Vísir - 18.01.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 18.01.1978, Blaðsíða 5
Kortsnoj sakar landa sfna um að hafa beintað sér fdá-geislum' Harðorður í garð Sovétyfirvalda fyrir að neita konu hans og syni að flytja til hans í Sviss Viktor Kortsnoj, stórmeistari i skák, sagði i gærkvöldi að hann hafi orðið fyrir barðinu á ,,dá-geisl- um”, þegar hann var að tefla einvigið við Boris Spassky i Bel- grad. A flugvellinum i Zurich við komuna til Svisssagði Kortsnoj fréttamönnum, að geislunum hefði verið beint að honum annað hvort af Spassky sjálfum eða einhverjum 1 hópi áhorf- enda. Þvi heföi Spassky verið með sólgleraugu, augnskyggni eða sundgleraugu á stundum. Kvaöst Kortsnoj hafa áttað sig á því, að „eitthvað hættulegt var á seyði”, þegar Spassky forðaði sér ávallt frá borðinu um leið og hann hafði leikiö sfn- um leik. A blaöamannafundi i Belgrad fyrir fjórum dögum sagði Kortsnoj að hann hefði i huga að sækja um leyfi fyrir konu sina Viktor Kortsnoj við skákborðið — gekk illa að einbeita sér og telur sig hafa verið beittan brögðum. og son að flytja Ur Sovétrikjun- fyrir aö hafa neitað' Belu konu um. — t gærkvöldi bar hann hans (46 ára) ogIgor (18) áraað sovésk yfirvöld þungum sökum yfirgefa Sovétrikin. Ráðherra segir af sér vegna fjár- málahneykslis EGYPTAR OG ÍSRAELAR: Hvassyrtir und- ir veisluborðum Friedrich Halsten- berg, fjármálaráðherra Norður-Rin-Westfalen, sagði af sér i gær i kjöl- far hneykslis, sem varð- ar einn af stærstu bönk- um Evrópu. Hann hafði sætt gagn- rýni fyrir samskipti sin við Ludwig Poullain, en honum var vikið form- lega úr embætti i gær sem yfirmanni ,,West- deutsche Landesbank”. Talsmaður rikisstjórnarinnar sagði, að ráðherrann heföi sagt af sér eftir tveggja stunda fund i rikisráðinu i gær. Halstenberg hefur viðurkennt,. aðsérhafi verið kunnugtum þaö i október i haust, að Poullain sætti lögreglurannsókn vegna einnar milljónar marka umbunar til fjármálamanns I Stuttgart, sem sakaðurhefurverið um frjárdrátt og gjaldþrotasvik. Ráðherrann, sem á sæti i bankaráöi Landesbank, haföi engu að siður samþykkt nýjan fimm ára ráðningarsamning við Poullain (þ. 2. desember). Undir stjórn Poullain óx West- deutsche Landesbank úr minni- háttar banka að umsvifum svo að hann er nú sjötti stærsti banki Evrópu i dag. Utanríkisráðherrar USA, Utanrikisráðherrar tsraels.Egyptalands og Bandarikjanna hefja i dag formlegar viðræð- ur um friðarsamninga til handa Austurlönd- um nær. Áður en þeir koma saman allir þrir, hittir Cyrus Vance, utan- ríkisráðherra USA þá Moshe Dayan og Mohammed Kamel að ísraels og Egyptalands á máli, hvorn i sinu lagi. Ráðherrarnir hittust til þess að heilsast i gær, og gerði Kamel, utanrikisráðherra Egyptalands, Israelum bylt við meö þver- girðingslegri yfirlýsingu viö það tækifæri: „Það verður enginn raunverulegur friður i Palestinu fyrir hús Isræls, nema þar veröi jafnframt heimili fyrir Palestinu- þjóðina,” sagði hann. Aftur á móti kom aö Egyptum að láta sér bregða i brún, þegar Begin forsætisráðherra Israels flutti ræðu I lok kvöldverðarboös i gærkvöldi. Gætti þar haröari af- stöðu en Israelsmenn hafa hingað tíl látið i veðri vaka i friðarum- fundum í dag ræðunum. Virtist Begin þar hafna öllum kröfum Kamels um að tsraelaryrðuallir með tölu á burt af hernumdu svæðunum, og að Palestinuarabar stofnuðu sjálf- stætt riki. Begin sagöi að friður fengist aldrei með þvi móti að hverfa aft- ur til landamæranna eins og þau hefðu veriö fyrir sex daga striðið 1967 — „illverjanleg, árásar- freistandi og blóðsúthellandi.” Kamel utanrikisráöherra rann auðsjáanlega i skap við þessa ræðu. Stóð hann upp og kvaö rétt að geyma pólitískt þras uns sest væri viö samningaborðiö — Lét hann það ógert aö mæla fyrir skál á móti. Ætluðu þeir að kaupa Gaza og vesturbakkann? Eitt af fréttaritum Austurlanda nær hélt því fram i gær, að Saudi-Arabia hefði boð- ist til þess að kaupa vesturbakka árinnar Jórdan og Gazasvæðið af tsrael til þess að stofna á þvi landi rfki Palestinu-araba. 1 þessum skrifum eru ferða- menn frá Jeddah bornirfyrir þvi, að Saudi-Arabia hafi lagt þetta tilboöfyrir Carter forseta I heim- sókn til Riyadh 3. janúar. Enn- fremur er sagt, að Bandaríkja- forseta hafi verið boðið, að Saudi-Arabia mundi auka oliu- framleiðslu og útflutning :sinn ef sanngjörn lausn yrði tryggð á vandamálum Palestinuaraba. Fréttaritið „News Digest”, sem birtir þessa frétt þykir að öllu jöfnu nokkuð áreiðanlegt og vel upplýst um stjórnmál og efna- hagsmál i Austurlöndum nær. En blaðið birti ekki með fréttinni neina opinbera staðfestingu á þessari frásögn. (Blaðafulltrúi Carters foreta sagði i gærkvöldi, að hann gæti ekki heldur staðfest þessa frétt.) Einn af hverjum tuttugu kaupendum okkar hlýtur kr 200.000.oo i verðlaun Fasteignasalan Afdrep Skúlatúni 6, símar 28644 & 28645. Seljendur, látið AFDREP annast söluna. Þorsteinn Thorlacius viðskiptafræðingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.