Vísir - 01.02.1978, Page 10

Vísir - 01.02.1978, Page 10
10 VÍSIR Utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdarstjóri: Davið Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson abm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð mundurG. Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Árni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8 simar 86611 og 82260 Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verö i lausasólu kr. 90 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. í þágu arðsemi og menningar Um nokkurt skeiö hafa menn horft upp á vaxandi vandamál í þéttbýli vegna lélegrar nýtingar á gömlu húsnæði. í Reykjavík hefur t.a.m. orðið alvarleg byggðarröskun, sem að verulegu leyti á rætur að rekja til þeirrar óskynsamlegu húsnæðislánastefnu, að höfuð- áhersla hefur verið lögð á lánaveitingar til nýbygginga. Ingvar Gíslason alþingismaður hefur nú á ný lagt fram frumvarptil laga um breytingar á lánastarfsemi Húsnæðismálastofnunar ríkisins, er miðar að þvi að snúa við blaðinu í þessum efnum. Hugmynd þingmanns- ins er sú, að meðal aðalverkef na Byggingasjóðs verði að lána fé til kaupa á gömlu húsnæði og ennf remur að lána jöfnum höndum til endurbyggingar og nýsmíði. Hér er um gagnmerkt frumvarp að ræða. Það miðar að lausn á vandamáli, sem menn hafa vitað af um nokk- urn tíma, en ekki gef ið nægjanlegan gaum. Sveitarfélög- in hafa ekki haft aðstöðu til að hef ja lánastarfsemi til kaupa á gömlum húsum til mótvægis við nýbyggingarn- ar. Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa af þeim sökum lengi óskað eftir breytingum á lánastefnu Húsnæðis- málastofnunarinnar í því skyni að mæta þessu vaxandi vandamáli Frumvarp Ingvars Gíslasonar er óumdeilanlega stórt skref í rétta átt. En vandamálið, sem fyrir hendi er í þessu sambandi, er í rauninni tvíþætt. I fyrsta lagi hafa menn ekki áttaðgang að nægjanlegum lánum til kaupa á gömlu húsnæði. Ungt fólk hef ur því orðið að ráðast í ný- byggingar. í annan stað hefur verið erfiðleikum bundið að fá lán til endurnýjunar á gömlu húsnæði og af þeim sökum hefur nýting þess ekki orðið sem skyldi. Smám saman hafa augu manna verið að opnast fyrir því, að það-er þjóðhagslega hagkvæmt að viðhalda göml- um húsum i stað þess að þenja út nýja byggð í jaf n ríkum mæli og gert hefur verið. Það er augljóslega rétt, sem Ingvar Gíslason benti á í f ramsöguræðu fyrir f rumvarpi sinu, að frá þjóðhagslegu sjónarmiði er skynsamlegt að beina auknu f jármagni til uppbyggingar og viðhalds á gömlu húsnæði. Það er vissulega vert eftirtektar, þegar þingmenn hafa frumkvæði að umbótamálum sem þessum. Reynsl- an sýnir að tillögur af þessu tagi vilja rykfalla í ráðu- neytisskúffunum. Frumvarp Ingvars Gíslasonar er skýrt dæmi um það, hvernig þingið getur sjálft haft for- ystu um lausn vandamála og viðfangsefna og þarf ekki að láta stjórnast af seinvirkum ráðuneytum. í umræðunum um þetta frumvarp benti einn af þing- mönnum Reykvíkinga, Ellert B. Schram, á þá alvarlegu staðreynd, að þrátt fyrir fólksfækkun í Reykjavík hafa ný hverfi sprottið upp með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Þetta á m.a. rætur að rekja til lélegrar nýtingar á gömlu húsnæði. Allur kostnaður borgarinnar við ýmis konar þjónustu eins og t.d. skóla og heilsugæslu verður af þessum sökum miklu meiri en vera þyrfti, ef jafn- vægi ríkti í þessum efnum. Þá er einnig verð athygli sú hugmynd, sem Ellert Schram setti fram í umræðunum um frumvarp Ingvars Gislasonar, að hækka lán Byggingarsjóðs með því að veita þau ekki nema einu sinni til sama aðila. Menn fengju þá lán til þessað koma yf ir sig þaki i fyrsta skipti en ekki þegar menn byggðu eða keyptu og ættu hús f yrir. Aðalatriðið er þó að breyta þeirri útlánastef nu, sem fylgt hefur verið. Ærin ástæða er til að knýja á um að frumvarp Ingvars Gíslasonar verði ekki látið daga upp í nefnd. Þetta umbótamál á einfaldlega að afgreiða á þessu þingi. Það hef ur bæði þjóðhagslegt gildi og menn- ingarlegt. „Höfuð óvinur konunnar er ekki karlmoður- * ## inn „Þegar minnst er á kvennabaráttu dettur flest- um í hug Rauösokkahreyf- ingin og f framhaldi af þvi kjörorö , sem beinast gegn karlmönnum, gegn heimil- inu og gegn barneignum. Aróbur sem þessi er ein- kennandi fyrir þá hreyf- ingu... Höfuö óvinur kon- unnar er ekki karlmaöurinn, og ekki eiga allar konur heidur sameiginlega hags- muni”, segir i tilkynningu frá hópi kvenna, sem starfa aö undirbúningi alþjóölegs baráttudags kvenna, sem er 8. mars n.k. i Bandarfkjun- um fóru verkakonur i fyrsta sinn i verkfal! á þessum degi og undirbúningshópur hér á landi vill stuöia aö þvi aö þessi dagur veröi baráttu- dagur verkakvenna hér á iandi sem annars staöar I heiminum. „Hér á islandi hefur lftiö fariö fyrir þessum degi enda hefur kvennabar- áttan hér fyrst og fremst veriö leidd af mennta- og yf- irstéttarkonum”, segir i til- kynningunni. Stofnfundur „8. mars hreyfingarinnar” veröur haldinn i kvöld kl. 20.30 i sal rafvirkja og múrara aö Freyjugötu 27, annarri hæö. —KP. Einar Kristjánsson rithöfundur frá Hermundarfelli er einhver áheyrilegasti fyrirlesari sem nú ervöl á i útvarpi eöa á manna- mótum. A skemmtun, sem Al- þýðubandalagið hélt á lands- fundi sínum i haust sagði hann á ógleymanlegan hátt frá póli- tiskum hræringum i Þistilfirði á ungdómsárum sinum. Um sam- stjórn Framsóknar- og Sjálf- stæðismanna i kaupfélögum og annarstaðar hafði hann þetta að segja: „Þið vitið hvernig það er, þeir hanga saman á l'iðileg'héitun- um”. Oft kemur mér þessi setning i hug, þegar afrek núverandi rikisstjórnar ber á góma. Þá fer ég oft að velta fyrir mér, hvort það séu persónuleg liðlegheit ráðherranna, sem þarna ráði ferðinni. En niðurstaðan verður alltaf sú sama: Það er siður en svo. Það er nú eitthvað annað. Fyrirmynd um vöndugheit Ekki get ég sagt, að ég þekki alla ráðherrana persónulega, en get þó dæmt nokkuð um verð- leika þeirra flestra. Við Geir Hallgrimsson vorum bekkjarbræður i stærðfræði- deild Menntaskólans i Reykja- vik. Hann var fyrirmynd um vöndugheit og framkomu alla, og ég hef enga ástæðu að ætla, að hann hafi breyst að þvi leyti. Stjórn hans á málum Reykja- vikurborgar bar lika þessi ein- kenni hvað sem um ihaldið má segja. En þegar hann tekur við forsjá landstjórnarinnar, fer allt úr böndunum. Þá hamast verðbólgan eins og fælin ótemja. Þá sjaldan að reynt er að taka i taumana með aðgerð- um, sem ef tilvill þurfa að vera nokkuð sársaukafullar þá eru þær þess eðlis, að þær magna aðeins vandamálið, eins og væntanleg gengisfelling mun gera. Hið besta vegarnesti Ólafur Jóhannesson hefur að allra dómi haft hið besta vegar- nestifrá æskustöðvum sinum og uppruna, hvað snertir heiðar- \ \ Páll Bergþórsson segir aö samkvæmt útilok- unarreglunni hljóti hvaöa samsteypu- stjórn sem er að vera betri en samstjórn framsóknar- og sjálf- stæðismanna. FOLK LÆTUR EKK Guðmundur H. Garðarsson, alþm. 1 tilefni frumvarps um frjálsan rekstur hljóðvarps og sjónvarps á Islandi. I byrjun yfirstandandi þings lagði greinarhöfundur fram frumvarp til laga um breytingu á gildandi útvarpslögum á þá lund að núverandi einkaleyfi rikisins á hljóðvarps- og sjónvarpsrekstri á Islandi verði afnumið. Frum- varpið hefur fengið góðar undir- tektir hjá öllum almenningi og sérstaks áhuga gætir meðal ungs fólks fyrir framgangi þess. Er það vel skiljanlegt þegar höfð er i huga hin sterka frelsisþrá ís- lendinga og rótgróin andúð á tak- markalausu valdboði. Að treysta fólkinu En eins og við er að búast um meiriháttar mál einkanlega ef þaufela i sérróttækar breytingar á rikjandi ástandi eru skiptar skoðanir um ágæti þess að fleiri aðilar fái að fjalla um hljóðvarps- og sjónvarpsrekstur á Islandi en nú á sér stað. Við sem trúum á einstaklings- frelsið treystum fólkinu og ein- staklingnum sjálfum bezttil þess að fjalla um og ráða sem mestu i eigin málum. 1 frelsinu felst lifs- hamingja einstaklings og þjóðar. Tjáningarfrelsið telst til mikil- vægustu mannréttinda. Þess vegna vilja þeir sem unna frels- inu afnema rikiseinokun á þessu sviði fjölmiðlunar. Um aukið frelsi á þessu sviði tjáningar- forms gilda sambærileg rök og við eiga um frjálsa útgáfu dag- blaða, timarita, bóka, o.þ.h. 1 stjórnarskrá Lýðveldisins Is- lands frá 1944 segir i 72. gr.: „Hver maðuráréttá að láta i ljós Guðmundur H. Garö- arsson alþingismaður skrifar um frjálsan út- varpsrekstur og segir m.a. aö stofnanavald- iö/ samtryggingakerf- ið og hagsmunaklikur stjórnmálaf lokkanna muni ásamt komm- únistum reyna aö koma i veg fyrir að einstaklingar og félög fái það sjálfsagða frelsi að fjalla um og hefja rekstur sjálf- stæðra hljóð- og sjón- varpsstöðva. J prentfrelsið og að með sérstökum lögum eru settar ákveðnar tak- markanir á sjálfstæði manna gagnvart öðrum tjáningarform- um er það staðreynd að I reynd hafa litlar hömlur verið settar á frelsi manna til að láta i ljósi skoðanir sinar i rikisútvarpinu hafi þeir á annað borð komizt að. Meðal annars um þetta atriði þ.e. takmarkaða og skerta möguleika fólksins til að komast að i hinum rikisreknu f jölmiðlum, hljóðvarpi og sjónvarpi, snýst umræðan. Hverir eiga að komast að? Hverj- ir eiga að ákveða val efnis frétta, hljómlistar, kvikmynda o.sv.frv.? A að færa ákvörðunar- tökuna nær fólkinu sjálfu með að- stoð nýrra rekstrarforma sem fela i sér nýja og áður óþekkta valddreifingu á þessu sviði fjöl- miðlunar hérlendis? A viðsýni og framfarahugur að fá að ráða? Eða á að viðhalda stöönuðu rikis- rekstrarformi, þar sem starfs- menn ráða takmörkuðu en yfir vötnum svifur andi pólitiskra hagsmuna. Gallað skipulag hugsanirsinaráprenti, þó verður hann að ábyrgjastþærfyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei i lög leiða.” Frelsisskerðing Þótt framangreint stjórnar- skrárákvæði sé takmarkað við Hið rikisrekna hljóð- og sjón- varpfullnægir ekki kröfum lands- manna um fjölbreytni I efnis- og fréttavali flutningi hljómlistar, kvikmynda o.sfrv. t þeim efnum er ekki við starfsmennina að sak- ast nema siður sé. Höfundur þessarar greinar, sem er einnig flutningsmaður frumvarpsins um frjálsan hljóðvarps- og sjón- varpsrekstur á íslandi hefur margraára góða reynslu af sam- starfi við fjölda hæfra og góðra starfsmanna þessara stofnanna. Það er skipulagið, einokunin, stofnanavaldið og samtrygging- ing, sem útilokar að hið rikis-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.