Vísir - 02.02.1978, Síða 1
TONNA BATUR STRAND-
í ARNARFIRÐI í NÓTT
207
AÐI
Áhöfn heil á húfi — beðið eftir flóði
Hafrún BA 400 frá
Bildudal strandaði i
nótt við Austmannsdal
sem er á miili Bakka og
Fifustaðar i Arnarfirði.
Tilkynning um
strandið barst klukkan
3.45 i nótt i gegnum ísa-
fjarðarradió. Skömmu
eftir að tilkynningin
barst var varðskip
komið á staðinn og
björgunarsveit Slysa-
varnafélagsins á Bildu-
dal hélt þegar af stað til
björgunar.
Klukkan rúmlega fimm i
morgun bárust þær fregnir aö
varðskipsmenn væru komnir
um borð og var þá verið að
undirbúa að koma vir á milli. A
áttunda timanum var þvi lokið
og var þá beðið eftir flóði upp úr
hádegi með að taka i bátinn.
Sex menn eru um borö i Haf-
rúnu sem er 207 tonna bátur i
eigufiskvinnslunnar á BQdudal.
Báturinn hét áður Þorsteinn
RE.
Enginn leki var kominn að
bátnum er siðast fréttist og
mönnunum engin hætta búin.
Norðanátt var á þessum
slóðum.
—EA
Dregið í áskrifendagetrauninni í gœrkveldi:
FYRSTI VISIS-
BÍLLINN FÓR
TIL RAUFAR-
HAFNAR
Samkvæmt áætlun var
dregið úr réttum seðlum í
áskrifendagetraun Vísis í
gærkveldi, og er skemmst
frá því aðsegja, að Derby-
bíllinnn kom í hlut eins af
áskrifendum Vísis á Rauf-
arhöfn. Sá heppni heitir
Grétar ólafur Jónsson og
er sjómaður, kvæntur og
þriggja barna faðir.
Svo skemmtilega vill til að fjöl-
skylduna vantaði einmitt bil og
•ná þvi með sanni segja að billinn
hafi lent á réttum stað.
Það að þessi fyrsti bill i áskrif-
endagetrauninni fer út á land,
sýnir vel þá breytingu, sem
hefur oröið á útbreiðslu Visis
undanfarin misseri, það er að
hann er ekki lengur Reykjavikur-
blað, heldur blað landsins alls.
Allir réttu svarseðlarnir frá
áskrifendum Visis verða nú
áfram i kassanum hjá okkur,
þannig að þeir, sem þá seöla
eiga, hafi áfram möguleika á aö
eignast þá tvo bila sem enn eru
eftir, Ford Fairmont og Simca.
Siðan verða birtir nýir get-
raunaseðlar i þessum mánuði, i
mars, april og mai, og er rétt að
hvetja áskrifendur til að muna
eftir að senda þá til Visis, þegar
þeir hafa fyllt þá út.
„Það er bara svona"
varð vinningshafanum á orði
„Það er bara svona’,’ varð
Raufarhafnarbúanum Grétari
Ólafi Jónssyni aö orði, þegar
Davið Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Reykjaprents,
útgáfufélags Visis, tilkynnti
honum i gærkvöldi, að hann
hefði hreppt Derby-bilinn i
áskrifendagetraun Visis.
Grétar Ólafur kvaðst hafa
ætlaö á sjóinn i dag, en taldi
fulla ástæöu til þess að hann
tæki sér fri, til þess að átta sig á
þvi, að hann væri orðinn rúm-
lega tveimur milljónum króna
rikari.
Blaðamaður Visis hringdi i
þennan nýja bileiganda i morg-
un og er viðtalið við hann birt á
baksiðu.
Þúsundir getraunaseðla höfðu borist i gærkveldi og um kvöldmat-
arleytið dró svo Magðalena Gestsdóttir, starfsmaður VIsis, einn
seðil úr kassanum, og kafaði djúpt samkvæmt fyrirmælum Jónasar
Gústafssonar, fulltrúa Borgarfógeta, sem var viðstaddur dráttinn.
Visismyndir: JA.
BOÐIÐ
SUÐUR
Visir býður vinningshafanum
' og konu hans suður til Reykjavik-
ur tilþessað taka við vinningnum
og einnig hefur umboðsmanni
Visis á Raufahöfn verið boðið til
höfuðborgarinnar af þessu tilefni.
Fyrirhugað er að þessir gestir
Visis komi suður i dag.
Gengisfelling eða
gengissig?
MYNDI
HRATT
SIG
NÆGJA?
— sjá baksíðufrétt
Hœttulegt
lyf fyrir
sykursjúka
á markað-
inum hér
— sjá frétt og
viðtöl bls. 7
BORGARSTJÓRI SVARAR
LESENDUM VÍSIS í KVÖLD
Birgir ísleifur Gunnarsson
borgarstóri mun svara lesend-
um Vísis isima blaðsins —86611
— milli kl. 19.30 og 21 I kvöld,
fimmtudagskvöld. Þá geta þeir
sem vilja hringt og fengið sam-
band við borgarstjóra og borið
fram spurningar um málefni
borgarinnar.
Frásagnir af spurningum les-
enda og svörum bograrstjóra
verða siöan birt i Visi á morgun
og laugardag. Blaðið vill hvetja
lesendur til að undirbúa spurn-
ingar sinar og hafa þær stuttar
og gagnorðir svo að sem flestir
geti komist að.
Fyrir stuttu sat Garðar Valdi-
marsson skattrannsóknarstjóri
fyrir svörum hjá lesendum VIsis
og urðu þá margir frá að hverfa
án þess að ná sambandi vegna
þess fjölda sem hringdi. Nú höf-
um við lengt fyrirspurnartim-.
ann og lesendur geta hringt i
sima 86611 milli klukkan 19.30
og 21 I kvöld.
—SG
\