Vísir


Vísir - 05.01.1978, Qupperneq 3

Vísir - 05.01.1978, Qupperneq 3
VISIR Fimmtudagur 5. janúar 1978 3 Rekstur minkabúa hefur gengið brösótt undanfarin ár. Á sið- asta ári voru aðeins fjögur minkabú hér á landi en árið 1976 voru þau sjö. A þessum fjórum minnkabúum voru 7.350 llflæður i haust og fæddu þær af sér 23 þúsund hvolpa. Aætlað söluverð minkaskinna er 130-140 milljón- ir króna. Hvert minkabú gefur af sér um 30 milljónir króna i er- lendum gjaldeyri, en það gerir um 10 milljónir a hvern starfs- mann búanna. Nokkur áhugi er nú fyrir stofnun nýrra minkabúa, að þvi er segir i frétt frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins. BUn- aðarfélag Islands vill beita sér fyrir að minkarækt verði tekin upp sem aukabúngrein hjá bændum þar sem aðstæður henta. —SG Fimmtón prjónastofur framleiða til útflutnings Fimmtán prjónastofur sem framleiða til útflutnings voru starfandi i iok siðasta árs og hafði þá prjónastofum fjölgað um tvær á árinu. 1 fréttabréfi frá titflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins kemur fram, að vitað er um fyrirhugaða stofnun nýrrar prjónastofu og tveggja nýrra saumastofa. Tólf fyrirtæki reka eingöngu sauma- stofur sem byggja mikið á út- flutningi og fjölgaði þeim um þrjár á siðasta ári. Stærð prjóastofanna er mis- munandi. Eru þær með allt frá einni prjónavél upp i rúmlega 20 prjónavélar. Pólarprjón á Blönduósi og Hekla á Akuréyri hafa nú flestar prjónavélar. Prjónastofurnar fimmtan reka jafnframt saumadeild. „Það fer ekki á milli mála að ekki hefði verið unnt að auka út- flutning um 50% á yfirstandandi ári ef ekki hefði komið til mikil afkastaaukning”, segir i frétta- bréfinu. Þá segir að markaðsút- litið 1978 sé gott, hins vegar sé varla unnt að gera ráð fyrir meiri hækkún á erlendu mörkuðunum en 10%, „raunhæfara væri sjálf- sagt að segja 5-10%. Við vitum hins vegar aö samið hefur veriö um miklu hærri launahækkanir og nú þegar er farið að tilkynna miklar hækkanir á bandi til prjónastofanna. Sé gert ráð fyrir svipuðu gengissigi og undanfarna 12 mánuði ná þessir endar hvergi saman. Það er þvi augljóst að framundan eru átök sem engan veginn er ljóst hvernig fara.” EA •• . Otullega unnið að eyðingu villiminka Gert er ráð fyrir að á siðasta ári hafi álika fjöldi refa verið unnin eins og undanfarin ár eða um 1400 dýr. Þá munu um f jögur þúsund minkar hafa verið drepnir i fyrra. ötullega hefur verið unnið að eyðingu villiminka á siðasta ári, sérstaklega i varplöndum og á- heiðum uppi. A vegum veiðistjóra hafa verið gerðar tilraunir til að fækka vargfugli með lyfjum og lofa þær tilraunir góðu. Um þrjú þúsund fuglar hafa verið drepnir á þess- um tilraunaveiðum. —SG I hvað fara peningamir? Æskulýðsráð hefur lagt til viðborgaryfirvöld að skemmtistaðurinn Tónabær verði seldur. ,,Það hefur ekki verið ákveðið ennþá til hvaða einstakra verkefna andvirði Tónabæjar verði varið ef af sölu verður”, sagði Davið Oddson borgarfulltrúi formaður Æskulýðs- ráðs við Visi. Davið sagði að hugsanlegu fjármagni yrði var- ið til uppbyggingar æskulýðs- starfs i Reykjavik. Ekki væri endanlega búið að ákveða sölu Tónabæjar en Æskulýðsráð hefði lagt það til við borgaryfir- völd og væri beðið eftir ákvörð- un þeirra. Sagði Davið að hann teldi það óraunhæft að ráðstafa peningum sem óvist væri að kæmu þeim í hendur en þessi mál hefðu þó verið mikið rædd en hann vildi ekki á þessu stigi tjá sig frekar um þau. _KS Úrval af Æf* bílaáklæðum M** (coverum) w?*í Sendum í póstkröfu Altikabúðin Hverfisgötu 72. S. 22677 ákilfurfjúöun [ Brautarholti 6, III h. Simi 76811 Móttaka á gömlum munum: Fimmtudaga kl. 5-7 e h Föstudaga kl. 5-7 e.h.^ Bifreiðaeigendur athugið Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur ‘ almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum ávallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hag- stæðu verði. jSkeifan 11 Isimar 31340-82740 STILLJNG HF. Dodge Van sendibíll '71 Skipti á ódýrari bil. Kr. lioo hús. Bronco '74 með öllu kr. 2.500 þús. Plymouth Duster 1970 6 cyl, sjálfskiptur, vökvastýri. Hard-topp. Kr. 1300 þús. Fiat 127 árg. km. 50 þús. kr. 650 þús. 1 Bílasaían Bílagarður BS BC BORGARTÚNI 21 Símar: 29480 & 29750. Við seljum alla bila Sifelld þjónusta Sifelld viðskipti.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.