Vísir - 04.01.1978, Síða 8
Dodge Van sendibíll '71
Skipti á ódýrari bil.
Kr. 1100 bús.
I
I
I
I
Bronco '74
með öllu kr. 2.S00 þús.
Plymouth Duster 1970
6 cyl, sjálfskiptur, vökvastýri.
Hard-topp. Kr. 1300 þús.
Fiat 127 árg.
km. 50 þús.
kr. 050 þús.
Bílasaían Bílagarður
BORGARTONI 21
Símar: 29480 & 29750.
Við seljuin alla bila
Sifelld þjónusta
Sifelld viðskipti.
Bílasalan
Höfóatuni tO
s.18881 & 18870
Bronco 74
Gulur. Allur nýklæddur. 6 cyl. beinsk. Ný dekk.
Verö 2350.000.00. Skipti. Skuldabréf.
Bronco 68
Rauður 8 cyl. beinsk. Góð dekk fullklæddur. Topp-
bill. Verö 1300 þús. skipti á bilaö 600 þús. kr.
Fiat 128/ comfort
Ekinn II þús km. Rauöur.
Verð 1750 þús.
Snjódekk, sumardekk.
Willys 53
Skúffa 72. Blæja 68 vél 318 ekinn 90 þús. Verð 1
milljón. Skipti.
Ath. höfum fjöldabifreiða fyrir skuldabréf opið
alla daga vikunnar frá 9-8
Utanbæjarmenn ath. Opið á sunnudögum.
Miðvikudagur 4. janúar 1978 VISIR/
RÁÐSTEFNA I MUNAÐARNESI 12.-14.JANÚAR:
Rœða þjóðfélagsleg
markmið og afkomu
Islendinga
Þjóðfélagsleg markmið og af-
koma íslendinga verður um-
ræðuefnið á ráðstefnu, sem
Stjórnunarfélag tslands heldur
að Munaðarnesi 12.-14. janúar,
en aðalræöumenn verða dr.
Guðmundur K. Magnússon,
prófessor, dr. Gylfi Þ. Gfslason,
alþingismaður og Jónas H. Har-
alz, bankastjóri.
Dr. Gylfi mun fjalla um þjóð-
félagsleg markmiö Islendinga,
Jónas um spurninguna „Er
hagvaxtarmarkmiðið Urelt?” og
dr. Guðmundur um afkomu ís-
lendinga og stjórn efnahags-
mála.
t frétt frá stjórnunarfélaginu
segir, að á ráðstefnunni verði
sérstaklega rætt um stjórn
efnahagsmála og stjórnun fyrir-
tækja með tilliti til afkomu þjóö-
arinnar. Stuttar ræður um þessi
efni flytja Björn Friðfinnsson
fjármálastjóri, Helgi Bergs,
bankastjóri, Hörður Sigurgests-
son framkvæmdastjóri, As-
mundur Stefánsson hagfræðing-
ur, Davíð Sch. Thorsteinsson
forstjóri, Erlendur Einarsson
forstjóri, Jón Páll Halldórsson
forstjóri. Magnús GUstafsson
forstjóri og Þröstur Ölafsson
framkvæmdastjóri. Umræöu-
hópar munu ræða afmarkaða
þætti efnisins, en ráðstefnunni
lýkur með pallborðsumræðum.
Sérstök ferð verður frá Um-
ferðarmiðstöðinni og þátttak-
endur bUa i hUsum BSRB að
Munaðarnesi. Ráðstefnan er op-
in öllum áhugamönnum um efn-
ið.
—ESJ
Sparnaður vegna
aukinnar samkeppni
við bílainnflutn-
ing 610 milljónir
króna
Prentvillupúkinn breytti
aldeilis merkingu I einu orði I
frétt hér I Visi i fyrradag um
komu bilaflutningaskipsins Bif-
rastar tii heimahafnar.
Stjórn
Þjóð-
hótíðar-
sjóðs skipuð
Samkvæmt sjöttu grein
skipulagsskrár fyrir Þjóðhá-
tiðarsjóð hafa þeir aðilar, sem
skipa skulu stjórn sjóðsins
valiö eftirtalda menn til setu I
henni:
Af aiþingi voru kosnir: GIsli
Jónsson, menntaskólakenn-
ari, Eysteinn Jónsson, fyrrv.
ráöherra og Gils Guðmunds-
son, alþingismaður.
Varamenn: Erna Ragnars-
dóttir, innanhússarkitekt, As-
geir Bjarnason, forseti sam-
einaðs alþingis og Arni
Björnsson, þjóðháttafræðing-
ur.
Tilnefndur af rikisstjórn ís-
lands: Björn Bjarnason, skrif-
stofustjóri i forsætisráðuneyt-
Varamaöur: Þór MagnUs-
son, þjóöminjavöröur.
Tilnefndur af Seölabanka
tslands: Jóhannes Nordal,
seðlabankastjóri.
Varamaöur: Guðmundur
Hjartarson, seölabankastjóri.
Forsætisráðherra hefur
skipað Björn Bjarnason, for-
mann sjóðsstjórnar.
Þar var vitnað i ræöu, sem
Þórir Jónsson, stjórnarformað-
ur Bifrastar flutti, og haft eftir
honum, að verðhækkunin á
þeim 8000 bilum, sem fluttir
hefðu verið til landsins á nýliðnu
ári heföi numið 610 milljónum
króna. Þetta átti þvert á móti að
vera verðLÆKKUN, eins og
reyndar kom fram I fyrirsögn
fréttarinnar.
Með aukinni samkeppni hafa
flutnings- og uppskipunargjöld
af þessum bflafjölda lækkað um
25-40% eða um 610 milljónir
króna, sem segja má að runnið
hafi beint i vasa kaupenda bfl-
anna.
Vöktu Bifrastarmenn athygli
á þvi, að þetta gæti kallast
góður árangur með tilkomu eins
skips, sem kostaöi þó ekki
meira en 340 milljónir króna.
Einar Bragi
Kringum húsið
læðast
vegprestarnir
Lettnesk Ijóð
á íslensku
„Kringum húsið læðast veg-
prestarnir” heitir nýútkomin
ljóöabók. 1 bókinni eru 30 ljóð
eftir 10 lettnesk samtima-
skáld. Þýðandi er Einar
Bragi, en útgefandi Letur.
Þetta mun vera I fyrsta
sinn, sem lettnesk ljóölist er
kynnt hér á landi, en skáldin
eru ýmist búsett I ættlandi
sinu eða I útlegð.
Einar Bragi getur þess I inn-
gangi, að þýðingarnar séu
gerðar I samstarfi viö lett-
neska ljóðskáldið Andrejs
Irbe, sem er búsettur I Stokk-
hólmi. Letur fjölritaði bókina.
—ESJ
Blaðburðar- og söluhappdrœtti Vísis:
Búið að draga
Dregið hefur verið i blaðburð- 9403
ar- og söluhappdrætti Visis. 10483
Vinningar féllu á númer sem 10629
hér segir: 11258
11651
Númer: Vinningsupphæð: 12279
843 5 30 þúsundkr. 12620
6921 lOþúsundkr. 13268
9287 lOþúsundkr. 13682
10 þúsund kr
10 þúsund kr
10 þúsund kr.
20 þúsund kr.
10 þúsund kr
10 þúsund kr.
10 þúsund kr.
lOþúsundkr.
10 þúsund kr.