Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 30.10.1977, Blaðsíða 11
VISIR Sunnudagur 30. október 1977 11 stóru stranga undir hendinni. Um leið og ég kom inn fyrir þröskuldinn sagði hann: „Blessaður vertu, taktu ekki utan af þessu. Ég þekki það, og það er ómögulegt allt saman". Þannig gekk þetta, og ennþá er ekki byrjað á nýju útvarps- húsi. Það verður þó vonandi á næstunni." Thomson lávaröur vildi hlutísjónvarpinu Þú nefndir einnig sjónvarpið. Var það bandariska sjónvarpið á Keflavikurvelli, sem rak á eft- ir þvi að islenskt sjónvarp hófst? „Það kann að vera, að tilvera bandariska sjónvarpsins hafi rekið á eftir þvi að islenskt sjón- varp var stofnað. Annars gerði ég tillögu um sjónvarp skömmu eftir að ég varð útvarpsstjóri, en það gekk ekki fram. Seinna gerðum við Gunn- laugur Briem, sem var verk- fræðingur útvarpsins, tillögu um sjónvarp, og hann lagði þá fram fjárhagsáætlun. Þá voru aðallega taldir þrír möguleikar: að við ættum sjónvarpið sjálfir og einir, að við leigðum þetta, eða að við rækjum sjónvarp I samvinnu við einhvern annan. Niðurstaðan varð sú að við gerðum þetta sjálfir, en við nut- um góðrar aðstoðar rikisút- varpanna á hinum Norðurlönd- unum. Annars voru það fleiri, sem vildu fá að vera með i islensku sjónvarpi. Einn af þeim, sem gjarnan vildi fá að vera með, var Thomson lávaröur af Fleet, sá mikli blaðakóngur. Hann sendi hingað tvo menn til min til að tala um þetta, en hann átti útvarps- og sjónvarpsstöðvar viða um heim, m.a. eina i Skot- landi, sem hann vildi tengja við okkur. Þá var hann lika að reyna að fá „Times" keypt. Ég lét skila þvi til hans, að ég vonaðist til, að hann fengi Times, en útvarp- ið fengi hann ekki." Gekk mun betur en búistvarviö „Annars gekk sjónvarpið mun fljótar og betur en við áttum von á. Það var fyrst og fremst þrennt, sem olli þvi, að sjón- varpið gekk fljótt og vel. t fyrsta lagi að norrænu út- varpsstöðvarnar, — sérstaklega Rydbeck útvarpsstjóri i sænska útvarpinu, en hann er sendi- herra i London iuina, lánaði okkur svo að segja heila stöð — þ.e. radióbil, sem var i fullri noktun hjá honum og margra milljóna fyrirtæki. Hann var notaður sem sjónvarpsstöð hér fyrsta árið. Það olli þvi aftur að útvarpið gat strax farið að fá tekjur af sjónvarpinu, sem ann- ars hefði dregist. Annað atriði, sem hafði mikil áhrif á að flýta fyrir sjónvarp- inu, var, að stjórnarvöld sýndu okkur þá lipurð að gefa eftir innflutningsgjöld af tækjunum. Þriðja atriðið var svo, að all- ir, sem að þessu stóðu, voru sammála um að gera sitt besta til að þetta gengi sem best. Ýmsir voru svartsýnir á þetta i byrjun, sumpart vegna þess, að þeir truðu ekki á sjónvarp, og sumpart af þvi að þeir héldu, að þetta yrði okkur fjárhagslega ofviða. En reynslan sýndi, að við gát- um þetta". „Dagskráiner oft mjög góö" „Dagskrá útvarpsins i dag? Ég álit, að hún sé oft mjög góö. Annars lit ég svo á, að útvarp sé i eðli sinu og tilgangi þriþætt: tltvarpið er i fyrsta lagi fræðslustofnun að vissu marki, um visindi og verkleg mál og listir, og á að vera almenningi likt og gótt fræðslurit. t öðru lagi er rikisútvarpið fréttastofnun og þarf þar að standa sig eins og gott frétta- blað. Og loks er útvarpið þjónustu- stofnun við daglegt lif fólksins i landinu, ekki ósvipað að efni til og fjölbreytt dagblað. Ég held, að i stórum dráttum hafi rfkisútvarpið þróast i rétta átt. Auðvitað ræður persónuleg- ur smekkur miklu um álit á einstökum efnisþáttum, og ég get ekki sagt að ég sé ánægður með allt. Ég hefði t.d. gaman af þvi, ef tekin væru fyrir stór verkefni, svo sem stórir fyrir- lestraflokkar, eins og við höfð- um hér áður fyrr. Sem dæmi um slika þætti get ég nefnt fyrir- lestraflokk um náttúru tslands, sem löngu siðar var gefin út hjá Almenna bókafélaginu og ýmis- legt um tslandssögu. Eg vildi óska, að útvarpið gæti eflst svo f járhagslega og að húsakosti, að það gæti virkilega gefið sig að stórum og vönd- uðum verkefnum á ýmsum sviðum þjóðlifsins, bæði i fræðslu og umræðum og svo auðvitað i fréttum, sem hljóta alltaf að vera mjög mikill þátt- ur i dagskrá útvarpsins". „Hugsjónafundir" með útvarpsrádsmönnum Tjtvarpsráð hefur löngum verið umdeild nefnd. Hvernig var samskiptunum við það hátt- að? „t minni tið var útvarpsstjóri ráðamaður og verkstjóri á öll- um sviðum innan stofnunarinn- ar. Hann var hins vegar háður stjórnarvöldum um fjármál, og útvarpsráði um pólitisk mál. Útvarpsráð var eiginlega eins konar pólitiskur vaktmeistari yfir öllu saman. Ef eitthvað var talið pólitiskt mál og útvarps- stjóri hafði úrskurðað á einn veginn en útvarpsráð á annan, þá gilti úrskurður ráðsins en ekki minn i slikum pólitiskum málum. Reyndar var það svo, að framanaf i sögu útvarpsins var nokkuð stirt samkomulag milli útvarpsstjóra og útvarpsráðs, Unnið að utanhússútvarpi Meöklukkuna viöútvarpstækið „Þegar menn hlusta núna á þessa samtalsþætti og rökræðu- þætti gera menn sér ekki grein fvrir þvi, hvað það tók langan • nna og mikið átak að fá losað svona um dagskrána. Þetta er góð þróun, þótt mér finnist nú stundum kannski óþarflega létt tekið á málunum. En það er nú sama. Stjórnmálamennirnir voru ákaflega hræddir við allar breytingar i þessu efni. Eg minnist þess t.d., að ég fékk eitt sinn ágætan stjórnmálamann til að halda fyrirlestur um áhuga- lést af störfum sem útvarps- stjóri? „Ég hef fengist við ýmislegt mér til skemmtunar. Ég hef t.d. haldið áfram að skrifa dálitið um bókmenntir og sögu. Fyrir nokkrum árum gaf ég út bók um sögu blaða og blaðamanna, og reyndar á ég kynstrin öll af handritum, sem aldrei hafa ver- ið prentuð. Þá hef ég skrifað bók um Jónas Halljgrimsson og Fjölni, sem er óútgéfin, og ég á nokkuð efni i nokkrar stuttar ævisögur. Einnig hef ég skrifað nokkuð um fornar bókmenntir, sem er hálf- karað. Ég hef þvi fengist við ýmislegt, en ég veit ekkert hvað verður úr þessu hjá mér. A sumrin dveljumst við mikið Vilhjálmur á þeim stað þar sem nýtt útvarpshús mun væntanlega risa. Myndin er tekin fyrir nokkrum árum. en siðar varð yfirleitt gott samkomulag þar á milli. Ég byrjaði á þvi að halda auk reglulegra útvarpsráösfunda sérstaka hádegisverðarfundi með utvarpsráðsmönnum. Þetta kölluðum við hugsjóna- fundi, og þar komu útvarps- ráðsmenn með margar ágætar tillögur. Annars voru það auðvitað aðallega starfsmenn dagskrárdeildar, sem stóðu að uppbyggingu dagskrárinnar. En útvarpið hefur vissulega orðið opnara á seinni árum en áður var. Nú er t.d. miklu meira af samtalsþáttum ýmis konar. Hér áður fyrr settu stjórnvöld okkur ákaflega strangar reglur um svonefnt hlutleysi, og mátti þar engu halla svo ekki færi allt i bál og brand".. mál sitt, sem ekki kom stjórn- málum við. Þá var strax komið til min og ég varaður við þvi að fara út á þessa braut, þvi einstakir stjórnmálamenn myndu nota sér þetta sér til framdráttar. Ég man einnig eftir einum þingmanni, sem hafði það fyrir sið þegar hann hlustaði á pólitiska umræðuþætti að sitja með úrið sitt við tækið og fylgjast nákvæmlega með þvi, hvað hver maður talaði lengi. Og ef hann varð þess var, að einhver úr andstöðuflokknum fékk tvær minútur lengri tima en samflokksmaðurinn hringdi hann undir eins." Nú ert þú, Vilhjálmur, oröinn rúmlega áttræður. Hvað hefur þú einkum sýslað með siðan þú i húsi, sem við eigum við Sogið, en þar er mjög þægilegt og skemmtilegt að vera." Og þú safnar enn bókum? „Eg er nú ekki safnari sjald- gæfra bóka eins og margir vinir minir eru. Mest af minu bóka- safni eru bækur, sem ég hef þurft að hafa við vinnu mina, . eða fengið mér til skemmtunar. Ég hef aldrei talið bækurnar minar né skrásett þær, en tvær vinkonur minar, barnabörn min, tóku sér eitt sinn fyrir hendur að telja i hillunum hjá afa sinum. Og niðurstaðan hjá þeim var sú, að hér i húsinu væru um ,12.000 bindi. Það eru bæði islenskar og erlendar bæk- ur, ýmist bundnar eða óbundnar. Svo á ég eitthvað af gömlum búkum, þó vart sé orð á þvi ger- andi, og dálitið af handritum eftir nýja og gamla höfunda, m.a. úr forlagi föður mins". Gjörbreytt þjóöfélag Þú hefur á lifstið þinni getað fylgst með gjörbreytingu þjóðfélagsins? „Já, það er vissulega allt ann- að þjóðfélag, sem við höfum i dag, miðað við það sem áður var — ef ekki að öllu leyti, þá að mjög mörgu leyti. Og á mjög mörgum sviðum er þetta betra, frjálsara og frjósamara þjóðfélag en það, sem var, en á öðrum sviðum kannski vafasamara. Það er i rauninni furðulega mikið gott, sem áunnist hefur á þessum tima." En tslendingar sjálfir? „Ég efast um að Islendingar hafi sjálfir breyst svo mikið. Menn lifa auðvitað i meiri gný og meiri átökum en oft áður, en ég held, að maðurinn sé nokkuð sjálfum sér likur frá kynslóð til kynslóðar. Það var einhvern tima i fyrir- lestri, sem ég flutti fyrir útlenda menn, að ég fór aö tala um einkenni á tslandi og tslending- um, og sagði, að það væri oft talað um tslendinga sem sögu- þjóð og ást þeirra á fornum sög- um. Þetta er rétt, en kannski dá- litið ofmælt stundum. Það þarf ekki að tala lengi við ungt fólk hér til að sannfærast um, að það vill ekki vera fornar sögu- persónur, heldur nútimafólk, sem vill þekkja og skilja samtiðina og lifa i henni og fyrir hana." Ég hef lika sagt, það „aö svo miklu leyti sem islensk heimspeki er til, er hún hagnýt list lifernisins. Hún er auðmjúk, en samt sem áður hagnýt trú á gildi lifsins og helgi lifsins, á verðmæti einstaklingsins, þrautseig trú á þaö, aö menn eigi að standast straum lifsins og bera byrðar þess, gleðjast af gjöfum þess, heiðra forfeður sina, styrkja börn sin og deyja eins og maður. Þetta er heim- speki islenskrar sögu, trúar- játning islenskrar sögu i aldanna rás". Ég tel, að þessi lýsing á viðhorfum og heimspeki íslend- inga sé i sama gildi i dag og þegar hún var sögð". —ESJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.