Vísir - 12.11.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 12.11.1977, Blaðsíða 3
*r s:< VISIR Laugardagur 12. nóvember 1977 Pétur Sveinbjarnarson og Hjalti Geir Kristjánsson á fundi með fréttamönnum i gær. (Visism. JEG) A iðnkynningarári var um 8 milljdnum króna til sjónvarps- auglýsinga og voru birtar 68 aug- lýsingar i sjónvarpi. íslensk iðn- kynning hafði milligöngu um kynningu islenskra iðnfyrirtækja ifjölmiðlum og fyrir þess tilstilli var starfsemi 120 iðnfyrirtækja kynnt. Auk þess fór fram marg- þætt útgáfustarfsemi á vegum is- lenskrar iönkynningar. Hjalti Geir Kristjánsson sagði að án atbeina fjölmiðla hefði ekki náðst jafngóður árangur og raun ber vitni og aldrei áður hefði ver- ið fjallað jafnmikiö um málefni iðnaðarins. Iðnkynningarári lauk með viðamikilli iðnkynningu I Reykja- vik sem fór fram samtimis á fimm stöðum i borginni og sóttu hana 80.600 manns. Athyglisverðar kannan- ir Islensk iðnkynning samdi við Hagvang hf. um að fylgjast með þeim áhrifum, sem iönkynningin hafði, bæði hvað varðar viðhorf almennings gagnvart islenskum iðnaði og breytingum á innkaup- um fólks. 1 heildarniðurstöðum þeirra skoðanakannana sem Hagvangur framkvæmdi kemur fram, að tek- ist hefur aö auka vitneskju fólks og breyta viðhorfum almennings til islenskra iðnaðarvara. Sem dæmi má nefna, að i sam- bandi við kaup á Islenskum iön- varningi telja nú 46% aðspuröra að fólk hafi i huga þjóðarhag, gjaldeyrissparnað, tryggingu at- vinnu og fleira, er það gerir inn- kaup sln. Við fyrstu könnun voru aðeins 16% sem höfðu leitt hug- ann að þessu. Þá telja 91% þeirra sem spurðir voru að Islensk iðn- kynning hafi haft jákvæð áhrif. I lok þessa mánaðar koma aðil- ar iönaðarins saman til aö meta stöðuna tilframbúðar. ÞeirHjalti Geir og Haukur Björnsson sögðu að nú þyrfti að -vinna meira að innri málum iðnaöarins, til dæm- is varðandi aukna menntun iðn- verkafólks, bæta hönnun og efla Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Kostnaður Islenskrar iðnkynn- ingar við iðnkynningarárið nem- ur um 30 milljónum króna. Ekki liggur fyrir kostnaður einstakra bæjarfélaga eða fyrirtækja, en þó er vitað aö þær 43 milljónir sem Reykjavikurborg lagði fram viö iðnkynningar I borginni skiluðu sér til baka I aðgangseyri og fleiru. — SG Siglufirði 6 Kvenfélagið Von Siglufirði á 60 ára afmæli um þessar mundir 1 þvi tilefni heldur félagið afmælis- fagnað með hátiðarfundi á morg- un sunnudag sem eingöngu er fyrir núverandi og fyrrverandi félagskonur. Einnig verður haid- in sýning á verkum félagskvenna sem unnin hafa veriö á námskeið- um. A sýningunni verður einnig brugðiö upp svipmyndum úr sögu félagsins I máli og myndum. Félagið var stofnað 13. nóv. 1917 og voru félagskonur þá 48. Fyrsti formaður var frú Indlana Pétursdóttir Tynes. Félagið hefur frá stofnun beint starfsemi sinni að mannúðar- og líknarmálum og stutt ýmis konar framfaramál I bænum. 1 mörg ár starfrækti fólagiö barnaheimili yfir sumar- . tlmann og byggöi hús yfir þá starfsemi innan við bæinn. Félagið hefur staðið fyrir margskonar námsskeiðum fyrir konur I bænum, gefið út skrifað blaö á timabili, safnað fé til elliheimilis- og sjúkrahússbygg- ingar. Strókar stofna tafl félag ó Seltiarnarnesi Stofnað hefur verið taflfélag á Seltjarnarnesi, og er Garöar Guðmundsson formaður þess. Nokkrir strákar I Valhúsa- skóla áttu frumkvæði að stofnun félagsins en fengu til þess að- stoð frá Skáksambandi Islands. I stjórn eru auk Garðars þeir Gylfi Gylfason, varaformaður, Sólmundur Kristjánsson, gjald- keri, Bjarni Alfþórsson, ritari, og Marinó Njálsson, spjald- skrárritari, en Varamenn eru Guðmundur Sigurbjörnsson og Jón 0. Sólnes. —ESJ. Áœtlunorflug liggur niðri til Bíldudals Ekkert áætlunarflug er nú hingað til Kildudals og er það mjög bagalegt. Forráðamenn Vængja segja að flugvöllurinn hafi verið mældur niður i 460 metra lengd, en er 55 metrar. Vængir geta því ekki lent hér á þeirri vél sem þeir nota núna og tekur 19 farþega. Að visu getur flugvélin lent en þá aðeins með fjóra farþega inna- borðs og það samrýmist ekki þeirra áætlun. Samkvæmt upplýsingum sem sveitarstjórinn fékk hjá Vængjum þá er minni flugvél þeirra i viðgerð erlendis og var áætlað að sú viðgerð tæki sex til niu vikur. Vænglr eiga að vera með áætl- unarflug hingað tvisvar i viku. Meðan að allt flug lá niðri hjá þeim I sumar sendu þeir hingað litlar leiguvélar annað slagið með farþega en enga fragt. Leiguflugvélar frá Flugskóla Helga Jónssonar hafa komið hingað daglega að undanförnu og það hefur bjargað miklu. Þessa þjónustu hefur Helgi verið með um árabil og á miklar þakkir skildar. Þegaralltlá niðri hjá Vængjum i sumar óskaði hreppsnefndin eft- ir því við Flugfélag Islands að það tæki upp aftur þá þjónustu sem var áður en Vængir hófu flug hingað, en þar var um að ræða áætlunarferðir með bllum milli Bildudals og flugvallarins á Patreksfirði. Þessar ferðir voru þrisvar I viku. Svar hefur ekki borist og ástandið er mjög slæmt varðandi flugsamgöngur sem stendur. _HF/—SG Frú Indlana Pétursdóttir Tynes fyrsti formaður kvenfélagsins Vonar Siglufirði. Arlega heldur félagið skemmt- un fyrir eldra fólkið og gleður sjúklinga á sjúkrahúsinu með jólagjöfum. Félagskonur eru nú 116. For- maður félagsins er frú Erla Eymundsdóttir. — ÞRJ, Siglufirði — KS. BAHAMAKYNNING Á HÓTEL LOFTLEIÐUM ar á vegum Flugleiða. Kynning- arvikan hófst i gær og stendur til 15. þ.m. Verða á boðstólum þann tima réttir frá Bahamaeyjum. Hljómsveitin hefur verið á ferðalagi um Evrópu en fer héð- an til Bahama. —K.S. „Count Bernadino” leika fyrir fréttamenn. ,,Lét mig ekki dreyma um að það væri svona kalt hérna”, sagði stáltunnuleikari hljómsveitarinnar ,,Count Bernadino” frá Bahamaeyjum i sam- tali við Visi. Hljómsveitin kom hingað til lands i fyrradag og mun leika I Vfkingasal á Hótel Loftleiðum á kynningarviku um Bahamaeyj- Bílmotta sem heldur þurru og hreinu jHvernig er það nú hægt? Jú — í vætu og snjó lætur þú hliðina með Ikantinum snúa upp. Vatnið safnast í botninn á mottunni en skórnir| Ihvíla þurrir á upphleyptu munstrinu. Heilt úr eftir þörfum. ] i þurrkatíð lætur þú hina hliðina snúa uppog sandur og aur, sem berst | linn í bílinn safnast í vöfflumunstraðan botn mottunnar. jstærðir: 40 x 51 cm og 46 x 57 cm. Margir litir. IFást á bensínstöðvum Shell. Olíufélagið Skeljungur hf II

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.