Vísir - 14.11.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 14.11.1977, Blaðsíða 10
10 m Mánudagur 14. nóvember 1977 VTSTT? VÍSIR utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson(ábm) ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson Blaöamenn: Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Óskar Hafsteins- son, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Magnús Olafsson, Öli Tynes, Sigur- veig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson Ljósmyndir: Jón Einar Guðjónsson, Jens Alexandersson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla 8. Simar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2-4, Sími 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611, 7 línur. Sprungið bankakerfi Seðlabankinn hefur nú greint frá þvi, að afurðalána- kerfi atvinnuveganna sé sprungið. I september síðast- liðnum vantaði þannig þvi sem næst tvo og hálfan millj- arð króna til þess að innlánsbinding lánastofnana nægði til þess að standa undir endurkaupum á afurðavíxlum atvinnuveganna. Þó að þetta lánakerfi hafi frá öndverðu verið gallað á ýmsan hátt, sýna þessar nýju aðstæður ágætlega i hversu alvarlegan farveg efnahagsmálin hafa fallið. Á sama tíma og afurðalánakerfið springur með þessum hætti hefur ríkissjóður aukið skuldir sínar viðSeðlabank- ann um rúma 12 milljarða króna. Skuldasöfnun ríkissjóðs í Seðlabankanum á undan- förnum árum hefur mjög þrengt svigrúm bankans til þess að standa undir lánafyrirgreiðslu til atvinnuveg- anna. í annan stað hefur þröngsýni ráðamanna að því er varðar stef nuna í vaxtamálum valdið því að bankakerf ið er að hrynja. Fjórðungur af innlánum í lánastofnunum hefur verið frystur i Seðlabankanum. I rúman áratug hefur þessi innlánsbinding verið notuð í því skyni að endurkaupa afurðavíxla atvinnuveganna. I sumar sem leið voru vextir i þessu kerfi samræmdir, en áður voru þeir mis- munandi eftir atvinnugreinum. Eftir stendur hins vegar, að vaxtakjör á þessum lánum eru ekki nema um það bil þriðjungur af raunvöxtum miðað við núverandi verð- bólgustig. Á verslunarþingi fyrir skömmu benti Ólafur B. ólafs- son i Sandgerði á, að notkun bindiskyldunnar í þessu skyni hefði tekið úr sambandi eitt mikilvægasta stjórn- tæki Seðlabankans til þess að ráða peningamagni í um- ferð. Bindiskyldan hefur því ekki verið notuð til þess að draga úr þensiu í efnahagslífinu, þóað það hafi í upphafi verið markmiðið. Þetta kerfi er nú sprungið m.a. vegna ringulreiðar- verðbólgu og lágvaxtastefnu. óhjákvæmilegter því að koma á nýrri skipan varðandi þennan mikilvæga þátt i lánastarfsemi til atvinnuveganna. I ræðu sinni á verslunarþinginu sagði ólafur B. ólafsson aðæskilegast væri frá þjóðhagslegu sjónarmiði að færa afurðalána- kerfið í áföngum inn í viðskiptabankana. Þeir lánuðu siðan út á afurðir á sambærilegum vöxtum og atvinnu- vegirnir almennt njóta. Hér erá ferðinni alFróttæk hugmynd. En í sjálfu sér er æskilegt, að þessi lánastarfsemi færist inn i viðskipta- bankana, og eðlilegt er að hverfa sem mest frá þeirri vaxtamismunarstefnu, sem hér hefur lengi verið fylgt. Nokkur bragarbót var gerð í því efni síðastliðið sumar, en augljóst er, að miklu lerigra þarf að ganga. Mjög óvanalegt er að heyra tillögur af þessu tagi frá hagsmunaaðilum atvinnuveganna. En þær sýna vaxandi skilning á nauðsyn endurreisnar efnahagslífsins í land- inu. í fljótu bragði mætti halda, að það væri keppikefli atvinnufyrirtækjanna að greiða lága vexti. Sannleikur- inn er þó sá, að á endanum fá fyrirtækin ekki lánsf jár- magn, ef þau greiða ekki fyrir það raunverulegt endur- gjald. Það eru einmitt þær aðstæður, sem atvinnufyrir- tækin á islandi standa frammi fyrir um þessar mundir. Viðstöndumá þeim punkti í ringulreiðarverðbólgunni, að bankakerfið er sprungið. Lánastofnanirnar eru að verða að óheilbrigðum skömmtunarstofnunum. Blaðinu verður ekki snúið við í þessu efni nema tekin verði upp raunhæf vaxtastefna. Þar að auki á Seðlabankinn að geta notað bindiskyldu innlánsstofnana í því skyni að takmarka peningaþensluna í þjóðfélaginu. Hún hefur verið óvirk að því leyti undanfarin ár eins og Verð- jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins. Það er ekki von að vel fari, þegar hagstjórnartækin eru notuð öfugt við tilgang sinn. HVERNIG REYNDUST DÆLURNAR? viðhalds og hávaöa. Dælurnar sem tengdar voru við bensinvélarnar voru auk þesshannaðartilaðdæla oliu og bensinien ekki vatni og þvf siður sjó. Voru dælurnar framleiddar fyrir á rið 1953 og orðnar ureltar. Þetta voru þó einu dælurnar sem hægt var að fá með svo stuttum fyrirvara og vegna hinnar miklu lyftihæðar reyndist gerlegt aö dæla sjó eins langt inn á hraunið og nærri gignum og raun bar vitni. 1 skýrslunni kom einnig fram að viðhald dælanna var miklum erfiðleikum bundið, þar sem Dælur þær sem notaðar voru við hraunkælingu f Vestmanna- eyjum hafa komið aftur á dag- skrá eftir að þörf varð á ný fyrir likan búnað i þetta sinn við Kisiliðjuna i Mývatnssveit. Bragi Björnsson forstjóri Við- lagasjóðs, hefur látið þá skoðun iljóshér i blaöinu að vegna van- hirðu hefðu dælurnar orðið fyrir miklum skemmdum þar sem þæreru geymdar i porti i Kópa- vogi. Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna sagöist hins vegar ekki telja að dælurnar heföu veriö þess virði að kosta neinu til geymslu þeirra. Vegna ummæla sem fram komu i þessum viðtölum hafa margirhaft samband við blaðið og beöið um að skýrt verði frá þvihvernig þessar dælur reynd- ust i Vestmannaeyjum. 1 ýtar- legri skýrslu, sem Valdimar Kr. Jónsson prófessor og Matthias Matthiasson, véltækni- fræðingur, tóku saman um hraunkælinguna á Heimaey er meðal annars fjallaö um banda- risku dælurnar. Þáttaskil i varnar- starfinu Segir þar aö eftir að hraun lagðist yfir fimmtung bæjarins i lok marsmánaðar 1973 hafi oröið þáttaskil i varnarstarfinu. Þá bárust 32 dælur með tilheyr- andi útbúnaði frá Bandarikjun- um. Var afkastageta þeirra 800- 1000 sekúndulitrar og lyftihæðin um 100 metrar i 1000 metra löngum pipum. Eftir að þær voru teknar i notkun hreyfðist hraunkantur- inn sem að bænum snýr aðeins litillega fyrstu dagana en stöðvaðist siðan. Siöar iskýrslunni kemur fram að alls hafi dælurnar verið 43 talsins. Þar af voru 23 sem drifnar voru með bensinvélum og eru það þær dælur sem enn eru hér á landi. Hinar dælurnar voru drifnar með disilvélum. Afl bensinvélanna var meira en hinna en þó voru þær mun óhentugri i' notkun vegna meira öxlar dæluhjólanna vildu brotna og þurfti að smiða jafnóðum nýja öxla. Samkvæmt þessu hafa dæl- urnar verið að ýmsu leyti óhag- kvæmar en gerðu þó sitt gagn. Hvað verðgildi þeirra varöar, kemur fram i skýrslu þeirra Valdimars og Matthiasar að reikna mætti með að kostnaöar- verð þeirra hluta sem ekki var i skilað og Bandarikin lýstu yfir að þau hefðu ekki þörf fyrir, væri um 25 milljónir króna. —SJ UTGERÐIN BREYTIST REKSTUR MEÐ SAM Ekki ieikur vafi á því, aö hugmyndin um auðlindaskatt öðlast smám saman fylgi. Stjórnmálamenn eru mjög feimnir við að tjá sig um hugmyndina. Þeir eru senni- lega hræddir við að taka afstöðu til málsins, enda er það engin furða, þar sem flestir stjórnmálamenn reyna fremur að taka undir óskir fólksins i landinu heldur en að gerast málflytjendur fyrir nýjar hugmyndir sem virðast byltingarkenndar. Auðlindaskattshugmyndin hef ur nú verið í deiglunni í nokkur ár. Bjarni Bragi Jóns- son, hagfræðingur, gerði nokkra grein fyrir auðlinda- skatti fyrir nokkrum árum síðan í erindi og Kristján Friðriksson, forstjóri, hefur unnið af mikilli atorku að útbreiðslu hugmyndarinnar á undanförnum nokkrum árum. I skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins „Þróun sjávar- útvegs" frá 1975 kemur skýrt fram, að starfshópurinn sem að skýrslunni stóð, taldi „leyfissölu" til fiskveiða þá stjórnunarleið sem er rökréttust frá hagfræðilegu sjónarmiði. Hér er að sjálfsögðu um að ræða sömu auð- lindaskattshugmyndina, þótthún sé kölluð „leyfissala". Hvers vegna hefur auð- lindaskattur ekki fleiri fylgjendur? ingu á Amerikönum. Sem sagt ekkert stórmál. Segja má, að hér sé um þekkingarskort að ræða. Svarthöföi segir I VIsi 4. nóv. s.l., að hagkeðjur, auðlindaskatt- ur og skattur af Amerikönum dugi skammt til lausnar þeim vandamálum, sem viö er að striöa. Telja má þessa skoðun dæmigerða fyrir mjög stóran hóp Islendinga, og er hér átt við auö- lindaskattinn en ekki skattlagn- Atvinnurekendur og starfsfólk i sjávarútvegi telja, aö auðlinda- skattur feli i sér aukna skattlagn- ingu I sjávarútvegi og þess vegna lægri laun við alla fiskvinnu og minnkað fjármagn til fjárfest- inga i veiðum og vinnslu. Meðan fólk telur sig vera að verja hags- muni sjávarútvegs með þekkingarskorti og þrýstihópaaf- stöðu að vopni er ekki von til aö umrædd hugmynd fái marga fylgjendur I sjávarútvegi. Fortalsmenn einkaframtaks telja sumir að auðlindaskattur þrengi enn svigrúm til frjáls at- vinnurekstrar og sé i rauninni skref i áttina að algjörri rlkisfor- sjá i sjávarútvegi og stækkun á rikisbákninu. Vissulega virðist við fyrstu sýn eitthvað vera til i þessu. Reikna má með að margir bændur séu litið hrifnir af um- ræddri hugmynd af ótta við aö þjóðfélagið muni siöan kasta eign sinni á afrétti landsins þvi lftil sanngirni er i þvi að þjóðfélagiö lýsi yfir algjörri sameign á fiski- miðum umhverfis landiö, en taki ekki sömu afstööu til landsins ut- an bújaröa. Einnig er til fólk, sem telur, aö stjórnun fiskveiöa með sköttum sé fjármagnsstjórnun og þvi and- félagsleg og sé jafnvel i andstöðu við byggðastefnu og fleira af þeim toga. Er svo nokkur furöa aö stjórn- málamenn séu ragir við að taka á málinu? En meiri ráðgáta er, hvers vegna efnahagsráögjafar rikisstjórnarinnar hafa ekki lagt opinberlega á ráðin með þaö, hvernig unnt sé aö stjórna fisk- veiöum og fjárfestingum I sjávar- útvegi af viti. Þetta á ekki sist viö um Þjóðhagsstofnun. Helst er við þvi að búast aö fólk i almennum iðnaöi og þjónustu styöji hugmyndina um auðlinda- skatt i sjávarútvegi. Um hæl er þá sagt, aö iðnaðurinn vilji fá fjármagn það, sem næst með

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.