Vísir - 06.03.1978, Síða 7

Vísir - 06.03.1978, Síða 7
Mánudagur 6. mars 1978 Úrhelli og ofsarok í Los Angeles Hellirigningu, sem gekk yfir Kaliforníu um helgina með hvass- viðri, slotaði i gær. Olli hún miklum spjöllum og dauða fimm manna að minnsta kosti. Vatnsgangurinn olli miklum aurskriðum sem fóru yfir vegi og skemmdu ibúðarhús viða, en mest i hliðum Los Angeles-borgar og nágrennis, þar sem kvikmyndastjörnur eiga heimili sin. Dauðaslysin urðu öll á laugar- daginn, þegar úrhellið var mest. írrkoman mældist 74 sentimetr- ar (miðað við 86sm árið 1889, en það er mesta úrkoma sem mælst hefur á þessum slóðum). Einn grófst lifandi undir aur- skriðu, þar sem hann lá i rúmi sinu i Hollywood. Þjónustu- stúlka lenti undir skriðu, þegar hún var á leiðinni milli húsa. Samtimis þessu gekk ’ann á með ofsaroki og hús niðri við sjávarsiðuna voru i hættu af briminu. Stúdentar mynduðu hjálparsveitir, sem gerðu flóðfgarða úr sandpokum til bjargar þeim húsum sem hætt- ast þóttu komin. Slikur var fyrirgangurinn, að á einum staðnum bar aurskriða bifreið i gegnum bilskúrsveggi og niður á næstu götu. Þar lenti billinn á slökkviliðsmanni og fótbraut hann, þar sem hann var að aðstoða fjölskyldu við að yfirgefa heimili sitt. Fjöldi gatna og vega lokaðist af skriðuföllum i San Fernando- dalnum. Þjóðvarðliðið varð að nota þyrlur til þess að bjarga ibúum i þorpinu Fillmore (100 km norðvestur af Los Angeles)á brott, en þorpið þótti i bráðri hættu vegna flóða i ánni Santa Clara. Fimm fórust í flóðum og skriðuföllum Þýsku dagblöðin stöðvast í prent- araverkfallinu Tæplega þriðjungur dagblaða Vestur-Þýska- lands kemur út i dag, þvi að útgáfa einna 104 blaða hefur stöðvast i harðnandi deildu útgef- enda og prentara út af nýrri tækni i prentiðn- inni. Prentarar vilja nýja samninga við útgefendur til þess að tryggja að tölvusetning og tölvuritstjórn leiði ekki til fækkunar prentara. Fyrir viku hófu þeir skæru- verkföll i stöku prentsmiðjum til þess að reka á eftir samningum. Útgefendur snerust i mót með vinnustöðvunum i hinum prent- smiðjunum. Eina stóra landsmálablaðið sem kemur út i V-Þýskalandi i dag, er Frankfurter Rundschau. Blöðin koma ekki heldur út i fyrramálið, en siðdegisblöð koma sennilega út á morgun. Bíll órsins Porsche 928 var valinn bill ársins 1978 af sérfræðingum, sem skrifa i 51 bflablað i Evrópu, og er það fyrsti sport- billinn, sem nokkru sinni hefur unnið til þeirrar viðurkenning- ar. Porsche er af dýrari gerðinni, en feikilega vinsæll og eftirsótt- ur, eins og sést á þvi, að verk- smiðiurnar hafa ekki undan að framleiða þvi að niu mánaða langur biðtimi liður áður en kaupandi fær hann afgreidc' Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana og þrir særðust alvarlega þegar skothrið úr vél- byssu var hafin á bifreið þeirra i Baskabænum Vitoria i gærkvöldi. Voru þeir á eftirlitsferð i útjaðri bæjarins, þegar önnur bifreið ók þá uppi á mikilli ferð. Þegar bif- reiðarnar voru samsiða, hófu árásarmennirnir skothrið. Enn hafa engin samtök orðið til þess að lýsa þessu verki á hendur sér, en mörgum þykir hand- bragðið likt hryðjuverkasamtök- um Baska, ETA, sem hafa svarið þess dýran eið, að láta ekki ör- yggisverði i friði, fyrr en þeir hafa verið fjarlægðir úr Baska- héraðinu. Þessi árás fylgir i kjölfar ann- arra, sem gerðar hafa verið i Baskahéruðunum undanfarið. A föstudagskvöld var vélbyssuárás gerð á strætisvagn i Bilbao og særðust þá þrir lögreglumenn, sem voru á leið til vinnu. 1 Pamp- lona særðust tveir lögreglumenn, þegar bensinsprengjum var varpað að þeim i uppþoti, sem varð við mótmælagöngu vinstri- manna. Corter grípur fram í verk- fall kolakalla Stjórn Jimmy Carters, Bandarikjaforseta, Tómir vagnarnir biöa við nám- urnar. hyggst grípa i dag inn i verkfall kolanámu- manna, sem lamað hefur kolavinnslu i land- inu síðustu þrjá mánuði. Námamenn höfnuðu i gær, með yfirgnæfandimeirihluta atkvæða, sáttatillögu sem Carter forseti beitti sér fyrir að borin var upp i deilunni. Hefur blaðafulltrúi for- setans boðað, að hann hyggist gripa til 30 ára gamallar laga- setningar til þess að knýja náma- menn til starfa. Efnahagslif landsins þykir hafa beðið mikið tjón af námaverkfall- inu þann tima sem það hefur staðið. Taft-Hartley-lögin svonefndu gera ráð fyrir þvi i neyðartilvik- um, þegar ekki semst i vinnudeilu i mikilvægum iðngreinum, að skylda megi verkfallsmenn til að snúa aftur til starfa i 80 daga meðan frekari sáttatilraumr fara fram. Túlkun þessara laga þykir þó ýmsum vafa undirorpin, og i fyrri verkföllum hafa námamenn tvivegis haft þetta lagaboð að engu. Mikil harka hefur verið i þess- ari vinnudeilu og á fundum i fé- lögum námamanna i gær, þar sem sáttatillaga Carters forseta var felld kom fram, að náma- menn eru hvergi á þvi að gefa sig. Tillagan hafði falið i sér tilboð um 37% launahækkanir til handa námamönnum á næstu þrem ár- um. Verkfallsverðir stöðva umferð að námunum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.