Vísir - 02.02.1978, Page 10
10
VÍSIR
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Olafur Ragnarsson
Ritstjornarfulltrui: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð
mundur G. Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn:
Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jónína
Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli
Tynes, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Utlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8
simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 1700 á
mánuði innanlands.
Verð i lausasölu
kr. 90 eintakið.
Prentun
Blaðaprent h/f.
Jöfn sakarskipting
Ljóst er nú að stjórnvöld ætla að mæta aðsteðjandi
vanda útflutningsatvinnuveganna með lækkun á gengi
krónunnar, þó að enn haf i ekki verið teknar endanlegar
ákvarðanir um þær ráðstafanir, sem gerðar verða. Þessi
leið horfir fyrst í stað til aukinnar verðbólgu, en um
framhaldið fer eftir því, hvernig á verður haldið.
Ef gengislækkunarleiðin hefði ekki verið valin komu
tveir aðrir kostir til greina. I fyrsta lagi að stórauka
skattheimtu til þess að styrkja útf lutningsatvinnuvegina
og i öðru lagi að lækka allt verðlag og kaupgjald í land-
inu.
Alþýðubandalagið hefur nú lagt fram tillögur gegn
áformum ríkisstjórnarinnar, þar sem gert er ráð fyrir
niðurfærslu verðlags með lækkun söluskatts. Að ýmsu
leyti sýnist eðlilegt að ráðast gegn verðbólgu með niður-
færslu. En flestum er þó Ijóst að sú leið er ófær, a.m.k.
nú.
Ef niðurfærsluleiðin ætti að koma að haldi þyrfti gíf-
urlega lækkun bæði á kaupgjaldi og verðlagi. Bein lækk-
un á kaupgjaldi er óframkvæmanleg við ríkjandi að-
stæður, enda miða tillögur Alþýðubandalagsins aðeins að
lækkun verðlags. Kjarni málsins er á hinn bóginn sá, að
slik takmörkuð niðurfærsla breytir engu um þann vanda,
sem við er að etja að þvi er útflutningsatvinnuvegina
varðar.
Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að halli f iskvinslunnar
nemi 12 milljörðum króna á þessu ári. Þá er reiknað með
kostnaði eins og hann er nú í janúar. Inn í þá mynd er
t.a.m. ekki tekin væntanleg vísitöluhækkun launa, sem
ræðst af framvindu verðlags í landinu á næstu mánuð-
um.
Yf ir 50% af kostnaði f iskvinnslunnar eru kaup á hrá-
ef ni og launakostnaður er 25 til 30%. Þannig kemur í Ijós
aðekki verður hreyft af heildarkostnaði fiskvinnslufyr-
irtækjanna nema lækka fiskverð og kaupgjald. Lækkun
vöruverðs hefur því ákaflega lítil áhrif á afkomu á út-
f lutningsatvinnuveganna.
Sú takmarkaða niðurfærsluleið, sem Alþýðubandalag-
ið hefur gert tillögur um og formaður Alþýðuflokksins
lýst stuðningi við, kemur því ekki í veg fyrir yf irvofandi
stöðvun útf lutningsframleiðslunnar. Að því leyti er það
réttsem forsætisráðherra hefur sagt um þessar tillögur,
að þær eru holar eins og tóm tunna.
Ríkisstjórnin stendur hins vegar frammi fyrir þeirri
bláköldu staðreynd að þurfa að gripa til aðgerða, sem
hafa áhrif til hækkunar á verðlag í landinu. Um leið er
fyrirsjáanlegt að fyrir kosningar verða tæplega gerðar
ráðstaf anir til þess að koma á varanlegu jaf nvægi í þjóð-
arbúskapnum. En eins og málum er komið hlýtur kosn-
ingabaráttan að snúast um leiðir að því marki.
Engum vafa er undirorpið að kjarasamningarnir síð-
astliðið sumar hafa valdið því að gengi krónunnar hef ur
fallið. Þó að nú sé verið að taka ákvörðun um
gengislækkun hefur krónan verið of hátt skráð mánuð-
um saman. Sú kaupmáttaraukning, sem varð á síðasta
ári, hef ur þessi áhrif fyrir þá sök m.a. að ekki var nægj-
anlega dregið úr f járfestingu. Til þess að koma í veg f yr-
ir að þjóðarútgjöld færu f ram úr þjóðartekjum var nauð-
synlegt að takmarka launahækkanir eða minnka fjár-
festingu ali verulega. Hvorugt var gert og þar af leiðir
að við stöndum enn einu sinni frammi fyrir gengisfell-
ingu.
Sökin skiptist nokkurn veginn jafnt milli stjórnvalda
og forystumanna hagsmunasamtakanna. En með þeim
aðgerðum, sem nú standa f yrir dyrum er verið að glíma
við afleiðingar verðbólgunnar en ekki rætur hennar.
Fyrir stjórnvöldum, núverandi ríkisstjórn eða annarri
sem mynduð yrði eftir kosningar, blasir hins vegar það
verkefni að höggva að rótum meinsemdarinnar með
markvissri jafnvægisstjórn í efnahagsmálum.
Fimmtudagur 2. febrúar 1978
VISIR
íslenskt einangrunargler:
Stóðst
mjög
vel
gœða-
prófun
#
i
Noregi
— rœtt við
Sigurjónsson
deildarverk-
frœðing hjó
Rannsóknar-
stofnun
byggingar-
iðnaðarins
„Niðurstöður skýrsl-
unnar voru í stórum
dráttum þær að gler frá
1973 og yngra hefur enst
vel og litið bilað en hins
vegar hefur gler frá 1969-
1972 bilað nokkuð mikið",
sagði Jón Sigurjónsson
deildarverkfræðingur hjá
Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins en
hann stjórnaði umfangs-
mikilli könnun á vegum
stofnunarinnar á ástandi
einangrunarglers og nú
er komin út lokaskýrsla
um þessa könnun.
Sagði Jón að könnunin hafi
náð til allra verksmiðja sem
setja saman gler hér á landi.
Þær verksmiðjur eru sex, ein á
Akureyri, ein á Hellu og fjórar á
höfuðborgarsvæðinu. Reynt var
að skoöa minnst 50 rúður af árs-
framleiöslu hverrar verksmiöju
og náði könnunin fram til s.l. árs
og allt aftur til ársins 1967, en
það var misjafnt eftir aldri
verksmiðja. Lætur nærri að
skoöaðar hafi veriö um 2000 rúö-
ur. Könnunin fór fram i Reykja-
vik en einnig eitthvað á Akur-
eyri og fyrir austan fjall.
islensk framleiðsla stóðst
gæðapróf í Noregi
Við tókum einnig sýnishorn á
nýrri framleiöslu á einangr-
unargleri hjá öllum islensku
verksmiðjunum og létum gæða-
prófa þaö i Noregi samkvæmt
samnorrænum staðli”, sagði
Jón. „tJrtakið fór þannig fram
að við létum einstaklinga panta
glerið þannig að framleiöendur
höfðu enga vitneskju um aö
glerið færi i þessa könnun. ts-
lensku verksmiðjurnar komu
mjög vel út úr þessari prófun og
glerið uppfyllti allar gæðakröf-
ur samkvæmt þessum staðli.
Jón Sigurjónsson deildarverkfræðingur Visimynd BP
Við höfum vissa ástæðu til að
vera bjartsýn. tslensk fram-
leiðsla á samlimdu tvöföldu ein-
angrunargleri er fyllilega sam-
bærileg við erlenda framleiðslu.
Það gler sem nú er á markaön-
um er miklu betra en gerðist á
árunum i kringum 1970 og nú
eru komin fram ný og betri efni
til að lima glerin saman.”
Málmsamsetning hefur
reynst best
Jón sagöi að könnunin hefði
aðallega verið miðuð við sam-
limt gler framleitt hér á landi en
einnig hefði verið kannað
hvernig innflutt gler hefði
reynst. Innflutta einangrunar-
glerið væri málmsoðið saman á
köntunum en ekki limt. Athugað
var hvernig það heföi reynst i
ibúðarhúsnæöi og kom fram að
á þvi höföu verið litlar sem eng-
ar bilanir frá 1967 til þessa tima.
Sagöi Jón að málsmsamsetn-
ingin hefði reynst betur en lim-
ingin fyrir gler i ibúðum en vit-
aö væri aö málmsamsetningin
væri viökvæm fyrir titringi i
stærri rúðum.
„Þegar við töium um bilanir
þá er átt við það að kantasam-
setningin gefur sig og rakt loft
kemst inn á milli glerjanna og
myndar móðu. Þaö kom fram i
rannsókninni að bilanir á gleri
eru háöar þvi i hvaða átt
gluggarnir snúa. Aðalkönnunin
fór fram hér á Suðurlandi og þar
leikur sunnanáttin tvöfalda
glerið lang verst. Minnstar
bilanir veröa á gleri er snýr
móti norðaustri.
Jafnframt kom fram i þessari
könnun að isetningu rúöa er
mjög ábótavant og sömuleiðis
viðhaldi á gluggum. Oft eru
gluggafölsin of grunn fyrir ein-
angrunarglerið sérstaklega i
mörgum eldrihúsanna. Yfirleitt
þola rúðurnar vel rok og brotna
ekki nema eitthvaö fjúki i þær.”
Leiddi könnunin i ljós ein-
hvern gæðamismun á fram-
leiðslu islenskra verksmiðja?
„Já, þaö kemur fram hvaða
gler hafa reynst best undanfarin
ár en slikar niöurstööur heyra
sögunni til. Rannsóknir á fram-
leiðslu siöasta ár, þar á meðal
rannsóknin i Noregi, sýna að
gæði framleiðslunnar eru mjög
svipuö.”
—ks
MYND 6.2 STEFNUDREiriNG BILADRA RÖDA, DAGGARMARK > O'C
A þessari skýringarmynd sést að 24,5% af biluðum rúðum snúa f
suðurátt. Myndin er tekin úr skýrslu um ástandskönnun einangr-
unaglers.
rramleiðandis
Ailir ftomieióeiidur
sunnaiiiands
tsetningarár: X963-I07S
Skoðaóar rúður: 185.9
Bíiaðar rúður; 260
Stefnuróstn sýnir
bilatfvar rúður, sem
hundraðshluta allra
nueldra rúða í
sömu stefnu á suð-
vesturhorni landsínss