Vísir - 14.11.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 14.11.1977, Blaðsíða 2
Mánudagur 14. nóvembcr 1977 VISIR c í Reykjavik ------y---- D Áttu erfitt með að vakna á morgnana i skamm- deginu? Hjörtur Guömundsson, leigubll- stjóri: Ég á mjög gott meö aö vakna þá. Kristinn Þórhallsson sölumaöur: Já, mjög erfitt, vildi helst breiöa upp yfir haus og sofa fram undir hádegi. Aöalheiöur Magnúsdóttir, skrif- stofustúlka: Nei, þaö er enginn vandi. Ég á yfirleitt gott meö aö vakna á morgnana. Birna ögmundsdóttir, húsmóöir: Já, svo sannarlega. Myrkriö hefur slæm áhrif á morgnana en ekkí á kvöldin. Willy Petersen, blikksmiöur:Nei, þaö gengur ágætlega. Ég er alltaf vaknaöur fyrir kl. sjö. Taka þótt í litríkum kennsluadferðum í Danmörku: KEI AÐ SÉI 4NA FÓLKI SKEMMTA SJÁLFT Tveir ungir íslendingar, Árni Pétur Guðjónsson og AAargrét Árnadóttir, starfa um þessar mundir með nýstárlegum leikhópi sem ferðast um Danmörku við miklar vinsældir. Leikhópurinn gengur undir nafninu Kraka og eru í honum auk þeirra Árna Péturs og AAargrétar þrír Danir. Þau hafa öll lokið 11 mánaða námi í leiklistar- kennslu, eða drama pædagogik, við Herning Höjskole í Danmörku, og voru þau fyrstu nemendurnir sem út- skrifast með þessa menntun í Danmörku. Kenna fólki að tjá sig Leikhópurinn kemur ekki fram i leikhúsum, heldur skól- um, á vinnustöðum og viðar. Þau klæðast marglitum bún- ingum og bera fyrirferðar- miklar hárkollur og skringi- legar grimur. t þessum búning- um ganga þau um á háum stult- um og blága i lúðra. Með þessu vilja þau breyta umhverfi sinu og gera það hlý- legra og manneskjulegra. Segj- ast þau vilja fá fólk til að upp- götva að i sameiningu geti það gert eitthvað fyrir umhverfi sitt. Þetta starf á að vera mótvægi við helstu skemmtanir nútim- ans, þar sem ekki er annars krafist. af fólki en þaö hlusti og horfi á. Á skemmtunum Kroku eru áhorfendur sjálfir þátttak- endur. Þau kenna fólki hvernig megi eyða fritimanum og gera lifið skemmtilegra. Leikhópurinn kemur með efn- ið og hugmyndirnar, en allir taka þátt i að búa til grimur, smiða frumstæð hljóðfæri, sauma búninga og semja litil ævintýri. Ahorfendum, ef það er rétta orðið, er skipt i hópa, sem siðan vinna hver að sinni smá- sýningu. I smábæjum og úthverfum Kraka-leik-hópurinn hefur aðallega starfað i smábæjum Danmerkur og úthverfum borga. Danska rikið styrkir starfsemina og einnig hafa sveitarfélögin greitt þeim laun. Nám i leiklistarkennslu var skipulagt af forystumönnum Danska áhugamannaleikhúss- ins og hefur það aðallega verið fólgið i námskeiðum hjá erlend- um og innlendum leikstjórum og leikhópum. Meðal annars hafa þeir komið frá Bandarikj- unum, Bretlandi og Argentinu. Kraka-hópnum var i sumar boðið til Sviþjóðar á leiklistar- hátið og tóku þau virkan þátt i hátiðinni. Einnig fóru þau til ítaliu i haust á leikhátið hins svokallaða Þriðja leikhúss, þar sem leikhópar voru saman komnir frá flestum löndum heims. í Danmörku hefur starf þeirra helst beinst að atvinnuleysingj- um, eldra fólki og unglingum, en einnig heimsóttu þau ferða- mannabæinn Vigsö. Þar vakti dvöl þeirra mikla ánægju og tókst þeim að kynna ferða- mennina hvern fyrir öðrum og fá þá til að skemmta sér saman. Arni Pétur og Margrét höfðu bæði stundað leiklistarnám áður en þau tóku þetta nýstárlega nám fyrir. Meðal annars hafði Árni Pétur verið eitt ár við nám i Konunglega leikhúsinu i Kaup- mannahöfn. Frá Herning Höj- skole útskrifuðust þau með kennaráréttindi. —SJ DJUPHAFSFISKURINN I FRAMSOKN Fulltrúaráö Framsóknarfé- laganna I Reykjavlk efndi til fundar s.I. fimmtudagskvöld, þar sem freista átti þess aö kveöa niöur prófkjörsupphlaup Kristjáns Friörikssonar, en hann tók sig til þvert ofan I vilja flokkseigenda, og safnaði til- skildum undirskriftum um á- skorun um prófkjör. Jafnframt hafa Framsóknarmenn sagt af þvisögurað Kristján byöi fólki I kvöldkaffi heim til sin, svona tuttugu manna hópum I einu, til aö undirbúa átökin I prófkjör- inn. Allt verkaði þetta eins og meiriháttar uppreisn gegn niðurrööuöu og frágengnu mannahaldi flokkseigendanna I Reykjavik, og þótti þeim súrt ef óbreyttur flokksþjónn ætlaöi aö gera allt vitlaust út af þeirri þráhyggju að koma hagkeöj- unni inn á Alþingi. Kristján Friöriksson mun hafa haft nokkrar áhyggjur af þvi aö meö fundinum I fulltrúa- ráöinu ætti aö beita hann ofbeldi og kúgun og þá, sem skrifuöu undir áskorun um prófkjör. En aögerðirnar sncrust I höndum flokkseigenda þannig', aö full- trúaráðiö samþvkkti prófkjör meö 84 atkvæöum gegn 14. Er þvi sýnt aö hagkeðjan fær sitt tækifæri, þótt eftir sé aö sjá hvað hún dregur langt viö að koma höfundi sinum, Kristjáni Friðrikssyni, I viðunandi sæti, þ.e. annað sætiö, á framboðs- lista flokksins I Reykjavlk. Helsti talsmaöurinn gegn prófkjörinu á fulltrúaráðs- fundinum var Eysteinn Jóns- son, fyrrverandi formaður flokksins. Hamaðist hann hvað eftir annað I ræðustól gegn þess- ari vitleysu og taldi prófkjörinu allt til foráttu. Eysteinn er af gamla skólanum og getur illa hugsað sér að fólk úti I bæ sé að ráðslaga meö fjöregg flokksins, I þessu tilfelli þá Þórarinn Þór- arinsson og Einar Agústsson. Þá mun hinum gamla fjármála- ráöherra þykja sem hagkeöjan veröi ekki til aö leysa úr bráöum efnahagsvanda, og heldur mun hann hafa Iltiö álit á Kristjáni Friörikssyni sem stjórnmála- manni. En verst mun honum þó þykja, aö meö prófkjörinu er veriö aö útsetja Þórarinn Þór- arinsson fyrir óþarfa hnjasl, en Þórarinn cr sá maður flokksins á þingi, sem úrræðamestur má kallast, og sér auk þess um samhengiö, sögulegt og per- sónulegt, sem Eysteinn ræktar Kristján Friöriksson ágætlega af þvl hann hefur ekki alveg sleppt hendinni af flokkn- um ennþá. Sem formaöur stjórnar SÍS heldur Eysteinn raunar hlut flokksins I hendi sér, og þess vegna viröist heilsusamlegt fyrir núverandi flokksforustu aö hlusta a.m.k. á ráöleggingar hans. Viö þau hug- renningaskipti er Þórarinn al- veg ómissandi maður. Prófkjör þýöir aftur á móti aö næstum er útilokað að Þórarinn nái kjöri I fyrsta sæti á listan- um. Siðast þegar prófkjör fór fram var Einar miklu hærri I fyrsta sætið, en hann gaf Þór- arni þaö eftir enda hefur Þórar- inn reynslu af þvi aö annað er aö ná til fólksins en vera kjörbarn flokksforustunnar. Slagurinn I fulltrúaráöinu snerist þvi aö mestum hluta um það lif Þórarins Þórarinssonar, sem flokkseigendafélagiö hefur taliö sina eign. Áttatiu og fjórir Evsteinn Jónsson dyggir flokksþjónar skyldu þetta ekki og þess vegna barðist Eysteinn fyrir daufum eyrum. Auk þess naut nú ekki Kristins við lengur, en hann hefur dregiö sig i hlé af heilsufarsástæðum. Hinar raunverulegu ástæður eru þó að likindum þær, að upp- lausnin, sem prófkjöriö hefur I för meö sér I svo agasömum flokki og Framsóknarflokkur- inn er, hefur ekki veriö Kristni aö skapi. Framundan er svo baráttan fyrir pólitisku lifi Þórarins Þór- árinssonar. Þótt pólitisk skrif hans i Timann bendi ekki til mikilla yfirburða, kann hann vel til verka I myrkum baksöl- um stjórnmálanna. Þar er hann eins og kunnur djúphafsfiskur með ljóstýru. Slíkir menn eru flokkum nauðsynlegir. Enginn veit þaðbetur en Eysteinn. Þess vegna styöjum viö Þórarinn i væntanlegu prófkjöri.Svarthöfði Þórarinn Þórarinsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.