Vísir - 05.01.1978, Side 1

Vísir - 05.01.1978, Side 1
*e6Ir7sB> Fimmtudagur 5. janúar 1977 4. tbl. 68. árg Verkalýðsfélögin ó Vestfjörðum hafa undirritað nýjan samning: Fengu hœrrí lauii en ASÍ- samningurínn felur f sér Verkalýðsfélögin á Vestfjörðum undirrituðu nýja kjarasamninga í nótt, og hafa samkvæmt þeim hærri laun en um var samið i samningum Alþýðusambands ís- lands, að sögn Péturs Sigurðssonar, formanns Alþýðusambands Vest- fjarða. „Þrátt fyrir þetta erum viö ekki alltof ánægðir með þessa samn- inga”, sagði Pétur. „t kröfum okkar miðuðum við við samninga BSRB, og þótt nýi samningurinn sé hærri en ASt-samkomulagið vantar verulega á, að við höfum náð þeirri viðmiðun við BSRB, sem við lögðum fram”. Pétur sagði, að samkomulagið fæli i sér, aö kaup hækkaði um 7.800 krónur frá 1. janúar siðast- liðnum og væri þaö til jöfnunar viö ASt-samninginn. Þar til viö- bótar hækkuöu allir taxtar um 1500 krónur frá sama tima og aft- ur um 3.500 krónur 1. mars. Þess- ar tvær sföastnefndu hækkanir eru hins vegar ekki teknar meö viö útreikning vlsitölubóta. „Miðað við 1. janúar er þetta 3.86% hærra heldur en gömlu samningarnir okkar, og 2.14% hærra en ASt-samningurinn. 1. mars er þetta 7% hærra en gamli samningurinn okkar, og 4.24% hærra en ASl-samningurinn. Hluti af þessum mismun er hins vegar, eins og áður segir, til jöfn- unar á því, sem við vorum lægri en ASl-samkomulagiö á siðasta ári”,,sagði Pétur. „Okkur reiknast til, að ef litið er á allt samningstimabilið, sem er 18 mánuðir, þá gæfi samningurinn okkar fólki 3.20 krónur á timann i dagvinnu um- fram það, sem felst i samningum ASl”, sagði hann. Pétur sagði, aö umfram- hækkanirnar væru jafnt á alla taxta og þvi algjörlega i anda launa jöfnunarstefnunnar. Fundir verða i verkalýðs- félögunum næstu daga til að fjalla um samkomulagið. —ESJ. Vilja ekki fá Norglobal til Islands - Sjábls. II Færöin versnaöi aö mun um miðjan dag í Reykja- vík í gær og lentu líklega margir ökumenn í vand- ræðum vegna þess. Jens Ijósmyndari tók þessa mynd á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, þar sem að minnsta kosti einn af fremstu bílunum festist. Þrátt fyrir slæma færð var þó enginn tiltakan- legur fjöldi árekstra í borginni og ekkert alvar- legt slys. —EA Rannsóknarlögreglan á hrakhólum fram á vor Rannsóknarlögregla rikisins hefur fengið hvert stórmálið á fætur öðru til úrlausnar, siðan hún tók til starfa á liðnu sumri. Aðstaða starfs- manna er þó mjög bág- borin ennþá og til dæmis verða lögfræðingar rannsóknarlögreglunn- ar að nota fundarher- bergið sem skrifstofu, þar sem hver situr við hlið annars. Þrengslin eru slik i Borgartúni 7 að rannsóknarlögreglustjóri hefur sina skrifstofu inni hjá gjaldkera stofnunarinnar og nokkrir af starfsmönnum hans hafa fengið inni i lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Aðrir vinna við rannsókn ávisanamálsins i bankahúsi i Kópavogi, þar sem herbergi fengust á leigu. Ætlunin var, að flutt yrði i hús rannsóknarlögreglunnar i byrjun árs, en það getur ekki orðið fyrr en I vor. Sjá nánar á bls. 11. — SG FÆKKUN FÆDINGA VELD- UR HAUAREKS1RI - si« bb. 2 Jœja, í dag byrj- ar hún, teíkni- myndasagan um Vísir rœðir við þann, sem teiknar mynda- söguna og birtir fyrsta kaflann í dag Teiknimyndasagan um ABBA er I tuttugu og einum kafla og birt- ist hún i Visidaglega. Aðdáendum ABBA er bent á, að klippa söguna Ut úr blaðinu og lima hana i úrklippubækur eöa á laus blöð. Hver kafli er miðaður við að hann sé limdur upp á blöð Istæröinni A-4. - Sjó bls. 20

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.