Vísir - 17.11.1977, Síða 4

Vísir - 17.11.1977, Síða 4
LÍTILL ÁRANGUR AF LEIT YFIRVALDA AÐ HRYÐJUVERKAMÖNNUM Ofan af veggjum viösvegar um Vestur-Þýskaland stara andlit karla og kvenna niöur á fólk, sem veltir þvi fyrir sér, hvert veröi næsta fórnarlamb þessara eftir- lýstu hryðjuverkamanna! Það var öryggisvörslunni i Bonn nokkur uppörvun, aö tveir ofstækismenn voru handsamaöir eftir skotbardaga i Amsterdam, en aðrir hættulegir hryöjuverka- menn leika enn lausum hala og geta látið til skara skriöa hvenær sem vera vill. Bardaginn i Hollandi er fyrsti árangurinn, sem náöst hefur i þeirri umfangsmiklu leit, sem gerð hefur verið að morðingjum vestur-þýska iöjuhöldarins, Hanns-Martin Schleyer, og tveggja annarra framámanna. Þeir, sem teknir voru i Amsterdam, voru Christopher Wackernagel — 26 ára gamall fyrrverandi leikari, einn i hópi þeirra sextán vinstri öfgamanna, sem leitað er vegna morðanna — og Berllnarbúinn, Richard Schneidier, en hann er grunaður um hlutdeild I sprengjuárás á dóinhús 1 V-Þýskalandi i siöasta mánuöi. Wackernagel er fyrstur þessara sextán, sem kemst undir manna hendur. Af öllum eftir- lýstum afbrotamönnum eru þessir þeir, sem yfirvöld V- Þýskalands og viðar í Evrópu hafa hvað mestan hug á að festa hendur i hárinu á, siðan dr. Schleyer fannst myrtur i Frakk- landi. Það var 19. október, eða sex vikum eftir að honum var rænt. En sú staðreynd, að hinir ganga enn lausir þrátt fyrir alla leitina, veldur yfirmönnum öryggisvörsl- unnar og almenningi öllum i V- Þýskalandi miklum áhyggjum. Handtakan i Amsterdam er allt og sumt, sem hafst hefur upp úr viðleitni lögreglunnar, sem hefur þó hvergi dregið af sér. Lýsingar hafa birst reglulega i útvarpi og sjónvarpiaf hinum eftirlýstu, auk svo veggspjaldanna, sem klistrað hefur verið upp um alla veggi. En eins og einn rannsóknarlögreglu- maðurinn orðaði það: „Þetta eru flest andlit, sem enginn mundi veita eftirtekt i fjölmenni.” Ofan á þann beyg, sem menn hafa af illverkum hryðjuverka- aflanna af vondri reynslu siðustu ára, bætist svo kviðinn fyrir þvl, að ofstækisöflin lumi á sérstökum hefndarráðum vegna sjálfsmorða félaga þeirra i samtökum Baader-Meinhof, sem setið hafa i fangelsi. Eins og fram hefur komið i fréttum, létu Andreas Baader, Gudrun Ensslin og Jan Carl Raspe öll lifið fyrir eigin hendi i sama fangelsinu i Stutt- gart, eftir að þau fréttu af frelsun gislanna úr Lufthansavélinni, sem rænt var til þess að fá þau laus úr fangelsinu. Fjórði fé- laginn, Ingrid Schubert, hengdi sig i fangelsi i Munchen. Þessifjögurvöru öll á lista yfir þá hryðjuverkamenn, sem flug- ræningjarnir höfðu ætlað að þvinga yfirvöld til þess að láta laus úr haldi. Velheppnuð leiftur- árás vestur-þýskrar vikinga- sveitará rændu flugvélina á flug- vellinum Mogadishu i Sömaliu spillti þeim ráðum. Fyrr i þessum mánuði og skömmu áður en Ingrid Schubert fyrirfór sér, bárust blöðum bréf frá Baader-Meinhoffélögum. Þar var hótað að sprengja upp þrjár Lufthansaflugvélar i flugi, eða eina fyrir hvert hinna þriggja. En öfgaöflin halda þvi fram, að f ang- elsisyfirvöldin hafi látið myrða þessa fanga sina. Stjórnvöld hafa visað slikum ásckunum á bug, og fengið erlenda lækna til að stað- festa að engin ummerki sjáist á hinum látnu þess að þeim hafi verið hjálpað yfirum. Kurt Rebmann saksóknari rikisins, en forveri hans var myrtur af skæruliðum i april i vor, býst við frekari ofbeldisað- gerðum frá öfgaöflunum. Naumasl reyna þau þó aftur að taka gisla, þar sem stjórnin sýndi i Schleyer-málinu, að hún lætur ekki hryðjuverkamennina lengur kúga sig, hversu mikilvæg mann- eskja, sem gislinn kann að vera. Regmann og aðrir búast frekar við þvi, að hryðjuverkamennimir reyni að taka fleiri opinbera . embættismenn af lifi.Kannski með eldflaugaárásum á byggingar eða flugvélar. Lufthansa hefur stóraukið öryggisráðstafanir sinar, og vélaskrokk eftir árás hryðjuverkamanna. Hvenær og hvar láta þeir næst til skara skriða. Bonnstjórnin hefur eflt flug- vallarvörsluna I f jörutiu fylkjum, þar sem öryggiseftirliti þótti ábótavant. Mönnum hefur komið i hug, að láta jafnvel vopnaða verði fylgja hverri flugvél á ferðum hennar. A mannamótum eins og yfir- standandi ársþingi vestur-þýskra krata er hafður mikill viðbUnaður og fjöldi öryggisvarða. I einkalifi manna er farið að gæta svipaðrar varfærni. Þannig hefur til dæmis aukist framleiðsla og sala á bryn- vörðum bifreiðum. Einkaleyni- lögreglumenn hafa vart undan að anna eftirspurn eftir lifvörðum. Þessar ráðstafanir hafa samt litið megnað til þess að vekja öryggiskennd með fólki. Fórnar- lömb siðustu árása hryðjuverka- manna nutu öll öflugrar verndar. Þannig myndir með Karlegum lýsingum af hryðjuverkamönnum hanga uppi um alla veggi i V- Þýskalandi, en uppskeran er dræm. GIGTARDAGURINN 1977 OTRULEGTEN SATT í Háskólabíó laugardaginn 19. nóv. kl. 14.00 Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Allir velkomnir. GLÆS/LEG KYNN/NGARSAMKOMA: 1. Ávarp: Guðjón H. Sigvaldason form. Gigtarfélags ísl. 2. Ræða: Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. 3. Einsöngur: Sigríður E. Magnúsdóttir óperusöngkona m/undirleik Jónasar Ingimundarsonar 4. Gamanþáttur: Hjálmar Gislason. 5. Erindi: Jón Þorsteinsson, læknir: Gigtarsjúklingar og sam- félagið. 6. ,,Simtalið”: Frumsaminn þáttur eftir Loft Guðmundsson, Sigrún Björnsdóttir, leikkona flytur. 7. Ástarljóðavalsar Brahms op. 52.Flytjendur Sigurður Björns- son, Sieglinde Kahman, Rut Magnúsdóttir og Halldór Vil- helmsson. Undirleikarar: Guðrún Kristinsdóttir og Ól. Vign- ir Albertsson. 8. Lokaorð: Halldór Steinsen læknir. Skólahljómsveit Kópavogs leikur i upphafi. Stjórnandi Björn Guðjónsson. Húsið opnar kl. 13.30. Kynnir: Pétui Pétursson, útvarpsþulur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.