Vísir - 14.11.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 14.11.1977, Blaðsíða 5
* >• VISIB Mánudagur 14. nóvember 1977 BMW '70 Drapplitaður toppbill. Verð 1200 þús Cortina '69, vél ekin, 25 þús. km. Verö 420 þús Land ltover '62 Diesel. Góöur bill. Verö ca 500 þús Mercedes Benz 6 cyl. vökvastýri árg. '67. Verð fiOO þús. Okkur vantar allar tegundir bifreiöa á söluskrá, komiöog látiðokkur verðleggja fyrir ykkur bilana Höfundurinn með ieið 12 I bak sýn Mikil sala góð þjónusta Opið alla daga vikunnar frá 8-8, laugardaga og sunnudaga. Utanbœjarmenn! Athugið opið á sunnudögum hetju og beina samúðarfullri at- hygli að fánýtu brölti hans. Bestu sprettir bókarinnar finn- ast mér þar sem höfundi tekst að gera hversdagsleikann áþreifanlegan með öllum sinum skipafréttum, „daglega máli” og tilkynningum. Hafliði er fim- ur að henda á lofti klisjur og koma upp um þær með þvi að beita þeim óvænt. Dæmi: „Hann var að horfa "á klóakið og reyndi að gera sér grein fyrir þvi hversu mörg tonn færu í sjó- in á ársgrundvelli”. Sömuleiðis er ljóst að höfund- ur hefur prýðilegt næmi á húmorinn í mannlegum sam- skiptum eins og til aö mynda á rakarastofunni þar sem rakar- inn og kaupsýslumaðurinn eru að tala um hvort betra sé að fjárfesta i steinsteypu eða rikis- skuldabréfum: „Rakarinn tor- tryggöi skuldabréfin og hélt þvi fram að þau væru húmbúkk. Rikið gæti aldrei endurgreitt þau. Kaupsýslumaðurinn var ekki sammála, enda búinn að kaupa fyrir fjórar, en rakarinn stakk þá bara höfði mannsins ofan i vask og hamaðist með vatnssprautu á honum”. leika sem stendur honum næst og reynir að koma orðum aö hversdagslegu borgarlifi og yrkir þar með akur sem lengi hefur staðið afskiptur i Islensk- um bókmenntum. Hlemmur — Fell, felst að minu mati I viðfangsefni hennar: hversdagslegu borgarlifi. Nú eru borgarlifsbókmenntir auð- vitað ekki nýjar af nálinni á ís- landi, þótt eðlilega séum við þar fátækari en gamalgrónar borgarþjóðir. Tómasi Guð- mundssyni tókst til dæmis að snúa Reykjavik yfir á ljóðmál og landnámsmenn Reykjavikur þvi i vissum skilning tveir: Ingólfur I landfræöilegu tilliti og Tómas i ljóðfræðilegu. Samt er þaö nú svo að islenskt borgar- fólk hefur hingað til veriö mótað meir af sveitalifi en borgar og bókmenntir okkar átt hrað- brautir um tilfinningasvið sem lúta að sveit á meðan borgarlif- iö hefur mátt una við þennan al- ræmda „ys og þys”. Hreinræktuð borgarkyn slóð Einmitt núna er komin á legg hreinræktuð Islensk borgarkyn- slóð og er það lítiö afrek út af fyrir sig. Leið 12 ber vitni þess- ari staðreynd. Strætisvagnar, biðskýli og danshús skipa hér jafn-eölilegan sess og hestarnir, presturinn og kirkjan i sveita- lifsbókmenntunum fyrrum. Hér er lika komin til sögunnar ákveöin borgartilfinning eða lifsmunstur sprottið úr borgar- jarðvegi, ákveðin áttleysa, rót- leysi og framandleiki sem heyr- ir til hverri sæmilegri borg. Sjálf sagan er býsna venju- leg: Þorlákursem stendur á tvi- tugu flyst að heiman i krafti happadrættisvinnings og fer að búa I húsi afa sins sáluga vestur i bæ. Um Þorlák þennan er ekk- ert sérstakt, hann er „venjuleg- ur asni” sem lætur berast frum- kvæðislitið með straumnum, kemst upp á kvenmann á blað- siðu 44, á fast fjötiu blaðsiðum seinna og sýnir einhver sporða- köst um það bil sem handjárn- um hjónabandsins er smeygt á hann, en það eru lika dauða kippirni^ framundan er beinn og breiöur vegur I Breiöholtið, sem i sögunni stendur fyrir einskon- ar kviksetningarkirkjugarð. Hroðvirknislega unnin Gallar bókrinnar eru afturá- móti augljósir. Hún er hroð- virknislega unnin og úrvinnsla öll i skötuliki. Veigamesti gall- inn er þó að sjónarhorn bókar- innar takmarkast viö Þorlák: smáborgara á krossgötum og fyrir bragðiö verður sagan of yfirboröskennd og frásögnin langdregin: klifað er á sömu atriðunum aftur og aftur. Dæmi um þröngt sjónarhorn er sú ein- hæfa útreið sem kvenfólk fær i bókinni. Það skiptist I grófum dráttum i þær sem liggja á gólf- inu og hinar sem liggja upp I loft. Lagskona Þorláks ógnar þessu mynstri og birtist sem einskonar vampira sem klófest- ir Þorlák til að lifa snikjulifi á honum og vandræði söguhetj- unnar ekki litil aö stúlkan skuli ekki leysast upp I hvert skipti og hann hefur linað á spennunni. Hvað sem segja má um tök Hafliða á viðfangsefninu, þá fer ekki á milli mála að Leið 12 flyt- ur með sér nýjabrum sem fleyt- ir henni yfir mörg þau sker sem frumsmiðum hættir til að stranda á. Mest er um vert að höfundur tekst á við þann veru- Bahamakynning 10.-16. nóvember I samvinnu við Flugleiðir hf. efnir Hótel Loftleiðir til Bahama- kynningar í hótelinu dagana 10. - 16. nóvember n.k. Framreiddur verður þjóðarréttur Bahamabúa, Conch fritters (skelfiskur). Hin víðkunna hljómsveit Count Bernadion kom beint frá Bahamaeyjum til þátttöku í þessari kynningu. Hljómsveitin flytur fjörug og fjölbreytt skemmtiatriði af þeim léttleika og lífsgleði, sem einkennir íbúa Karabísku eyjanna. Vinningur: Flugfartil Bahamaeyja fyrir tvo. Matarmiði gildir sem happadrættismiði. Vinningurinn.flugfar til Bahamaeyja fyrir tvo verður dreginn út 21. nóvember n.k. Spariklæðnaður Borðpantanir hjá veitingastjóra í síma 22321 Prýöilegt næmi á húmor inn HOTEL LOFTLEIÐIR Höfundi tekst að gera úr Þor- láki þessum býsna átakanlega Höfóatuni 10 s.18881&18870

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.