Vísir - 02.02.1978, Síða 12
Vaido Stenzel er hafður
í sérslcíkri gœslu á HM!
— Miklar öryggisráðstafanir á HM í Danmörku af ótta við að
ýmis skœruliðasamtök reyna að vinna þar einhver hermdarverk
Þaö er orðið mikið fyrirtæki að
sjá um og standa fyrir alþjóða
keppni i iþróttum. Kostnaðurinn
og umstangið er gifurlegt, en það
sem hefur hleypt kostnaöarverð-
inu upp úr öilu valdi nú siðari ár
eru útgjöldin við að gæta kepp-
enda og fararstjóra.
Útii hinum stóra heimi er orðinn
ógjörningur að halda mót með
þátttöku keppenda frá ýmsum
löndum, án þess að til þurfi að
kalla hóp lögreglumanna og
öryggisvarða til aö gæta þeirra.
Óttinn við skæruliðasamtök-
eða þá aöila sem vilja láta á sér
bera — er orðinn svo mikill að
ekkert er til sparað til að verja
keppendur, áhorfendur og starfs-
menn mótsins.
Gott dæmi um þetta er heims-
meistarakeppnin i handknattleik
karla, sem nústendur yfir i Dan-
mörku. Forráðamenn keppninnar
hafa látið hafa eftir sér við frétta-
menn, að einn stærsti útgjaldalið-
urinn við mótið sé i sambandi við
öryggisgæslu á hótelunum, þar
sem liðin búa, og i iþróttahús-
unum sem leikið er i.
Það eru öll liðin í HM-keppn-
inni, sem hafa verið undir sér-
stakri gæslu. En á henni hefur
litið borið. Menn ganga ekki um
vopnaðir, eða með hendur i vös-
um, þar sem haldiö er þéttings-
A þessari mynd fagna Danir sigri eftir Norðurlandamótið sem fram fór
hér á iandi i haust. Þá unnu þeir Svia i úrslitaleik með einu marki eftir
framlengdan leik. Fagna Danir svona eftir leikinn gegn Svfum i kvöld?
Visismynd Einar
fast um byssuna eða annað vopn.
Allt er gert til að sem minnst fari
fyrir öryggisvörðunum. Aðeins
þeir sem best til þekkja, eða eru
sérlega glöggir, geta komið auga
á þá.
Þau lið sem sérstakar gætureru
hafðar á i HM-keppninni að þessu
sinni, er lið Júgóslaviu og
Vestur-Þýskalands. Þeirra er
gætt vegna Króata, sem mikið er
af á Norðurlöndunum, og
Vestur-Þjóðverjanna er gætt
vegna Bader-Meinhof samtak-
anna og fylgifiska þeirra.
Sá maður sem er best gætt af
öllum á HM, er þjálfari
Vestur-Þýskalands, hinn jógó-
slavneski Vlado Stenzel. Hann er
þegar orðinn að hálfgerðu goði i
augum margra Þjóðverja, og vin-
sældir hans eru ótrúlegar.
Það nægir til að gera hann að
eftirsóknarverðu skotmarki
skæruliðasamtaka, og þvi er hans
sérlega vel gætt. öryggisverðirn-
ir raða sér ekki umhverfis hann
eða fylgja honum eftir hvert fót-
mál. Þeir missa hann aftur á
móti aldrei úr sjónmáli, og eru
við öllu búnir ef einhver gerir sig
liklegan til að angra hann.
Það gengur i það minnsta eng-
inn að honum þessa dagana,
klappar á herðar hans og segir
„Halló Vlado”. Það verður þá að
vera einhver sem öryggisverðirn-
ir gjörþekkja og jafnvel sá er ekki
öruggur....
-KLP-
Verða Danir
í úrslitum?
HM-keppninni i handknattleik
karla verður haldið áfram i dag I
Danmörku. Þar verða margir
stórleikir á dagskrá, en augu
Norðurlandabúa munu eflaust
beinast að leik frændþjóðanna,
Danmerkur og Sviþjóðar.
Það er mikilvægur leikur —
sérstaklega fyrir Dani. Ef þeir
sigra i þeim leik, en Sovétmenn
gera jafntefli eða tapa fyrir Pól-
verjum — eru Danir komnir i úr-
slit i keppninni.
í hinum riðlinum er allt galop-
ið, en Austur- og Vestur-Þýska-
land standa þar betur að vigi en
Rúmenar og Júgóslavar.
Siðast þegar Danir fögnuðu
sigri yfir Svium i handknattleik
karla, var það naumur sigur. Sá
leikur fór fram hér i Laugardals-
höllinni og þeir sigruðu þá með
eins marks mun eftir framlengd-
an leik.
Fyrir þann sigur hlutu þeir
Norðurlandameistaratitilinn, en i
dag er það heimsmeistaratitillinn
sem er i boði.... -klp-
Hún á eftir
að hlaupa
þœr allar
af sér
— segja Ármenningar um unga
frjálsíþróttakonu í þeirra röðum
A meistaramóti Reykjavikur i
frjálsum iþróttum innanhúss á
dögunum tóku margir eftir ungri
stúlku úr Armanni, sem veitti
hinum eldri og stærri harða
keppni.
Er viö fórum að forvitnast um
þessa spretthörðu dömu fengum
við að vita að hún heitir Jóna
BjörkGrétarsdóttir og er rétt ný-
lega orðin 12 ára gömul. Systir
Jónu, Margrét Grétarsdóttur, er
einnig mikið efni, enhún hefur lit-
ið getað æft að undanförnu.
Jóna Björk byrjaði að æfa
frjálsar iþróttir er hún var 9 ára
gömul. Hún hefur náð ótrúlegum
framförum, sem sést best á þvi,
aðhúnhleypur núna 12 ára gömul
50 metrana á 7.0 sekúndum, en
þegarhúnvar 11 ára hljóp hún 60
metrana utan húss á 8.3 sek og 100
metrana á 13.8 sek.
Jóna Björk keppti á Andresar
andarleikunum i sumar og varð
fjórða i langstökki. Hún hefur
aldur til að taka þátt i leikunum
aftur i sumar, og á þá að geta náð
langt. Hún sýndi það um síðustu
helgi á meistaramóti þeirra
yngstu er hún stökk 2.40 m I lang-
stökki án atrennu.
Þvi ná ekki sumar af okkar
eldri og þekktari frjálsiþrótta-
konum, en þessi 12 árastúlka fór
létt meðþað. Þvi er þaðspá okkar
að viö eigum að heyra hennar oft
getið á iþróttasviðinu i náinni
framtið.
—klp—
Jóna Björk Grétarsdóttir ásamt þjálfara sinum, Stefáni Jóhannssyni, á
æfingu i Baldurshaga. Ljósmynd EK.
fljótust á"
— sagði Annemarie Moser fyrir brunkeppnina
í heimsmeistarakeppninni
— og hún sigraði siðan örugglega
,,Ég nota þau skiði sem ég er fljótust
á,” svaraði austurriska skiðakonan Anne-
marie Moser spurningu austurriks blaða-
manns er hann spurði hana að þvi á æf-,
ingu i fyrradag hvaða skiði hún ætlaði að
nota i brunkeppni heimsmeistarakeppn-
innar á skiðum sem fram fór i V-Þýska-
landi i gær.
Og Annemarie Moser stóð við orð sin og
bar öruggan sigur úr býtum i brunkeppn-
inni í gær. Hún var örugglega á bestu
skfflunum si'num, og hún vann sinn þriðja
heimsmeistaratitil.
Hún átti þó I nokkrum erfiðleikum i
miðri brautinni i gær, en tókst að bjarga
sér. ,,Ég hélt að öllu væri tokið og ég
myndi missa af fyrsta sætinu,” sagði
Moser, sem fékk timann 1.48.31 min
„Éghélt ekki að ég myndi verða i hópi
þeirra fremstu, hvað þá að ég myndi
vinna silfurverðlaun”, sagði Irene Epple
frá V-Þýskalendi sem varði 2. sæti, mjög
óvænt.
1 næstu sætum komu svo þær Doris de
Agostini frá Sviss, Cindy Nelson frá
Bandarikjunum og Evi Mittermaier frá
V-Þýskalandi.
Keppni er nú lokið i tveimur greinum á
heimsmeistaramótinu I Garmisch
Partenkirchen i V-Þýskalandi, og hafa
Austurrikismenn tekið bæði gulíverðlaun-
in. Það var Austurrfkismaður Sepp
Walcher sem vann brun karla á sunnu-
daginn.
Þess má geta að lokum að meðalhraði
Annemarie Moser f keppninni I gær var 93
km á klukkustund. Það er þvi betra að það
beri ekki mikið útaf þegar keyrt er niður
brautina á slíkri ferð.
gk—.
Annemarie Moser frá Austurriki hefur oft sýnt það að hún er fremsta skiðakona heims-
ins. Henni hefur gengið vel I heimsbikarkeppninni i vetur, og i gær sigraði hún f heims-
meistarakeppninni i bruni i V-Þýskalandi.
„Nota skíðin
sem ég er
WEST BROMWKH
SIÓ UNITED ÚT
— og komst þar í 5. umferð ensku bikarkeppninnar
Bikarmeistarar Manchester
' United munu ekki leika tO úrslita
I þriðja skiptið I röð á Wembley,
þegar úrslitaleikur bikarkeppn-
innar fer þar fram.
Þeir voru slegnir út úr bikar-
keppninni i gærkvöldi af West
Bromwich eftir framlengdan leik
sem lauk með 3:2 fyrir West
Bromwich.
Það var troðfullur leikvangur-
inn i gærkvöldi þegar liðin mætt-
ust, og tvivegis var Manchester
United undir I leiknum. Tony
Brown skoraði fyrir West Brom-
wich, en Stuart Pearson jafnaði.
Þá kom Cyrille Regis West Brom-
wich yfir á nýjan leik og allt virt-
ist stefna á öruggan sigur West
Bromwich
En á siðustu minútu leiksins
jafnaði Gordon Hill með þrumu-
skoti af 25 metra færi, sérlega
fallegt mark og þvi varð að fram-
......— —O
lengja leikinn I 2x15 mínútur.
Og strax á fyrstu minútu fram-
lengingarinnar kom markið sem
gaf West Bromwich sigur, en sló
United út úr keppninni. Og aftur-
var það Cyrille Regis sem skor-
aði.
1 næstu umferð á West Brom-
wich að leika gegn Derby á úti-
velli, en Derby sigraði Birming-
ham í gærkvöldi með tveimur
mörkum gegn einu.
ÞAU SÓPA
AÐSÉR
GULLINU
Það fór eins og við varþú-
ist i fyrstu grcin Evrópu-
meistarainótsins i listhlaupi
á skautum, sem haldið er
þessa dagana i Strasborg i
Frakklandi. Sovéska parið
Irina Rodnina og eiginmaður
hcnnar Alexander Zaitsev
hlutu gullverðlaunin í para-
keppninni, sem lauk i gær-
kvöldi.
Þetta var i 10. sinn i röð
sem Rodnina hlýtur Evrópu-
meistaratitilinn — og I 6.sinn
meö eiginmanni sinum Alex-
ander Zaitsev. Þar fyrir utan
hefur hún 9 sinnum orðið
heimsmeistari og tvisvar
ólympiumeistari.
OFyrir rúmlega 10 árum settu AEG TELEFUNKEN verk-
smiðjurnar á markaöirin fyrstu PAL litsjónvarpstækin, en
þá hófust litsendingar eftir því kerfi í Vestur Þýskalandi.
Síðan hafa yfir 40 lönd, með yfir 700 milljón íbúa tekið TELE-
FUNKEN PAL KERFIÐ í notkun. fslensk yfirvöld tóku einnig
þá skynsamlegu ákvörðun, að velja PAL KERFIÐ FRÁTELE-
FUNKEN, fyrir íslendinga.
Allir framleiðendur PAL LITSJÓNVARPSTÆKJA, fram-
leiöa tæki sín undir einkaleyfi TELEFUNKEN, og greiða
þeim einkaleyfisgjöld.
TELEFUNKEN er eina fyrirtækið sem framleiöir litsjón-
varpstæki sín með 100% einingarkerfi, sem einfaldarog
flýtir viðgerðum.
TELEFUNKEN notar 20% framleiðslutíma hvers litsjón-
varpstækis í reynslu hinna einstöku hluta tækisins, auk
þess er hvert tæki reynt í 24 tíma áður en það yfirgefur
verksmiðjurnar. Síðan er tækiö yfirfarið og stillt af seljanda í
viðkomandi landi áður en kaupandinn fær það. Þetta tryggir
yður óbreytt myndgæöi í fjölda ára.
Lítil orkunotkun (aðeins 140 wött) gefur lítið hitaút-
streymi og eykur endingu tækisins.
TELEFUNKEN litsjónvarpstæki eru með 110° „Inline"
myndlampa, sem sýnir jafna og góða mynd á skerminum, út í
öll horn, auk þess sem tækin eru þynnri, en áður hefur verið
hægt að framleiða þau. Fjarstýring er að sjálfsögðu fáanleg.
Þrátt fyriryfirburöiTELEFUNKEN PAL LITSJÓNVARPS-
TÆKJA ERU ÞAU SAMKEPPNISFÆR í VERÐI.
Yfir 200 milljón króna er varið til rannsókna og hönnunar
á rannsóknarstofum AEG TELEFUNKEN á hverjum degi,
sem tryggir áframhaldandi forustu brautryöjandanna -
AEG TELEFUNKEN.
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820