Vísir - 14.11.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 14.11.1977, Blaðsíða 1
Mánudagur 14. nóvember 1977 — 281. tbl. 67. árg. Sími Visis er 86611 5491 tók þótt í próf kjörs Alþýðu- flokksins um helgina: VILM UNDUR OG BlNí- DIKT FELLDU EGGERT Benedikt Gröndal var kjörinn i fyrsta sætið Vilmundur Gylfason i annað sætið og Jóhanna Sigurðar- dóttir i þriðja sætið i prófkjöri Alþýðu- flokksins i Reykjavik um helgina. Eggert G. Þorsteinsson alþingis- maður náði hvorki kjöri í fyrsta né annað sætið. Fyrstu tölur voru birtar um kl. 23 i gærkvöldi og héldust þau hlutföll á milli manna sem þá komu fram, allan timann. Tölur voru tilkynntar I Kristalsal Hót- el Loftleiða að viðstöddu fjöl- menni og komu sigurvegararnir Benediktog Vilmundur, þangað um tólfleytið og var vel fagnað. Endanleg úrslit urðu sem hér segir: Alls kusu 5491, eða 1444 fleiri en kusu flokkinn i siðustu al- þingiskosningum i Reykjavik. Aukningin nemur 35.7%. Ógild atkvæði voru 410, yfir- leitt vegna þess að ekki var kos- ið I öll þrjú sætin. Gild atkvæði voru þvi 5081. Af þessum gildu atkvæðum hlutu i fyrsta sæti: Benedikt Gröndal 2.443 eða 48.1%, Eggert G. Þorsteinsson 1.355 eða 26.7%. Vílmundur Gylfason 1214 eða 23,9% Sig- urður E. Guðmundsson 69 eða 1,3%. Atkvæðin i annað sætið skipt- ust þannig: Vilmundur Gylfason 2.586 eða 50.9% Sigurður E. Guðmunds- son 942 eða 18.5% Bragi Jósefs- son 777 eða 15.3%. Eggert G. Þorsteinsson 776 eða 15.3%. Vilmundur hlaut sameigin- lega 11. og 2. sætið 3.800 atkvæöi eða eða 74.8% en Eggert 2.131 atkvæði. Atkvæði i 3. sætið: Jóhanna Sigurðardóttir 2.995 eða 58.9% Bragi Jósefsson 1.184 eða 23.3% Sigurður E. Guð- mundsson 902 eða 17.8% Bragi hlaut sameiginlega i 2. og 3. sætið 1.961 atkvæði og Sig- urður E. Guðmundsson hlaut sameiginlega i öll þrjú sætin 1.913 atkvæði. — ESJ Benedikt Gröndal fagnar sigri i nótt. Ljósmynd: Axel „Heldur blouf víst" — sagði einn mannanna, sem hröktust ó gúmbóti í ísafjarðardjúpi í nótt „Þetta var heldur blaut vist, þvi að við fórum allir i sjóinn”, sagði Sigurður Egg- ertsson, einn bátsverja á gúmmibátnum frá Æðey, sem hvolfdi i nótt vestur i ísafjarð- ardjúpi, þegar Visir náði tali af honum um borð i Hugrúnu frá Bol- ungarvik i morgun. Sigurðursagði að með honum hefðu verið á bátnum beir Guð- jón Haröarson og Jónas Helga- son. Þeir félagarnir voru búnir aö hanga á bátnum i tæpa fimm tima áður en þeim var bjargað laust fyrir kl. 8 i morgun. Sagði Sigurður að það heföi gengið ágætlega, en vistin hefði verið slæm. Leiðindaveðurhefði verið og gekk sjór yfir þá annað slag- ið. ,,Það hvarflaði ekkert að okk- ur að við værum i lifshættu. Við bjuggumst við að okkur mundi reka á land fyrr eða siðar. Þeg- ar bátnum hvolfdi i nótt, fórum við allir i sjóinn, en náðum strax taki á bátnum. Viö erum allir við sæmilega heilsu og þökkum við það fyrst ogfremstþvi aðvið vorum ailir vel klæddir”. Tveir mannanna eru 23ja ára gamlir, en sá þriðji um þritugt. Nánar segir frá leitinni á bak- siðu. SJ „Boðar nýja og betri tíð í Alþýðuflokknum" — sagði Vilmundur Gylfason um úrslitin í morgun ,,Þetta er traust borg- aranna við blaða- mennsku mína og við nýjan og betri Alþýðu- flokk”, sagði Vilmundur Gylfason, menntaskóla- kennari um úrslitin i morgun, „Næsta skref er að bregðast ekki borgurunum”. Vilmundur sagði, að sér hefði ekki komið á óvart hversu afger- andi úrslitin voru þegar ljóst varð á sunnudaginn hversu kjörsóknin var mikil. ;,Það er ekki nokkur vafi að þessiúrslitboða nýja og betritið i Alþyðuflokknum”, sagði hann. —ESJ r „Anœgjuleg úrslit fyrir marga aðila í Alþýðuflokknum” — sagði Benedikt „Kosningaúrslit hafa sjaldan verið jafn ánægjuleg fyrir jafn marga aðila i flokkiium”, sagði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, i ávarpi, sem hann flutti i nótt i Kristalsal Hótel Loftleiða þegar úrslit i prófkjöri Alþýðuflokksins voru Ijós. Benedikt þakkaði það traust, sem honum var sýnt i prófkjör- inu, og sagði að prófkjörs- baráttan hefði verið hörð en drengileg. Hann lét svo ummælt i lokin, að Alþýðuflokksmenn myndu halda stærri hátið að vori. —ESJ „Þetta þýðir kafla- skipti í lífi mínu" — sagði Eggert G. Þorsteinsson í morgun „Þessi úrslit þýða algjör kafla- skipti i lifi minu, sem horfast verður i augu við”, sagði Eggert G. Þorsteinsson, alþingismaður, I viðtali við Visi i morgun um úr- slitin i prófkjöri Alþýðuflokksins. Eggert sagði, að þessi úrslit hefðu að sjálfsögðu komið sér mjög á óvart. Aðspurður hvort hann myndi hætta stjórnmálaafskiptum við næstu þingkosningar, sagöi Egg- ert: „Ég vil engu um það spá svona i fljótu bragði. Það er hins vegar alveg augljóst mál, að ég verð ekki i framboði fyrir Alþýðu- flokkinn. Dómur er fallinn i þvi efni, og dómum ber að hlita. Engar aðrar hugmyndir eru uppi á þessu stigi málsins”. —ESJ. „Bjóst ekki við þessu" — segir Jóhanna Sigurðardóttir „Ég bjóst alls ekki við að fá svona mikið af at- kvæðum, en er auðvitað mjög ánægð og má vel við una”, sagði Jóhanna Sigurðardóttir- Er hún var spurð hvort konur hefðu einkum stutt hana, sagðist Jóhanna telja það ugglaust mætti reikna með þvi og svo frá fólki sem vildi fá brey tingu i flokknum. Atkvæðamagn bennar og Vil- mundar benti til þess. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.