Vísir - 12.11.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 12.11.1977, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. nóvember 1977 15 Um helgina verða úrslit rúðin í Reykjavík: Örlaggríkasta próf- kjör Alþýðuflokksíns Elías Snœland Jónsson, blaðamaður, skrifar um Þá er komið að úrslitastundu i margumtöluðu prófkjöri Alþýðuflokksins i Reykjavik, þar sem tveir alþingismenn — annar þar að auki formaður flokksins — berjast fyrir póli- tisku lifisinu. tlrslit þess hildar- leiks munu liggja fyrir aðfara- nótt mánudagsins, en um áhrif átakanna á Alþýðuflokkinn i framtiðinni þora fáir að spá, enda munu þau ekki koma end- aniega i ljós fyrr en frá liður. Enginn þarf að efast um, að þetta prófkjör verður mun af- drifarikara fyrir Alþýðuflokk- inn en þau, sem þegar hafa ver- ið haldin á hans vegum — og skildu þau þó flest eftir ýmis ógróin sár. Það, sem fyrst og fremst gerir prófkjörið i Reykjavik svo mikilvægt, er sú staðreynd, að formaður Alþýðu- flokksins, Benedikt Gröndal, hefur ákveðið að leggja póli- tiska framtið sina að veði. Það gerði hann með þvi að bjóða sig eingöngu fram i fyrsta sætið. Hljóti hann ekki það sæti mun hann ekki bjóða sig fram fyrir flokkinn við næstu þingkosning- ar. Þótt þetta liggi fyrir leggur hins vegar annar þingmað- ur flokksins, Eggert G. Þor- steinsson, meginaherslu á að ná fyrsta sætinu og ýta Benedikt til hliðar. Sex frambjóðendur i prófkjörinu er kosið um menn i þrjú efstu sætin á fram- boðslista flokksins viö næstu Alþingiskosningar. Frambjóð- endur eru sex, og bjóða þeir sig fram i mismunandi sæti, eins og skýrt kemur fram á sýnishorn- inu af kjörseðlinum, sem fylgir þessari grein. Frambjóðendurnir eru flestir landsþekktir, og þvi ekki þörf á að segja itarlega deili á þeim hér. Benedikt Gröndal.sem tók við formennsku i Alþýðuflokknum haustið 1974, er þekktur bæði sem blaðamaður og alþingis- maður, en hann hefur setið á þingi ýmist sem kjörinn þing- maður eða uppbótaþingmaður sinan 1956. Stuðningsmenn hans leggja mikla áherslu á, að það kunni að verða rothögg fyrir Alþýðu- flokkinn ef formaður hans verði felldur i Reykjavik. Einnig hampa þeir þvi mjög, að Bene- dikt hafi beitt sér fyrir nýjum og opnari vinnubrögðum innan flokksins siðan hann tók við for- mennskunni og mikilvægt sé, að hann fái að halda þvi starfi áfram. Eggert G. Þorsteinsson hefui* setið á Alþingi siðan 1953, og gegndi um nokkurra ára skeið Benedikt Braui ráðherraembætti i Viðreisnar- stjórninni. Hann er múrari að mennt og var lengi virkur i verkalýðshreyfingunni og einn helsti forsvarsmaður Alþýðu- flokksins þar. Eggert býður sig bæði fram i fyrsta og annað sætið, en stuðn- ingsmenn hans leggja nú meg- ináherslu á að kjósa hann i fyrsta sætið. Sú staðreynd, að hann hefur þannig farið fram á móti formanni flokksins, hefur skapað mun meiri spennu i prófkjörinu en ella hefði orðið og gert átökin harðari. Ljóst er, að Eggert berst nú fyrir póli- tisku lifi sinu engu siður en Benedikt. Hann hefur þó ekki lagt allt undir i baráttunni um fyrsta sætið, heldur einnig gefið kost á sér i annað sætið á listan- um. Vilmundur Gylfason, mennta- skólakennari, býður sig nú i fyrsta sinn fram á sviði stjórn- málanna, þótt hann hafi auðvit- að verið tengdur Alþýðuflokkn- um. Hann var lengi i vafa um, hvort hann ætti einungis að fara i annað sætið, en ákvað að lok- um að fara einnig i fyrsta sætið. Mun áeggjan úr föðurgarði hafa ráðið þar miklu um. í reynd stefnir Vilmundur á annað sæt- ið. Vilmundur hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir haröorða gagnrýni á „kerfið og spillinguna”, eins og það er stundum orðað, og vafa- laust aflað sér fylgis af þeim sökum. Hann er hins vegar af þessum sökum mjög umdeildur innan flokksins, eins og við er að búast. Eggert Jóhanna Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastofnunar rikisins, hefur um árabil verið meöal forystu- manna Alþýðuflokksins i Reykjavik, og var t.d. lengi for- maður flokksfélagsins. Hann hefur einnig átt sæti á fram- boðslistum flokksins við undan- farnar kosningar, og var i þriðja sætinu 1971, en i einu af neðstu sætunum 1974. Hann býður sig nú fram i öll þrjú sætin, og að sögn stefnir hann fyrst og fremst á þriðja sæti listans. Bragi Jósepsson, námsráð- g'jafi, býður sig fram i 2. og 3. sæti, og stefnir að þvi að ná þriðja sætinu. Hann bauð sig einnig fram i prófkjÖFÍnu vegna borgarstjórnarkosninganna og þá i fyrsta sæti, en náði ekki kjöri. Bragi hefur um nokkura hrið átt i frægri baráttu við „kerfið” og var aðalhvatamað- ur að stofnun „Islenskrar réttarverndar”, sem hann er formaður fyrir. Hann var áður i Siguröur Vilmundur SFV og m.a. i framboði fyrir þann flokk, en gekk til liðs við Alþýðuflokkinn fyrir siðustu kosningar og hefur starfað þar siðan. Jóhanna Sigurðardóttir gefur kost á sér i þriðja sætið og er eina konan, sem tekur þátt i prófkjörinu. Má ætla, að það verði henni til nokkurs stuðn- ings i baráttunni um þriðja sæt- ið við þá Braga og Sigurð, þótt hins vegar sé langt frá þvi, að Alþýðuflokkskonur standi ein- huga á bak við framboö hennar. Jóhanna er af þekktri „Alþýðu- flokksætt” — dóttir Sigurðar Ingimundarsonar fyrrum þing- manns flokksins — og hefur nokkuð starfað að verkalýös- málum innan VR. Þetta eru frambjóðendurnir, en hverjir þeirra verða útvaldir nú um helgina er ógerlegt um að segja. Synishorn af kjörseðli viö profkjör Alþýðuf lokksins til Alþingis- kosninga i Reykjavík 12. og 13. nóvember 1977 ATIUUID I Kjia..,«.! euin IidmbjnAenda 1 hverl uni J öheimili er að kjou afira en þa xm 1 frambnfi eru 1 UH. 1 i l Bened'k, Crond*. G Br.S, JOWpíWn Br^, JOMPUOfl ’ UrY'níwn □ E##TjULcn £ • ^jvrfiv^t S fiuti Y(Ufcjnnl)fim Sýnishorn af kjörseðlinum i prófkjöri Alþýðuflokksins nú um helgina. Kjörstaðir og Kosningaskrifstofur Atkvæðagreiðslan hefst klukkan eitt i dag og stendur tii kl. 19, og svo á morgun frá kl. 10 til 19. Strax að atkvæðagreiðslu lokinni verður kjörkössunum safnað saman og siðan hefst talning. Tilkynnt verður um stöðuna i talningunni við og við i Kristalssal Hótel Loftleiða á sunnudagskvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Kjörstaðir eru fjórir: Drafn- arfell 2-4 fyrir Breiðholtið, Fáksheimilið fyrir Árbæjar- hverfi, Fossvog, Smáibúða- hverfi og Bústaðahverfi að Grensásvegi að vestan og Miklubraut að norðan, Siðu- múla 37, 1. hæð, fyrir svæðið norðan Miklubrautar að Snorra- braut ásamt Hliða-, Háaleitis- og Hvassaleitishverfi, og Iðnó, uppi, fyrir allt svæðið vestan Snorrabrautar aö Seltjarnar- neskaupstað. Allir frambjóðendur hafa kosningaskrifstofur um helgina. Benedikt i kaffiteriunni i Glæsibæ, simar 84463, 84497 og 85427, Bragii Breiðfirðingabúð, simar 82058, 29102 og 85698, Eggert að Grensásvegi 22-24, simar 83912, 82653 og 83054, Jóhanna að Kleppsvegi 33, 4. hæð, simi 38383, Sigurður að Seljabraut 54 i Breiðholti, og Vilmundur að Garðastræti 2, Simar 29136 og 29145. Frambjóðendur hafa yfirleitt sent frá sér dreifibréf af ýmsu tagi, og stuðningsmenn Bene- dikts gáfu i gær út átta siðna blað i dagblaðsbroti. —ESJ HAUSTHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS1977 ' 10 vinningar: HITACHI LITSJÓNVARPSTÆKI Verömæti samtals kr. 2.500.000,- Afgreiðslan er í Sjálfstœðishúsinu Háaleitisbraut 1. Opið frá kl. 9-22 SÆKJUM DREGIÐ I KVOLD SENDUM Hringið í síma 82900 og greiðsla verður sótt heim ef óskað er. IlÍIFHÐ er eehkijr og í JOKER gengur það sinn vanagang I leiktœkjasalnum Grensásvegi 7 fjöldinn allur af leiktœkjum sem stytta stundirnar M.a. Alls konar kúluspil, boxtæki, körfuboltatæki, vél- byssa, riffill, loftvarnarbyssa, karatetæki, gjafmildur fíll, þyrla og m.fl. Gos og sælgæti Lítið inn Opið alla daga frá kl. 12-23.30 Leiktœkjasalurinn Grensásvegi 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.