Vísir - 18.01.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 18.01.1978, Blaðsíða 11
VTSIB Miðvikudagur 18. janúar 1978 11 HJÁLPARSTÖÐ FYRIR DÝR KOMIÐ Á FÓT í HÚSNÆÐI DÝRASPÍTALANS: „ Veitum dýrum aðhlynningu og dýravinum upplýsingar" „Undirtektir hafa verið góðar og nóg að gera bæði við það að veita dýrum aðhlynningu og veita mönnum, sem eiga dýr upplýsingar”, sagði Sigfrið Þór- isdóttir dýrahjúkrunarkona i samtali við Visi en nýlega hefur stjórn Dýraspitaia Mark Wats- ons ákveðið að opna hjálparstöð fyrir áýr I héiicti ipiUlMi vi* Fáksvöll i Viðidal við Vatns- veituveg. Ákvörðun um opnun hjálpar- stöðvarinnar var tekin eftir að formaður stjórnar spitalans hafði gert grein fyrir margra mánaða viðræðum við þá aðila er þessi mál heyra undir um ráðningu dýralæknis við spital- ■■■. Litiil áraagur befur.orðið Hjálparstööin var opnuð fyrir rúmri viku og fólk er f Ijótt að bregða við og koma með dýrin til hjúkrunar. Á myndinni er Sigfríð Þórisdóttir að meðhöndla einn //Sjúklinginn". Vísismynd JEG. af þeim viðræðum að þvi er seg- ir í frétt frá stjórn Dýraspltala Watsons. Dýrahjúkrunarkona hefur verið ráöin til aö veita hjálparstöðinni forstöðu. Stöðinni hafa verið settar eft- irfarandi reglur til að starfa eft- ir: Að veita skyndihjálp við sjúk dýr þar til þau komast undir læknishendi. Að annast þjónustu við hesta, þ.á.m. afnot af röntgentækjum spitalans. Að hafa með höndum móttöku og umönnun dýra sem hafa villst frá heimilum sinum. Að sjá um leit að heimilum fyrir heimilislaus dýr. Að rannsaka kvartanir vegna illrar meðferðar á dýrum. Þá mun stöðin vinna i nánu sambandi við lögreglu og dýra- verndunarfélög vegna slysa sem dýr valda. Hjálparstöðin verðuropin alla virka daga kl. 1-6 og siminn þar er 76620. Að sögn Sigf'riðar hafa þeir „sjúklingar” sem komið hefur verið með til meðferðar ekki verið alvarlega veikir. Það sem hrjáir dýrin eru helst smá- skurðir og graftarkýli. Sagði Sigfriður að hún gerði það sem hún gæti annars væri fólki visað til dýralæknis ef mikið væri að. Nokkuð er um það að hvolpaeig- endur hafi haft samband við stöðina og beðið hana að hafa milligöngu um að losa þá viö hvolpana ef eitthvert fólk heföi áhuga á að eignast hvolp. Sigfrið sagði að hún væri með hvitan kött i vanskilum og vildi beina þvi til eigandans að hafa samband viö stöðina. — KS Hjálparstöðin er með hvftan kött í vanskilum. Hann er hér í góðum félagsskap en eigandinn er beðinn að hafa samband við stöðina. Vísismynd JEG. HVAÐ ER ISLENSKT MÁL? Því vil ég helst svara svo: íslenskan á hverjum tima er það mál, sem hljómar af vörum fólksins i landinu, i allri þeirri fjölbreytni, sem má rekja til einstaklingseinkenna, sveitar- brags og lifshátta. Þarna er íslenskan í bókaskápnum Ég veit að sumir mótmæla þessari skilgreiningu. Þeir viðurkenna ekki, að „rétt mál” sé fjölbreytt eins og einstakl- ingarnir sem tala það. Þeir fall- ast ekki einu sinni á þá islensku, sem er „best” og „fegurst” töl- uð nú á dögum. Þeirra sanna is- lenska er sú, sem þeir halda að hafi verið töluð upprunalega, i einhverri óskilgreindri fyrnd. Þeirra óskadraumur er sá, að i þessari þokukenndu forneskju hefði þessi gullaldarislenska verið fest á bækur. Svo mundu þeir vilja gefa þessar bækur út og stinga þeim inn i alla bóka- skápa landsins og segja svo: Þarna er islenskan, inni i bóka- skápnum. Þá væri eftir þrautin þyngri að láta ekki heyrast aöra islensku en þá, sem i bóka- skápunum væri geymd. Allan persónulegan raddblæ þyrfti aö nema burt úr máli manna. Helst þyrfti að láta fólkið tala inn i einhvers konar trekt eða siu, sem skilaöi málinu út úr sér dauðhreinsuðu og fyrndu. Ekki mætti heyrast þýölegt hvisl eða hás reiðiorö, allt yrði að vera slétt og fellt i staðlaðri tónhæð helst meö karlmannsrödd. Með nútima tækni væri vafa- laust hægt að staðla málið á þessa lund. En þætti þér ekki, lesandi góður, sem þá væri ein- hvers i misst? Póll Bergþórsson skrifar: Úr því að við erum sammóla um,ad hver og einn megi tala eins og honum finnst fegurst og smekklegast, hvers vegna má þá ekki stafsetja mál sitt sem nœst þessum framburði, sem hverjum og einum er lagið? Af hverju þurfa allir aö skrifa eins? Ég hef ekki fest þessar fjar- stæðu hugrenningar á blað vegna þess, að nokkur hafi lýst þeirri skoðun sinni, að eins kon- ar tungustýringu eigi að setja á fólkiö, svo að út úr þvi komi aldrei annaö en staölað bókmál, gerilsneytt og ópersónulegt. Að visu hefur orðið vart viö örlitlar tilhneigingar i þessa átt, eftir enskum fyrirmyndum um heldrimannamál. En þær hug- myndir hafa fengið litinn hljóm- grunn, og vonandi fáum við enn um sinn að tala hvert um sig eins og röddin og tilfinningin leiðbeinir okkur. En nú spyr ég þig i einlægni, lesandi góður: Úr þvi að viö er- um sammála um, að hver og einn megi tala eins og honum finnst fegurst og smekklegast, hvers vegna má þá ekki staf- setja mál sitt sem næst þessum framburði, sem hverjum og ein- um er laginn? Af hverju þurfa allir að skrifa eins, fyrst ekki er nauðsynlegt, aö allir tali eins? Þessari grundvallarspurningu finnst mér hollt að velta fyrir sér. Með þvi er hægt aö hef ja sig yfir þá lágkúru, sem hefur að undanförnu einkennt flest deilu- skrif um setu eða ekki setu, bók- staf, sem hefur ekki samsvörun i munni eins einasta Islendings. Leikmannshugmyndir um framburðarstafsetn- ingu Nú er það að visu fjærri mér að halda, að meö stafsetningu sé hægt að ná nema örlitlu af þeim blæbrigðum máls, sem út af munninum gengur. En þvi meiri ástæða er þó til að nýta þá möguleika, sem bókstafirnir gefap^ú þess að koma málskyni og sinekk skrifarans á fram- færi. Sem ólæröur leikmaöur i þessu efni hef ég talsvert hug- leitt slika framburöarstafsetn- ingu. 1 blaöagrein er enginn kostur að kryfja það mál til mergjar, en þó vil ég geta um nokkrar frumreglur, sem mér finnst þurfa aö fylgja. Svo geta málfræöingarnir komið með endurbætur. Bókstafina vil ég hafa eins og þeir eru á islenskum ritvélum, nema hvað z, é, y, ý, x og c eru óþarfir i islensku máli. Hins vegar eru not fyrir q og w. Tvi- hljóðar eru óbreyttir eftir þvi sem unnt er. Röddunarleysi hljóðs er táknað með h fyrir framan, hvort sem er inni i oröi eða fremst, nema til sé sér- stakur bókstafur til að tákna óraddaða hljóðið, t.d. þ og f. Tvöföldun bókstafa er einungis notuð til að tákna lengd hljóða og aðblástur. En þaö er ekki nóg meö, að með þessu geti skrifari komið sem best á framfæri málsmekk sinum, heldur tel ég, að staf- setning eins og þessi sé bráð- nauðsynleg i alþýðlegum um- ræðum um islenskan framburö, til dæmis um muninn á vest- firsku, norölensku, hornfirsku og sunnlensku. Til gamans eru hér sett i ramma nokkur dæmi um þessa fjölbreytni i islensku málfari. En ekki er hún samt mikil i samanburði við unaös- lega tilbreytingu hins mæta lif- andi máls. Sunnlenskur framburður Jcq havði meö mjer tösgu á þessu lánga rábi og saung adla leiöina. Bojji er vardla hehnduhqd leigfáng firir bardnið. Sdúhlgurdnar og pihldardnir hava traþgaö landið á údi- sgjehmduninni. Iiqwar er hettan min? (w er tvivaramælt v).' Vestfirskur framburður Jeq hawdi með mjer tösgu á þessu langa rábi og söng adla ieiðina. Bojji er vardla hehnduhqd leigfang firir bardnið. Sdúhlgurdnar og pihldardnir hava traþgað landið á údisgjehmduninni. Kvar er hettan min? Norðlenskur framburður Jeq habði með mjer tösgu á þessu lánga rápi og saung adla leiðina. Bojji er vardla hentuhqd ieikfáng firir bardnið. Sdúlkurdnar og pihldardnir hava traðkað landið á úti- sgjemtuninni. Kvar er hettan min? Hornfirskur framburður Jeq havði mcð mjer tösgu á þessu lánga rábi og saung adla leiöina. Boji er varla hehnduhqd leigfáng firir barnið. Sdúhlgurnar og pihldarnir hava traþgað landið á údisgjehmduninni. Hqvar er hettan min?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.