Vísir - 17.11.1977, Side 3

Vísir - 17.11.1977, Side 3
ar\ 3 ism Fimmtudagur 17. nóvember 1977 ÍSLENSKUM GESTUM HLÝLEGA TEKIÐ í HEIMSÓKN TIL KÍNA Frétt Hsinhua fréttastofunnar um heimsókn Islendinganna til Peking. Varaformaöur kinverska rikisráösins, Wang Chen, tók fyrr i þessum mánuöi vinsam- lega á móti sendinefnd Kin- versk-lslenska menningarfé- iagsins þegar hún kom i heim- sókn til Peking. Frá þessu er skýrt i fréttabréfi „Hsinhua” fréttastofunnar, sem VIsi hefur borist. Frétt Hsinhua er á þessa leiö: Wang Chen, varaformaöur rikisráðsins hitti 8. nóvember, sendinefnd frá Kinversk-Is- lensku menningarsamtökunum sem var undir forystu Arnþórs Helgasonar, forseta samtak- anna. Arnþór Helgason, forseti, er blindur ungur maður sem hefur tekist að yfirvinna þá erfiðleika sem blinda hans hefur i för með sér. Wang Chen, varaformaður, þrysti hönd forsetans hlýlega og faðmaði hann að sér. Varafor- maðurinn átti einnig kurteisleg- ar og vinsamlegar viðræöur við aðra nefndarmenn. Hann þakkaði Helgasyni og félögum hans fyrir að flytja til Kina vinsamlegar kveðjur is- lensku þjóöarinnar til þeirrar kínversku og lét i ljós ósk um áframhaldandi þróun vináttu- tengsla þjóðanna tveggja. Helgason, forseti, færöi Wang Chen, varaformanni, að gjöf ljóð Maos formanns, „Gangan langa,” á islensku. Ljóðin voru þýdd og gefin út á tslandi 9. september á þessu ári en þá var ár liðið frá dánardægri Maos formanns. Viðstaddir við þetta tækifæri voru einnig Wang Ping-Nan, forseti „Vináttusamtaka Kin- versku þjóðarinnar við erlend riki” og Liu Ceng og Wie Chien- Yeh, sem eru i stjórn samtak- anna. -ÓT Verslunarmenn vilja endurskoðun launataxta „t ljós hefur komið að kjara- barátta siðustu ára sem fyrst og fremst hefur miðað að þvi aö bæta kjör hinna lægst launuðu hefur raskað verulega hlutföllum milli taxta verslunarmanna og raunverulegra launagreiðslna”, segir i ályktun kjaranefndar þings Landssambands islenskra verslunarmanna sem haldið var á dögunum. Einnig segir að vinnuveitendur hafi komið sér upp launagreiðslu- kerfum á sniö viö hina almennu samninga sem þeir hafi undir- ritað við samtök verslunar- manna. Það er skoöun þingsins að taka eigi launataxta verslunar- og skriftofufólks til endur- skoðunar þegar i stað og þeir færðir til samræmis viö raun- verulega framkvæmd þessara mála. Eðlilegt sé að viðræður eigi sér stað við viðsemjendur verslunar- og skrifstofufólks vegna þeirra sérstöku aðstæðna semhafiskapast i þessum efnum. Þing LIV varar við veröbólg- unni sem ógnar afkomu- og at- vinnuöryggi alls almennings. Lögð er áhersla á að verkalýðs- hreyfingin beiti samtakamætti sinum til að tryggja aö launataxt- ar sem samið er um fyrir dag- vinnu séu þannig að meðalfjöl- skylda getilifað sómasamlegu lifi af dagvinnutekjunum einum. Björn Þórhallsson var endur- kjörinn formaður Landssam- bands islenskra verslunarmanna. —SG Flugsögufélagið fjall- ar um flugvélarbjörg- un og flugvélarfund íslenska flugsögufélagið held- ur fund annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, i ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Meðal fundarefnis er kvik- mynd með islensku tali um björgun Douglasfiugvélarinnar Jökuls af Vatnajökli og erindi Hagnars J. Ragnarssonar um leit og fund Northorp N-3PB flugvélar i Þjórsá. Þá verður gerð grein fyrir hUsnæðismál- um félagsins og árgjald ákveð- ið. Kennslutækjasýning í Iðnskólanum í Reykjavík, stofu 331 opin daglega frá kl. 9—18,00. Allt áhugafólk um kennslumál velkomið. Sýningunni lýkur 18. nóvember. sm umboðið G. Þorsteinsson & Johnson h.f. / Armúla 1. Sala og þjónusta FILMUR OG VELAR S.F. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Skólavörðustig 11 — Simi 20235 — Pósthólf 5400 Teikning af fyrirhugaðri félagsmiöstöð I Ar- bæjarhverfi. Birgir tsleifur ávarpar viðstadda. Borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir ís- leifur Gunnarsson, tók i gær fyrstu skóflu- stungu að félagsmið- stöð i Árbæjarhverfi. Við það tækifæri sagði borgarstjóri að þetta yrði fyrsta félagsmið- stöð i Reykjavík sem sérstaklega væri reist fyrir slika starfsemi. Viðstaddir voru full- trúar félaga í hverfinu, Æskulýðsráð og borgarfulltrúar. Forsaga málsins er að Æsku- lýösráð samþykkti tillöguna frá formanni þess, Davlð Oddssyni, að hafist yrði handa um bygg- ingu félagsmiðstöðvar i Ar- - bæjarhverfi. Siöan var varið nokkru fé til undirbUnings og miðstöðinni valinn staður við Rofabæ. Felagsmiðstöðinni i Arbæ er ætlaö að vera samastaður fyrir félagslif i hverfinu. Borgar- stofnanir geta boðið upp á nokkra þjónustu þar svo sem námsflokka, starf fyrir aldraöa o.fl. Alls er gólfflötur félagsmiö- stöðvarinnar áætlaöur 788 fer- metrar auk 210 fermetra óráð- stafaðs rýmis i kjallara. HUsið er hannað þannig að allir eiga greiða leið um það bæði fatlaðir og fráir á fæti. Gert er ráö fyrir að byggingu verði lokið árið 1979. —KS Félagsmiðstöð í Árbœjarhverfi Borgarstjórinn Birgir isleifur Gunnarsson að afloknu verki.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.