Vísir - 12.11.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 12.11.1977, Blaðsíða 19
VISIR Laugardagur 12. nóvember 1977 Hringið i síma 86611 m sis Síðumúla 14/ Reykjavík. „Verðskuldaði rauða spjald- ið fyllilega" Ó.S. skrifar: Sem fastur lesandi dagblaðs- ins Visis, vil ég lýsa megnasta viðbjóði minum á grein sem birtist þann 7/11. s.l. i iþrótta- blaði Visis, þess efnis að annar dómari leiks K.R. og U.M.F.N. hafi verið undir áhrifum áfeng- is. Get ég ekki annað séð en frá- sögn þessi stafi af all annarleg- um hvötum og sé tæpast til neins annars en að sverta við- komandi i augum lesenda. Það er mjög alvarlegt að hafa eftir jafn meiðyrðandi ummæli sem þessi i fjölmiðli, auk þess sem það er gunguháttur að hafa svo vafasaman áburð eftir öðr- um en segja ekki orð frá eigin bjrósti. Og til að kóróna þetta, þá finnst gr. höf. það sjálfsagt að dómari fari eftir geðþótta hamstola leikmanns og láti tappa af sér blóði. Fyrrnefndur leikmaður kom alls ekki kurt- eislega fram og verðskuldaði þvi rauða spjaldið fyllilega, þvi meiri óvirðing við dómara getur vart hugsast. Oft hafa tapaðilar i iþróttum fundið upp á einu og öðru ærið misjöfnu og ásakað dómara um, en þegar þeim eru bornir á brýn jafn alvarlegir hlutir og þessi, þá er full ástæða til að hugsa sig um tvisvar áður en sliku máli er slegið upp með feitu letri og óbein afstaða þannig tekið með árásaraðila. Þessi skrif eru tvimælalaust einhver þau lágkúri legustu sem ég hef augum bar ð, og þætti mér annað óeðlilegt en hann bætti fyrir þetta ódrengskapar- bragð sitt og bæði hluteigandi opinberlega afsökunar. Lengið „Lög ungo fólksins" Ein ung skrifar: Er ekki hægt að fá lengdan þáttinn „Lög unga fólksins”? Eða þá að hafa hann tvisvar eða þrisvar sinnum i viku? t Visi þann 1. nóv. sl. stóð að það ætti að færa hann yfir á mánudag. Það breytir engu, en öðru máli gegnir um það að stytta þáttinn! 1 útvarpinu er fullt af þáttum þar sem boðið er upp á^sinfóniur og annað slikt, en aðeins fáir þættir fyrir unga fólkið. Það kom lika fram i Visi að i flestum bréfum væri beðið um að þ'átturinn Lög unga fólksins yrði lengdur. Þvi er það þá ekki gert? ERU PRÓFKJÖRSREGLURNAR í ## LÝÐRÆÐISLEGAR"? RAUNINNI Ö.Ö. skrifar: ,,Ég get ekki látið hjá liða, að leiða huga almennings að ákveðnu misrétti, sem rikir i prófkjöri þvi sem i hönd fer hjá Alþýðuflokknum 12. og 13. nóv. Ég vil gera ráð fyrir þvi og kalla á þann heiðarleika fram- bjóðenda, aðþeir sem i kjöri eru hafi ákveðna stefnu og sæti i huga er þeir bjóða sig fram til prófkjörs, og að prófkjörsreglur geri öllum jafnt undir höfði, Nei þvi miður þar ganga ekki allir jafnir til leiks. Prófkjörs- reglur Alþýðuflokksins eru svo meingallaðar að ég tel tima- bært, svo sá kjósandi sem ætlar sér að hafa áhrif á skipan fram- bjóðenda á lista Alþýðuflokks- ins við næstu kosningar verði að gera sér grein fyrir eftirfar- andi: Alþýðuflokkurinn kallar þetta „Lýðræðislegt” og persónu- bundið prófkjör. Nei kjósandi góður þú verður að fýlgja ákveðnum „lýðræðislegum” reglum flokksins og kjósa i öll sætin, þó þú hafir vegna stefnu og skoðana ákveðins frambjóð- anda ákveðið að hafa áhrif á kosningu hans til Alþingis, þó þú fylgir ekki alfarið stefnu þess flokks sem hann skipar sér i. I framhaldi af þessum mein- gölluðu „lýðræðislegu” próf- kjörsreglum er frambjóðendum i lófa lagið, með þvi að bjóða sig fram i fleiri en eitt sæti, að safna þannig atkvæðum i það sæti sem þeir raunverulega stefna að, og þau atkvæði geta hafa úrslitaáhrif — takið eftir ðrslitaáhrif- á hver skipar framboðslista flokksins við næstu Alþingiskosningar. Sá frambjóðandi sem af heiðarleik og trausti á kjósend- ur sýnir hvar hánn raunveru- lega vill hafa áhrif á skipan framboðslistann, verður ef til vill þegar upp verður staðið i þessu prófkjöri að kyngja þess- um stórgölluðu leikreglum próf- kjörsins. Ég held að allir séu búnir að fá nóg af tviskinnungshætti og feluleik. Við skulum ihuga og hafa þetta i huga, ef við ætlum að hafa áhrif á val i persónu- bundnu og lýðræðislegu vali frambjóðenda til næstu Alþingiskosninga. „Albert hefur oldrei œtlað sér að hœtta" Helga M. Björnsdóttir skrifar: 1 tilefni yfirlýsinga Alberts Guðmundssonar áð undanförnu vil ég láta i ljós þá skoðun mina, að frámferði sem þetta getur ekki flokkast undir annað en sýndarmennsku. Albert hefur aldrei ætlað sér að hætta sem alþingismaður eða borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og fullyrðingar hans um hið gagnstæða hafa aðeins átt að þjóna þeim tilgangi að auglýsa Albert Guðmundsson i fjölmiðlunum. Ég vona að fleiri sjái i gegn- um þennan skripaleik en ég. Alþingiskosningar eru of alvar- legt mál til að leika sér svona með, enda er slikur leikur ekki i anda þroskaðs fólks. Maður sem stundar auglýsingastarfsemi sem þessa getur tæpast talist vera i hópi þeirra sem almenn- ingur vill treysta i jafn mikil- væga stöðu sem seta á Alþingi er. V öruvöndun er okkar aðalsmerki V etrartískan frá MAX 1977 Gazella kápurnar, sjóliðajakkarnir og úlpurnar, sem voru á Iðnkynningunni í Laugardal, fást nú í eftirtöldum verslunum: Kápan,Laugavegi 66, Reykjavik Pandóra, Kirkjuhvoli, Reykjavik Torgið, Austurstræti 10, Reykjavik Sonja, Vallartorgi, Reykjavik Valbær Akranesi Einar & Kristján, ísafirði Verslun Einars Guðfinnssonar, Bolungar- vik Verslunin Skemman, Sauðárkróki Verslunin Sparta, Sauðárkróki Verslunin Túngata 1, Siglufirði K.E.A., Akureyri Markaðurinn, Akureyri K.Þ., Húsavik Verslunin Túngata 15, Seyðisfirði Kaupfélagið Fram, Neskaupstað Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Ármúla 5. Reykjavik sími 86020

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.