Vísir - 06.03.1978, Qupperneq 8

Vísir - 06.03.1978, Qupperneq 8
Mánudagur 6. mars 1978 VISIR fólk » ® • • • T o A w R 9 A Z 9 A !• 11 N Sidney og Æomdsay Greenbush eru sjö ára tvíburasystur og sjón- varpsstjörnur í Banda- rikjunum. Þær sjá reyndar um sama hlut- verkið i þætti sem heitir „Little House on the Praire". Aðalstjarnan og framleiðandi þátt- anna er Michael Landon sem lék einn af bræðrunum í Bonanza á sínum tima. Hann sá systurnar fyrst f jögurra ára gamlar í kvikmynd- inni Sunshineog réð þær strax til sin í þáttinn. En hvernig finnst þeim að leika sama hlutverkið? „Það er fínt", segja þær. „Verði aðrir veikir verða þeir helst að vinna þannig, en ef önnur hvor okkar verður veik, þá getur hin alltaf hlaupið i skarðið." í ýmsum hlutverkum Hann hefur verið í hlutverki ýmissa kappa og má þar nefna Ben Húr, Michelangelo og Móses. En þarna á myndinni er Charlton Heston i hlutverki fjöl- skylduf öðurins. Með stjörnunni á myndinni eru 16 éra dóttir hans, Holly, móðir hans Lilla og eiginkonan Lydia. Þau eru þarna öll að koma i hanastél í Los Angeles á dögunum. 9 daga hjónaband „Það var vitleysa frá upphafi til enda", segir leikkonan Brenda Vacc- aro um hjónaband sitt og lögfræðingsins Willi- am Bishop. Niu dögum eftir að þau gengu i það heilaga, ákváðu þau að skilja. Eiginmaðurinn brást hinn versti við ástarsenu hennar og leikarans David Carra- dine, þegar þau léku saman, og hélt því fram að eitthvað meira væri á milli þeirra. Brenda sagði karli sínum þá að hann gæti farið ef hann vildi, sem hann og gerði. Leikkonan sem nú er 38 ára gömul, kvaðst hafa lært það af reynslunni, að hún gengi aldrei i hjónaband framar. Umsjón: Eddo Andrésdóttir Tarsan og Ben Lin ton höfðu *' vonast til að koinast yfir vegginn »n hann féll niður og Tarsan fékk í sig stóran stein. Ben sem var ósærður skreið að félaga slnum til að hjálpa honum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.