Vísir - 14.11.1977, Blaðsíða 32

Vísir - 14.11.1977, Blaðsíða 32
VÍSIR Mánudagur 14. nóvember 1977 ðÉ SANYO 20" litsjónvarpstœki fró ^ími 86611 YjHÍW '“3 ™ ■ ■ Opiö virka daga tii kl. 25 GUNNARI ASGEIRSSYNI er vinningurinn I Sunnudaga kl. 18-25 smáaugiýsingahappdrœtti Visis. DREGIÐ 21 NGV. 22.00 Umfangsmikil leit að báti með þrem mðnnum í ísafjarðardjúpi: Bátnum hvolfdi en mennirnir héngu á honum í fimm tíma Leitað var í alla nótt að gúmmíbét með þremur mönnum innanborðs. Fannst báturinn og mennirnir heilir á húfi rétt fyrir klukkan átta í morgun. Höfðu þeir þá komistá kjöl og legið þar í fimm tíma. Mennirnir, tveir frá Bolung- arvik og einn frá Æðey, lögðu af stað frá Æðey um klukkan tiu i gærkvöldi og áætluðu að vera komnir til Bolungarvikur um klukkan 11. Voru þeir á gúmmi- bát með utanborðsmótor. Þeirra var fljótlega saknað og voru björgunarsveitir við ísa- fjarðardjúp kallaðar út til leit- ar. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Þórðarsonar formanns björgunarsveitarinnar i Súða- vik, heyrðu leitarmenn sem staddir voru við Eyri i Seyðis- firði snemma i morgun, menn kalla. Reyndust það menn þeir, sem saknað var. Vélbáturinn Hugrún frá Bol- ungarvik fór þá þegar á vett- vang og fann mennina rétt fyrir klukkan átta i morgun. Mótor- inn i gúmmibátnum hafði bilað fljótlega eftir brottför en mennirnir reyndu lengi að halda bátnum á réttum kili. Honum hvolfdi þó og lentu mennirnir i sjónum, en komust upp á bátinn og höfðust mennirnir þrir við á kilinum i fimm tima eða þar til þeir fundust. Voru þeir þá við Traðarsker i Seyðisfirði. Mennirnir voru furðu vel á sig komnir þrátt fyrir volkið. Veður á þessum slóðum var leiðinlegt, hvasst og um 4ra stiga frost. Skipstjóri á Hugrúnu er t3uðjón Kristjánsson. —EA/FH, Súðavik 71 árs gömul kona lést í um- ferðarslysi Sjötiu og eins árs gömul kona lést i umfcrðarslysi á Akureyri á laugardagskvöld. Hún hét Helga Sigurjónsdótt- ir, til heimilis að Lyngholti 1, Akurcyri. Slysið varð á mótum Höfða- hliðar og Hörgárbrautar rétt fyrir klukkan hálf tólf á laugardagskvöld. Helga heitin var að fara yfir götuna er hún varð fyrir bfl sem kom sunnan eftir götunni. Hún mun hafa verið látin er komið var með hana á sjúkrahúsið á Akur- eyri. —EA Haraldur talinn af Báturinn Ilaraldur SH 123 er nú talinn af. Með honum fórust tveir menn. Bragi Þór Magnússon fæddur 1949, lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn og Benedikt Gunnlaugs- son fæddur 1943, lætur eftir sig eiginkonu, eitt barn og þrjú uppkomin stjúpbörn. Þeir voru báðir búsettir á Grundarfirði. —EA BSRB-fólk samþykkti Hinir nýju kjarasamningar BSRB og rikisins voru sam- þykktir með talsveröum meiri- hluta atkvæða i kosningunni um þá sem fóru fram um helgina. Á kjörskra voru 9000 banda- lagsmenn og um 6050 þeirra greiddu atkvæði eða 67%. Búið er að telja öll atkvæði nema um 100, sem ekki hafa náðst inn vegna slæms simasambands. „Já” við samningunum sögðu 4488 eða 75%, „Nei” sögöu 1132 eða 19%, auðir seðlar voru 330 eða 5.5% og ógildir voru 8. ,,Það sem nú gerist” sagði Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri BSRB i morgun, „er að á næstu 45 dögum eiga sér stað viðræöur milli aðila frá fjármálaráðuneytinu og rikis- starfsmannafélaganna um sér- kjarasamninga, og hafi þéir ekki komist að samkomulagi fyrir þann tima, fer málið fyrir dómstól sem heitir Kjaranefnd. Kjaranefnd skilar siðan úr- skurði sinum eftir aðra 45 daga, sem veröur um miðjan febrú- ar”. ga Ófœrt é flesta staði í innanlandsflugi „Það er fljótt sagt, það var ekkertflogið I gær vegna veðurs og dtlitið ekki bjart fyrir daginn I dag”, sagði Pétur Maack, af- greiðslustjóri I innanlandsflugi hjá Flugleiðum, I samtali við VIsi i morgun. Færtvar til Vestmannaeyja I morgun en ófært til Norður- og Austurlands, allt frá Akureyri að Hornafirði. Ekki hafði heyrst frá Isafirði en trúlega verður ekki flogiö þangað i dag. Hins vegar sagði Pétur Maack að flogið yrði til Færeyja I dag, en þangað hefur verið ófært siðan á fimmtudag i siðustu viku. Hjá Vængjum fékk blaðið þær upplýsingar hjá Jónasi Sigurös- syni að flogið hefði verið til Blönduóss i gær en i dag væri eingöngu áætlað að fljúgá á Stykkishólm og Rif. Litlar Hkur væri til þessað flogið yrði á aðra staði. —SK Dreifðu 80 tonnum af saltii Borgarbúar fengu I morgun að njóta þeirrar þjónustu, sem gatnamálastjóri lofaði ef þeir hættu að aka um götur borgar- innar á nagladekkjum. Þegarmennkomu á fætur var snjór yfir öllu, en búið var að saltbera göturnar þannig að akstur og umferð gekk mjög vel. Var búið að dreifa salti yfir allar götur nema minni umferð- argötur og staði þar sem litil umferð er. Samkvæmt upplýsingum sem Visir fékk hjá gatnamáladeild, voru þrir bilar komnir af stað með salt klukkan fjögur i nótt,, og voru þeir búnir að bera á all- ar helstu götur þrem timum sið- ar. Voru það götur sem vagnar SVR aka um, svo og allar helstu tengibrautir i borginni. Voru borin áttatiu tonn af salti á göt- urnará þessum þrem timum, en það er óvenju mikið enda að- stæður slæmar — þykkur is yfir öllu og snjór ofan á. — klp Undanþógu lofað, en... Þaö er kerf ið sem ræð- ur, en ekki ráðuneyti eða önnur yfirvöld. Kerfið krefst þess skákmeistar- arnir Hort og Spassky greiði samtals900 þúsund í skatta hér þótt fjár- málaráðuneytið hafi gef- ið skriflegt vilyrði fyrir niðurfellingu skatta áður en einvígi þeirra hófst siðast liðinn hefur. Kerfíð heimtar skatt af Spassky og Hortl Fyrir skömmu barst Skák- sambandinu skattseðlar fyrir þá Hort og Spassky. Samkvæmt þeim á Hort að greiða um 400 þúsund krónur i skatta vegna verðlaunanna sem hann fékk hér og Spassky á að greiða 500 þúsund. „Mér finnst þetta einkennileg sending. Áður en einvigið hófst gaf fjármálaráðuneytið okkur skriflegt vilyrði um að verð- launin skyldu undanþegin skatti og borgarráö gaf undanþágu á útsvari”, sagði Einar S. Einars- son, forseti Skáksambandsins, i samtali við Visi i morgun. Hann sagði að loforð borgar- ráðs hefði staðið og ekkert út- svar lagt á skákmeistarana. Hins vegar leggur rikið á þá tekjuskatt hvað sem ráðuneyt- isbréfi liður. „Að sjálfsögðu munum við krefjast þess að staðið verði við þetta fyrirheit”, sagði Einar. Verðlaun Spassky námu um 1,5 milljónum króna en Hort fékk um 1,2 milljónir króna i einn hlut. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.