minning kæra. Innan stundar er billinn orðinn uppfyll- ingarefni og tjaldið fellur. Megas: Otumholt&hólablúsinn er Hábæjarnostalgia (nostal- gia = heimþrá), en langt er nil umliðið siðan láréttum i hinzta sinn þar verðir mér vörpuðu á dyr. Einnig er blúsinn tileinkaður einni hjartanlegustu konu sem gengið hefur um götur Reykja- vikur og nágrennis. Fátækleg kveðjuorð og punk Tvö siðustu lögin á hlið eitt heita Fátækleg kveðjuorð (til-) og Paradisarfuglinn. Megas: Um Fátækleg kveðjuorð vil ég tjá mig sem minnst, en eft- irláta það túlkun hlustandans. En ýmsir bókmenntafræðingar, ég nefni engin nöfn, hafa skýrt það sem kveðjuorð til „núsins", — ég var og ég mun vera. Kvenþjóðin hefur afturámóti viljað túlka þaí) sem kveðjuorö til stúlku. Egill: Paradisarfuglinn og Vi6 sem heima sitjum, eru fyrstu is- lensku punk-rokklögin. Megas riður á vaðið þar, sem annars staðar. — Hvernig viljið þið skilgreina hugtakið „punk"? Egill: Það eina sem ég get um það sagt er hvernig vinur minn upplifði það I háborg punksins, London. Hann var staddur á skemmtistað i hjarta borgarinn- ar. Allt i einu kemur hann auga á forkunnarfagra stúlku og fellur fyrir henni á augabragði. Hann er ekkert að tvfnóna við hlutina, en gengur rakleiðis til stúlkunnar og tekur að dásama fegurð hennar og dregur ekki af lýsingarorðun- um. Hún horfir á hann og leynir engu, yndislegur likami i gegn- sæjum kjól. Þá tekur hann eftir, sér til mikillar furðu, að stúlkan er i nylonsokkum sem ná uppá mið læri, sem er jú ekkert óvenju- legt útaf fyrir sig, nema hvað sokkunum var fest með nælum sem brugðið var undir hörundið. Hann lætur það samt ekkert á sig fá, en býður dömunni upp á glas. Hún brosir bliðlega til hans, en afþakkar pent. En þá fyrst kastair tólfunum. 1 signalbros stúlkunnair vantaði báðar augntennurnar. Vinur minn snéri örvinglaður íi braut. Seinna frétti hann svo, a?> stúlka þessi gekk undir nafninu Punkrottan. Það er nu það lagsm. Af síra Sæma Hlið tvö hefst á laginu Af sira Sæma. Það skiptist i.tvo hluta og nefnist fyrri hlutinn Sæmi fróði & selurinn, en hinn seinni Sæmi, Kölski & móhöggið. Megas: Þess má geta.að meðan á upptöku þessa lags stóð, gerðust undarlegir atburðir i stúdióinu. Ég sá Kölska bregða fyrir i upp- gókusalnum og upptakan gekk mjög erfiðlega fyrir sig. Egill: Það stoppaði allt einhvern veginn i sömu andránni. Megas: t gamla daga háðu þeir Sr. Sæmi og Kölski marga hildi.. Nú er Kölski hins vegar genginn i:. Dagsbrún og ekki hægt að vinna á honum nema með innanað kom- andi áhrifum. Sæmi er þvi sendur aftur til Frans og hugleiðir þar lús og drekkur vin rouge. Hér er ekkert meir fyrir hann að gera. Egill: Þetta aö slengja nútið og fortið saman i eitt er mjög ein- kennandi fyrir Megas og þykir mér hann slengja best allra skálda. Megas: Allir timar veraldarsóg- unnar eksistera i einu. Viðröltum bara á milli. Annars er min heim- speki i miklum ruglingi. Ég get ekki fært nein rök fyrir lögum minum, enda skiptir það engu máli. Aðalatriðið er hvað hlust- endur finna útúr þeim. Jón Sívertsen & sjálfstæð- isbarningur ísfirskra Megas: Það ógeðslegasta sem ég veit, er að greiða þeim manni högg sem maður er áður búinn að rota þ.e. að höggva að einhverj- um án þess að veita honum tæki- færi til að svara fyrir sig. Ég er búinn að sparka i rassinn á ýms- um og þvi er það hér sem ég greiði sjálfum mér högg. Þetta lag er það sama og Jón Sigurðs- son og sjálfstæðisbarátta Islend- inga sem er á fyrstu plötu minni, en er hér i öðrum takti og með breyttum texta. Egill: Jón Sigurðsson er orðinn hetja ákveðinnar stéttar, sem hefur eignað sér hann og notar sem afsökun fyrir tilveru sinni. Megas: Jónsigurðssonar nútim- ans eru Bonanza, Columbo, Meg- as, McCloud o.fl. sem berjast fyrir innflutningsfrelsi og bila- stæðum. Hin endaniega drykkjuvisa og bleikir náttkjólar Orfeus og Evridis og Við sem heima sitjum heita næstu tvö lög sem við.hlustuðum á. Megas: Orfeus og Evridis skiptist i þrjá þætti efnislega séð og er hver þáttur hinar endanlegu visur um það sem um er f jallað, Hkt og sagan um Don Quixote er hin end- anlega riddarasaga, þ.e. sú sið- asta sem skrifuð var. Egill: Þetta lag er i miklu uppá- haldi hjá mér og er sennilega eitt það fegursta sem Megas hefur sent frá sér. Orðsmiðin minnir á griska höggmyndalist. Megas: Við sem heima sitjum fjallar afturámóti um dópista is- lenskrar menningar, og þar á ég ekki við æskuna, heldur húsmæð- urnar og þeirra pillustand. Egill: Það er allt hljótt i eldhús- inu og þær leggja upp frá nátt- borðinu i barbitúr til Baham'eyja á bleikum náttkjólum. Þetta er punk tekið inn i reglulegum skömmtum. Megss: 0 þér unglingafjöld til þess eru vitin að vita um þau til þess að geta varast þau. Verið fullsæl með ykkar spitt og hass. Vögguljoð á tólftu hæð Og nú erum við komnir að slð- asta lagi þessarar merku plötu Megasar og Spilverks Þjóöanna, Vögguljóð á tólftu hæð. Megas: Þetta er blitt lag og skýr- ir sig sjálft. Egill: Aður en hann syngur þetta lag, tekur Megas lyftuna uppá tólftu hæð og er þaö skirskotun til þess hvað framtiðin ber i skauti sér..... — PP orfeus og evridis elnsog hamar ótt á steðja uppá þaki regnið bylur en I þinu þæga tári þar er gleði birta ylur á þinum góðu unaðstöfrum önd mín sál & kraftur nærist þér ég æ mun fé & föggum fórna meðanað hjartað hrærist svefn þinn guð i glasi áskenktu greiðir fró i stríði hörðu þanninn fæ ég þreyð af árin þartil loks ég sef i jörðú f jallahringurinn hann er dreginn hringinn í kringum mig & utan hans þar er ekki neitt þvi innan hans þar hef ég þig en við verðum að láta okkur litla hrið lynda það sem til bar þú hvílir í brekkunni bakvið húsið bráðum finnumst við þar hún var falleg hún var góð hún var betri en þær & þegar hún sefur við slðuna á mér þá sef eg gúður & vær sólin kemur upp i austri en i vestri sezt hún niður i dalnum þarsem ég opnaði augun i árdaga ríkir kyrrð 8, friður hesturinn minn hann heitir blesi höfum við sömu lifað árin ég held áfram en hún styttist nú óðum leiðin fyrir klárinn blesi minn i brekkunni góðu búinn er þér hvilustaður einhverntíma ái ég með þér örþreyttur gamall vonsvikinn maður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.