Vísir - 05.01.1978, Qupperneq 24
t
r-
VfSIR
gffiifl arath
Tl1
Opið virka daga
Laugardaga ki. 10-12
Sunnudaga kl. 18-22
Smáauglýsing í Vísi er enginQÍ«f4Áauglýsing
Opið virka daga til kl. 22.00 OOOll
Kristjqn Viðar og Tryggvi Rúnar
í gœsluvarðhaldi ó Litla Hrauni:
Einangrunarstaða
vart fyrir hendi
munu vera heldur óánægöir
meö þessa ákvöröun dóms-
málaráöuneytisins, vegna þess
aö aöstaöa til aö hafa menn i
einangrun þar er afar bágborin.
„Þeir veröa bara aö taka þvi
sem aö höndum ber”, sagöi
Helgi, „þaö er ekki i önnur hús
aö venda. Þessir einangrunar-
fangar auka vinnuna vissulega
og aöstaöan er ekki eins og best
veröur á kosiö, en þetta er
framkvæmanlegt samt sem
áöur.”—GA^
„Þaö er ekki hægt aö segja, aö
þetta sé létt i framkvæmd. en
þetta bjargast held ég”, sagöi
Helgi Gunnarsson fangelsis-
stjóri á Litia-Hrauni i samtali
viö Visi i morgun.
Tryggvi Rúnar Leifsson og
Kristján Viöar Viöarsson hafa
nú veriö fluttir austur og vegna
þess,aö þeir teljast i gæsluvarö-
haldi þar til Hæstiréttur hefur
dæmt i málinu veröa þeir haföir
I einangrun.
En fangaveröirá Litla-Hrauni
Allir karlþulir útvarpsins beinbrotnir:
Ekki rétt að bœnd-
ur eigi sökina!
„Nei, það er ekki rétt að
bændur hafi komið hingaö til aö
kvarta yfir fréttaflutningi og
skiliö okkur svona eftir en hins-
vegar er þaö rétt, að þrir af
fimm þulum útvarpsins eru
beinbrotnir”, sagöi Jón Múli
Arnason viö Visi i morgun.
„Hér eru þrir karlþulir og
tveir kvenþulir og þaö er karl-
peningurinn sem er i sárum.
Þetta byrjaði i lok nóvember
með þvi að karlþulur númer eitt
Pétur Pétursson tvibraut á sér
handlegginn. Karlþulur númer
tvö Jóhannes Arason fór þá og
fótbraut sig.” .
„Ég hafði að visu engan
áhuga á aö keppa viö þá en hins-
vegar þykir mér gaman að
halda bilnum minum hreinum
og geröi tilraun til þess um jólin.
Ég varaði mig ekki á niöurfalli
á þvottaplaninu steig ofan i þaö
og lék hinar ótrúlegustu jafn-
vægislistir áöur en ég svo lenti
og rifbrotnaði.”
„Þeir á Slysavaröstofunni
komust að þeirri niðurstöðu aö
þessi beinbrot á þulum væru
mjög merkileg. Ég komst hins-
vegar að þeirri niðurstöðu aö
það er afleitt að vera rifbrotinn,
maður þarf svo oft að ná andan-
um.”
„Kvenþulirnir okkar fara
ákaflega varlega þessa dag-
ana,” sagði Jón MUli.
—ÓT
Jón
Pétur
Jóhannes
SAUTJAN ARA
PILTUR BEIÐ
BANA
Sautján ára piltur úr
Reykjavlk beið bana á Svarts-
engi viö Grindavfk f gær.
Pilturinn var ásamt fleirum
aö vinna viö aðalstöö hitaveit-
unnar, er hann klemmdist
milli steypufleka, sem verið
var aö taka af flutningabll.
Veöur var slæmt. Viröist sem
ein festing á steypufleka hafi
bilað meö þessum hörmulegu
afleiðingum. Pilturinn var lát-
inn, er komiö var meö hann á
sjúkrahúsiö I Keflavfk og er
taliö, aö hann hafi látist sam-
stundis. Ekki er unnt aö birta
nafn hans aö svo stöddu.
— EA
Manns saknað
Um þaö leyti sem togari
lagöist aö bryggju f Hafnar-
firöi f morgun kom f ljós aö
einn af áhöfninni vantaöi.
Voru þegar geröar
ráðstafanir til að leita aö
manninum, en siöast_ mun
hafa sést til hans um borö f
togaranum um klukkan þrjú i
nótt. Lfkur eru taldar á þvi aö
maöurinn hafi falliö f sjóinn.
—EA
Maöurinn féllofan af svölum á nfundu hæöf þessu hiisl.
Vfsismynd: JA
LIFANDI
EFTIR FALL
OFAN AF
NIUNDU HÆÐ
Ungur piltur féll ofan af nf-
undu hæð niöur á steinsteypta
gangstétt i Reykjavik i gær-
kvöldi.
Munpilturinn hafa fallið niður
af svölum, en hann er fjórtán
ára gamall. Hann var staddur i
húsinu við Espigerði 4 þegar
slysiö varö. Hann var lagður á
gjörgæsludeild Borgarspitalans
og samkvæmtupplýsingum sem
Visir fékk þar i morgun, mun
liðan hans hafa veriö heldur
betri þá.
— EA
Nú verður fyrirframgreiðslan 70% af sköttum síðasta órs:
Greiða 40% tekjuskatt við
1.835 þúsund króna markið
— ef um einstaklinga er að rœða, en af 2.622 þúsundum hjó hjónum
Einstaklingar munu nú grciöa
hæstan tekjuskatt, 40%, af
skattgjaldstekjum^sem eru um-
fram 1835 þúsund krónur. Hjón
munu greiða 40% i tekjuskatt af
tekjum umfram 2.621.500 krón-
ur.
Þetta kemur fram i aug-
lýsingu frá ríkisskattstjóra um
ýmsar upphæðir i skattalögun-
um, en hún er byggð á ákvörðun
alþingis um, að skattvisitala
skuli vera 213 stig miðað við 100
árið 1975. Það er um 31% hækk-
un frá fyrra ári.
Einstaklingur mun nú greiða
20% tekjuskatt af skattgjalds-
tekjum, sem eru alltað 1.310.700
krónur, 30% skatt af næstu
524.300 krónunum en 40% af
þeim tekjum, sem hærri eru.
Hjón munu greiöa 20% af
fyrstu 1835 þúsundunum, 30% af
næstu 786.500 krónunum og 40%
af þeim tekjum, sem hærri eru.
Svonefndur persónuafsláttur
einstaklinga verður rúmlega 206
þúsund,en hjá hjónum rúmlega
308 þúsund. Barnabætur með
fyrsta barni verða 63.900, en
með öðru barni, og þeim sem
umfram það eru, 95.850 krónur.
Skattar verða umtalsvert
hærri i krónutölu á þessu ári en
þvisiðasta, og hefur rikisskatt-
stjóri ákveðið að fyrirfram-
greiðslan fyrri hluta þessa árs
skuli nema 70% af sköttum sið-
asta árs. Þetta er hærra
greiðsluhlutfall en nokkru sinni
fyrr.
—ESJ.