Vísir - 06.03.1978, Side 5

Vísir - 06.03.1978, Side 5
vism Mánudagur 6. mars 1978 5 AUTO 78: Glœsilegosta bílasýningin sem haldin hefur verið hér Bílasýningin AUTO 78 sem haldin veröur i næsta mánuöi markar timamót i sögu sýninga hérlendis. Þetta verður fyrsta alþjóðlega bilasýningin hér og jafnframt verður þetta vigsla nýrrar og glæsilegrar sýningar- haiiar sem gjörbreytir aðstöðu til vörusýninga. A bilasýningunni veröa allir bilar sýndir innanhúss, jafnt smábilar sem stærstu vörubil- ar, svo og hjólhýsi, tengivagnar og verkstæðisbúnaður. Húsnæði sýningarhallarinnar að Bilds- höfða 20 er á tveim hæðum og þar verða minni bilar til sýnis á báðum hæðum. Þar er upplýs- ingamiðstöð, veitingasalur og um 50 básar þar sem þjónustu- fyrirtæki kynna sina starfsemi. Undirbúningsnefnd sýningar- innar AUTO 78 er skipuð Erni Guðmundssyni frá Bilgreina- sambandinu, Sigfúsi Sigfússyni frá P. Stefánsson, Ragnari Ragnarssyni frá Jöfri og Þóri Jenssyni frá Bilaborg. A blaðamannafundi sem nefndin hélt á dögunum kom fram að sýningin hefur hlotið viðurkenningu aljóðasamtaka bilaframleiðenda, en höfuð- stöðvar þess eru i Paris. Til þess aö hljóta þessa viðurkenningu þarf að uppfylla ýmis skilyrði, þar á meðal að sýningin verði opin öllum bilaframleiöendum, hvort sem umboð er starfandi hér eða ekki. Þarna verða öll umboðin þátt- takendur nema Hondu«umboðiö sem afþakkaði að vera með. Auk bila sem umboðin hafa til sölu, verða þarna tegundir sem ekki eru seldar hér, til dæmis hraðaaksturs- og rallbilar. Sýningin hefur verið i undir- búningi frá þvi i september og verður sérstaklega til hennar vandað. Þarna verða 150 bílar og gefst einstakt tækifæri til samanburðar ýmissa tegunda á einum stað. Umboðin hafa ekki efni á að liggja meö sýningarbila af hverri gerð sem þau selja og fram til þessa hafa hér einkum verið sérsýningar á bilum. Þar sem nú er fengiö fullnægjandi sýningarhúsnæði má búast við aö sýningsemþessi veröi haldin á tveggja til þriggja ára fresti i framtiðinni. AUTO 78 verður opnuð 14. april af Halldóri E. Sigurðssyni, samgönguráðherra. Virka daga verður sýningin opin frá klukk- an 15-22 og frá klukkan 13-22 um helgar og á sumardaginn fyrsta. Næg bilastæði eru við sýningar- höllina. I tilefni bilasýningarinnar veröur gefið út vegleg skrá sem jafnframt verður uppsláttarrit um allar gerðir bifreiða sem fluttar eru til landsins og fróö- legar upplýsingar um bila. Efnt verður til bilahappdrættis og hver aðgöngumiði er happ- drættismiði. Margir erlendir gestir hafa boðað komu sina, en þar er sýningin kynnt sem Reykjavik Motor Show. -sg Undirbúningsnefnd sýningarinnar. Frá hægri Þórir Jensson, Ragn- ar Ragnarsson, Sigfús Sigfússon og örn Guömundsson. (Visism. BP) SPEGbABÚÐIN BAÐHERBERGISAHOLD Tokmarkaðar birgðir verzlun: sími: 19635 skrifstofan: Sími: 13333 xxxxxxxxxxx Sveinn Egi/sson hf. FORD HÚSINU SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 Ford Fiesta er hannaður með hagkvæmni og ódýran rekstur í huga. Árangur þess kemur best í Ijós í lítilli bensíneyðslu og sérstaklega góðri nýtingu á rými. Ford Fiesta: Heimilisbíllinn með framhjóladrifinu KR. 2.190.000 60 BÍLAR Á SÉRSTÖKU KYNNINGARVERÐI: FIESTA 1100L CA M/RYÐVÖRN Ford Fiesta er rúmgóður 4 manna bill með 3 dyrum og sameinar því alla kosti fólks- og stationbila Prófkjör Sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 1978 Þórunn Gestsdóttir HÚSMÓÐ/R X ÞÓRUNN ÞAÐ ER ÞÖRF FYRIR ÞÓRUNNI! Er til viðtals prófkjörsdagana í síma: 82220 - 82221 - 34045 Stuðningsmenn xxxxxxxxxxx

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.