Vísir - 17.11.1977, Side 2

Vísir - 17.11.1977, Side 2
 Fimmtudagur 17. nóvember 1977 VISIR ( i Reykjovík ) y ' Hvaö er helst til úrbóta í umferðarmenningu Reyk- víkinga? Gislrún Sigurbjörnsdóttir, kenn- ari: — Færri bilar. Ólafur Ingimundarson, kaupmaöur: — Keyra hægar og sýna meiri aðgæslu. Svanberg Guömundsson, veit- ingamaöur: — Bæði gangandi og akandi þurfa að sýna meiri varkárni. Finnbogi Gunnarsson, nemi: — Fyrst og fremst þurfa menn aö sýna tillitssemi — anda rólega og gefa sér nógan tima. Asgeir Heiöar, sölumaöur: — Færri reglur og setja lögguna frá — þetta var ágætt i verkfallinu. Þúsundasti fundur sveitarstjórnar Seltjarnarness: Mýrarhúsaskóla gefið listaverkið „Trúarbrögðin" Listaverkið „Trúar- brögðin” var afhent Mýrarhúsaskóla að gjöf i gær og var það Seltjarnarneskaup- staður sem færði skólanum þessa gjöf. Siðdegis i gær var siðan haldin l.OOOfundur sveitarstjórnar á Sel- tjarnarnesi. Þann 4. nóvember 1975 voru 100 ára afmæli reglulegra og bókaðra funda i sveitarstjórn Seltjarnarness. 1 þvi tilefni svo og vegna 100 ára afmælis Mýrarhúsaskóla 1. október sama árvar ákveðið að minnast þessara timamóta i sögu byggðar og skóla. Samþykktar voru fjórar til- lögur þessu lútandi, meðal ann- ars að færa Mýrarhúsaskóla listaverk eftir Asmund Sveins- son að gjöf. Keypt var listaverk- ið „Trúarbrögðin” og stækkað i 4,50 metra hæð unnið i eir af Vélsmiðjunni Þrym h.f. Einnig var samþykkt að skrá sögu byggðar og skóla á Sel- tjarnarnesi og er það verk hafið. Sömuleiöis að efna til sam- keppni um endurskoðun aðal- skipulags Seltjarnarness og er þvi lokið og vinna hafin eftir verðlaunatillögu Arkitektar- stofunnar Siðumúla 23. Þá lýsti bæjarstjórn stuðningi við þá hugmynd að koma upp minjasafnii Nesi við Seltjörn og um leið stuðla aö verndun bygg- inga þar. Þetta hefur að hluta tekist,rikið hefur keypt helming hússins og nokkuð land um- hverfis og vonast er eftir að fljótlega semjistum kaup á hin- um helmingnum. Næstu framtiðarverkefni bæjarfélagsins eru bygging heilsugæslustöðvar sem er að hefjast og siðar sundlaugar sem þegar er fullhönnuð. Forseti bæjarstjórnar er Magnús Erlendsson en bæjar- stjóri er Sigurgeir Sigurðsson. —SG Kosningabarútta ú fornaldartungu Magnús Torfi ólafsson, sem af andstæöingum slnum er tal- inn gáfaöurog sannsýnn maöur, stóö aö þvi sem menntamála- ráöherra aö isienskri stafsetn ingu var breytt, þótthann vissi vel aö slikt mundi kosta átök, sem hann væri ekki maöur til aö setja niöur. Gáfurnar og sann- sýnin entist honum nefnilega illa i ráöherrastóli, enda munu herbergisfélagar hans frá skólaárum og annaö fiöurfé vinstrimennskunnar hafa ráöiö geröum ráöherrans, aö svo miklu leyti sem allt hans ráö varekki i hendi ráöuneytisstjór- ans, sem eins og kunnugt er hefur tekiö aö sér aö vera fasta- ráöherra yfir þeim sveitamönn- um, sem flokkarnir varpa inn fyrirdyr menntamálaráöuneyt- isins hvenær sem þeir þurfa aö mynda rikisstjórn Deilan út af stafsetningunni sendur nú á Alþingi með stráks- skap og ærslum, og enn eru þaö vinstri menn, sem óöir og upp- vægir vilja leggja ritun málsins undir þau tfskulögmál sem sér vitringslegur ritháttur ein- stakra höfunda hefur skapaö. Nú vill svo til aö sérvitrir höf- undar eru ekki eilifir I landingu og heldur ekki þingflokkur AI- þýöubandalagsins, eöa þeir meölimir hans sem hafa ekki annað þarfara aö gera á þingi en fækka i stafrófinu. Allt þetta tildur og hróf á sitt endadægur, en aö þvi gengnu og gleymdu ætlast vinstra liöiö til aö is- lenskur ritháttur beri þess var- anleg merkiaö þar hafi skussar um fjallað. Röksemdarleg örvænting aö- faramanna aö stafrófinu hefur m.a. leitt til furöulegasta mál- flutnings sem heyrst hefur i þingsölum og er þar átt viö kröf- una um upptekt fornaldarfram- burðar á tungunni. Enn er þaö sjálfkjöriö forustuliö verkalýös- hreyfingarinnar á tslandi sem hefur ekki annað þarfara meö tima sinn aö gera standa aö og styöja aö þvi aö fornaldarfram- burðurinn veröi tekinn upp. Magnús Kjartansson hefur gerst helsti talsmaöur hins gamla framburöar og er þaö mjög i samræmi viö sundlauga- mál hans en þörfina á sundlaug- um uppgötvaöi hann ekki fyrr en á allra siöustu árum, þegar aörirvoru búniraö berjast fyrir þvi frá þvi um aldamót aö landsmenn heföu iaugar. Þá er fornaldarframburöarmálið mjög i anda annars máls frá hendi Magnúsar Kjartanssonar á dögun. Breiöholtsbygginga. Þá lagöi hann fram frumvarp um aö rikiö keypti húsgögn handa tilteknum hópum Breiö- holtsbúa. Einhverra hluta vegna var frumvarpi þessu kippt til baka áöur en þaö kom til umræöu. Nú viröist enginn hafa haft þaö vit fyrir Magnúsi aö kippa tillögunni um forn- aldarframburöinn til baka sem samkvæmt áætlun Magnúsar viröist eiga aö taka gildi áriö 1981, þ.e. á næsta kjörtimabili. Mun þvi Magnús sjálfur ætla sér aö taka upp fornaldarframburö á þingi, þar sem ákveöiö er aö hann bjóöi sig fram á ný fyrir Alþýöubandalagiö ásamt Svövu og Eövarð, enda munu þau þrjú telja aö þau séu ómissandi full- trúar öreiganna, eins og raunar tillagan um fornaldarfram- buröinn sannar. Nú flytja menn varla tillögur á þingi, ööru visi en hafa á reiðum höndum svör viö þvi hvernig eigi aö framkvæma þær. Rithátturinn á fomaidar- bókmenntum Islenskum er aö mestu frá seytjándu öld og er þó ekki vitaö hvernig einstök orö voru borin fram á þeim tima. Hætt er þvl viö aö eitthvaö vefj- ist fyrir Magnúsi aö tala á forn- aidartungunni sem samkvæmt skilgreiningu ætti aö vera þaö mál, sem talaö var I landinu á tólftu öld. Að visu erum viö fræg þjóö fyrir rikulegt samband viö annan heim samanber bókina um Ragnheiöi tíiskupsdóttur en ekki er vitað til að Magnús sé andatrúar. I rauninni er máliö þannig vaxiö aö forsetar þings- ins eiga aö henda tillögunni um fornaldartunguna út nema flytj- andi hennar geti haldiö ræöu með framburði forfeðranna sem sannanlega teljist ekki til gol- frönsku. Þá er lagt til að fuli- trúar öreiganna heyi komandi kosningabaráttu á fornaldar- tungunni. Svarthöföi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.