Vísir - 04.01.1978, Page 20
20
Bandaríkjamðnnum ósárt
um gengislœkkun dalsins
Miðvikudagur 4. janúar 1978 VISIR
Árið 1978 byrjaði á sama hátt
og árið 1977 endaði. t gær setti
handariski dalurinn nýtt lægð-
arinet gagnvart sterku
evrúpsku gjaldmiðlunum.
Gjaldeyrismarkaðurinn í Tokyo
var lokaður i gær. en opiö var i
Kvrópurikjum.
Það er s-frankinn. sem hækk-
aði mest gagnvart dalnum. Dal-
urinn kostar nú aðeins 1,9 s-
franka, en kostaði 2.10 i fyrra-
dag. Enska pundið, sem nú er
gjörsamlcga laust við áhrif frá
dalnum, hækkaði enn i verði.
Eitt pund kostar nú um 1.95 dali.
i Kaupmannahöfn hefur krón-
an ekki getað fylgt sterku gjald-
miðlunum. S-frankinn hækkaði i
294.50 en var i 289.60 I fyrradag,
og i 287.20 i lok siðasta árs.
V-þýska markið hækkaði ekki
eins mikíö og s-frankinn gagn-
vart dalnum, og þvi hækkaði
hann einnig minna gagnvart
dönsku krónunni. Samt er hún
komin úr 274.52 gagnvart v-
þýska markinu i lok siðasta árs i
276.65 i gær. Danska krónan get-
ur því einungis lækkaö um 0,4%
i viðbót innan ramma gjald-
miðlaslöngunnar.
Fundið hefur einnig hækkað I
verði i Kaupmannahöfn. Það
!•«!
á norska krónan erfiðast. Hún
er og hefur lengi verið á botnin-
um og eins langt frá v-þýska
markinu og samkomulagið um
slönguna leyfir. Þess vegna
hafa Norðmenn neyðst til að
fylgja verðbreytingu v-þýska
marksins gagnvart dalnum, og
hcfur það reynst Norðmönnum
dýrt.
Sérfræðingar i gjaldeyrismál-
um segja, að ástæðan fyrir þvi,
VfSIR
V* V GENGIOG GJALDMSÐLAR
kostaði i gær 11.215 krónur, en á
föstudaginn var verðið 11.023.
Innan gjaldmiðlaslöngunnar
GENGISSKRANING
Gengið
Gengið
Kaup Sala Kaup: Sala:
1 Bandurikjadollar... 212,80 213,40 212.80 213.40
1 Sterlingspund 404,80 405,90 . 402.65 403.75
1 Kanududollar 194,10 194,60 193.80 194.30
100 Danskar krónur .. ■ 3682,70 3693,10 3653.55 3663.95
100 Norskar krónur .. . 4136,30 4148,00 4113.30 4124.90
100 Sænskar krónur .. . 4548,20 4561,00 4517.20 4530.00
100 Finnsk mörk . 5286,20 5301,10 5234.10 5248.90
100 Franskir frankar . • 4519,10 4531,90 4485.25 4497.95
100 Belg. frankar 646,20 648,00 641.60 643.40
100 Svissn. frankar ... . 10594,80 10624,80 10463.00 10492.60
100 Gyllini . 9344,50 9370,90 9242.80 9268.90
100 V-þýsk mörk . 10090,20 10118,80 10027.15 10055.45
100 Lírur 24,34 24,41 24.28 24.35
100 Austurr. Sch 1405,70 1409,70 1394.60 1398.60
lOOEscudos 532,00 533,50 528.60 530.10
lOOPesetar 262,70 263,40 261.70 262.50
100 Yen 88,61 88,86 88.30 88.55
að dalurinn lækkar enn, og
dregur með sér veika gjald-
miðla, sé einfaldlega, að enginn
trúi þvi, að bandarísk stjórnvöld
vilji i raun og veru halda gengi
dalsins uppi. Yfirvöld i Banda-
rikjunum láta gengi dalsins
falla án þess að gera nokkurn
hlut. Þannig er augsýnilega ætl-
unin að nota fallandi gengi dals-
ins til þess að auka bandariskan
útflutning og aðstoða þannig
iðnaðarframleiðsluna hcima
fyrir, sem á i erfiðleikum með
að keppa við ódýrar innfluttar
vörur.
Bandarisk stjórnvöld hafa
lengi átt i viðræðum m.a. við
japönsk stjórnvöld um að auka
bandariskan útflutning og tak-
marka innflutning japanskra
vara. Þessar viðræður hafa ekki
leitt til mikils árangurs, og þess
vegna fara bandariskir ráða-
menn þá leið að láta gengi dals-
ins lækka.
Peter Brixtofte/ ESJ.
- •
ndanrásir Reykja-
víkurmótsins í sveita-
keppni að hefjast
Undanrásir fyrir Reykjavik-
urmót í sveitakeppni hefjast
þriðjudaginn 10. janúar og verð-
ur spilað I Hreyfilshúsinu við
Grensásveg.
Mótiö er jafnframt undan-
keppni fyrir íslandsmót og
verður spilað I riðla eftir fjölda
og stðan spila efstu sveitirnar úr
riðlakeppninni til úrslita um
Reykjavikurmeistaratitilinn.
Aætlað er að Reykjavikur-
svæðið fái 10 sveitir i undanúr-
slitakeppni Islandsmótsins. Væ
ntanlegir þátttakendur skili
þátttökutilkynningum sem fyrst
til stjórna félaga sinna.
KEPPNI UM LANDSLIÐSSÆTI
í NORÐURLANDAMÓTI
Bridgesamband tslands aug-
lýsti fyrir áramót eftir framboði
til landsliðs 1978, en sem kunn-
ugt er veröur Norðurlandamót i
bridge haldið hér á landi i júni.
Hjalti Eliasson, forseti
Bridgesambands Islands, kvað
viðbrögð hafa verið mjög góö og
hefðu borist framboð i alla
flokka.
I opna flokkinn buðu sig fram
um 20 pör, nokkru færri i ungl-
ingaflokk og tiu pör I kvenna-
flokk. Þessar góöu undirtektir
sýna greinilegan áhuga fyrir
þeim tillögum BSI, að keppt
verði um réttinn til þess að
skipa landsliö íslands i bridge
1978.
Fljótlega verður haldinn
fundur um þessi mál I stjórn-
inni, sagði Hjalti og má vænta
frekari tiðinda um spilastað og
tima innan skamms.
Bridgesamband tslands á 30
ára afmæli á þessu ári og
skemmtilegt að Norðurlanda-
mót I bridge skuli haldið I
Reykjavlk einmitt á afmælisár-
inu.
Frá Bridgefélagi Reykjavíkur
Janúar—maí 1978
Miðvikudagar i Domus
Medica kl. 20.
Keppnisstjóri verður
Agnar Jörgensson.
Þann 4. janúar verður nýárs-
kaffikvöld félagsmanna og á
dagskrá verður Landstvlmenn-
ingur til styrktar unglingastarf-
semi B.S.I., ásamt fleiru.
Sveitakeppni 11. jan. til 1. febr.
4. kvöld. Monrad, 16 spilaleikir.
Þátttaka tilkynnist 4. janúar, en
árangur veitir tveim sveitum
rétt til þátttöku i meistaraflokki
aðalsveitakeppninnar.
Board A Match keppni I sveitum
8. febr. til 1. mars. 4 kvöld, há-
mark 16 sveitir. Þátttaka til-
kynnist 1. febr. Arangur veitir
einni sveit rétt til þátttöku I
meistaraflokki aðalsveita-
keppninnar.
Meistarakeppni i tvlmenningi 7.
mars til 5. aprfl, 4 kvöld. Baro-
meter, 2 flokkar, 16 pör I hvor-
um. Þátttaka I 1. flokki tilkynn-
ist 1. mars. En samtala unninna
bronsstiga I keppnum félagsins I
vetur, til og með 1. mars, ræður
átta lausum sætum i meistara-
flokki.
Meistarakeppni i sveitum 12.
april til 31. maí, 7 kvöld. Þátt-
taka 11. flokk tilkynnist 5. april,
en meistaraflokkur skipast
þannig: 4 sveitir eiga rétt frá
slðasta keppnisári, 1 úr hrað-
sveitakeppni siðastliðið haust
og 3 samkvæmt ofanskráðu.
Barometer 4. og 5. mars. Þátt-
takendur valdir sérstaklega, en
spilað verður á Hótel Loftleið-
um.
Hressingarfeikfimi fyrir konur
Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 5. janú-
ar 1978 i leikfimisal Laugarnesskóla.
Nýtt 8 vikna námskeið fyrir byrjendur
hefst sama kvöld kl. 21.45
Innritun og upplýsingar i sima 33290.
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir
íþróttakennari
VfSIR
Dlaöburóarfólk
óskast!
rk
Búðir
Skúlagata
Þórsgata
Leifsgata
Skjólin
Bergstaðastrœti
Bergþórugata
Sóleyjargata
Lindargata
Höfðahverfi
LAUSSTAÐA
Laus er til umsóknar staða læknis við heilsugæsustöð I
Kópavogi. Staðan veitist frá og með 1. mars 1978.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist ráðu-
neytinu fyrir 1. febrúar n.k.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
2. janúar 1978.
Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík
Til sölu
tveggja herbergja ibúð i 10. byggingar-
flokki við Stigahlið. Félagsmenn skili um-
sóknum sinum til skrifstofu félagsins að
Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi miðviku-
daginn 11. janúar n.k.
Félagsstjórnin.
HÚSBYGGJENDUR
Afgreiðum einangrunarplast á
Stór-Reykjavíkursvæðið frá
mánucfegi föstudags.
Afhendum vöruna á byggingar-
stað, viðskiptamönnum
Yf kostnaðarlausu.
ÆmSiS Hagkvæmt verð
\ og greiðsluskilmálar
við flestra hæfi.
síral 93-7370
kvtlM a« Mcarslral 93-73*5
Eigum ávallt
RANXS
Fiaðrir
fyrirliggjandi fjaörir í
flestar geröir Volvo og
Scania vörubifreiða.
Utvegum f jaðr ir i
sænska flutninga-
vagna.
Hjalti Stefánsson
Sími 84720