Vísir - 06.03.1978, Side 14
14
SPEGbABÚÐIN
Laugavegi 1 5
sími: 1 9635
PASSAMYIVDIR
teknar i litum
tilbúnar strax I
barna & f fölskyldu
LJOSMYNDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
Urval af
bílaáklæðum
(coverum)
Sendum
í póstkröfu.
Altikabúðin
Hverfisgötu 72. S. 22677.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Sími 15105
MUNIÐ
Frimerkjasöfnun félagsins
Innlend & erl. skrifst. Hafnar-
str. 5.
Pósthólf 1308 eða simi 13468.
Mánudagur 6. mars 1978
VÍSIR
Félagsmenn í Sókn á Kópavogshœli:
„ASÍ-forustan svíkur lýðrœðis-
hefðirverkalýðshreyfingarinnar"
Fundur félagsmanna i Starfs-
mannafélaginu Sókn á Kópavogs-
hæii, haldinn sl. þriðjudag, mót-
mælti harðlega nýsamþykktum
iögum um efnahagsráðstafanir.
Jafnframt gagnrýndi fundurinn
miðstjórn ASt fyrir ólýðræðisleg-
ar starfsaðferðir.
Fundarmenn telja að lögin um
efnahagsráðstafanir stefni þvert
á samningsrétt og sjálfstæði
verkalýðsfélaganna og hafi
alvarlega kjaraskerðingu i för
með sér fyrir launafólk i landinu.
Telja félagsmenn i Sókn á
Kópavogshæli að verkafólk hafi
ekkert tækifæri fengið til að ræða
baráttuaðferðir. Samstaða sú
sem ASl forustan hafi byggt upp
sé samstaða fárra forustumanna.
Aðgerðir eigi að ákveða á félags-
fundum og vinnustöðum. Starfs-
aðferðir forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar séu þvi svik við
lýðræðis- og baráttuhefðir verka-
lýðsins.
Þvi leggur fundurinn til að Sókn
hafni starfsaðferðum ASt-foryst-
unnar og hefji á ný baráttuna fyr-
ir lágmarkslaunum og fullum
vísitölubótum.
— KS
sjómaður i Vestmannaeyjum og
likar alveg bærilega, takk.
,,Ég tel mig nú ekki vera búinn
að kveðja poppheiminn fyrir fullt
og allt”, sagði Herbert. „En það
er ágætt að losna úr þessu, að
minnsta kosti um stundarsakir.
Annars likaði mér mjög vel að
vinna að þessari hljómplötu og
hef jafnvel hug á aðfara út I aðra.
Hver veit nema hún yrði með sjó-
mannalögum”, sagði Herbert,
kankvis.
Hljómsveitin Eik sér um undir-
leik á plötunni ,,A ströndinni”,
sem sennilega er best að flokka
sem islenskt rokk. Lögin eru flest
eftir Herbert, og textar eftir
Hilmar Orn Hilmarsson. Einnig á
islensk-bandariskur náungi, Mike
Pollock, tvö eða þrjú lög á plöt-
unni. —GA
Baldur í
Skjold
Leikfélagið Baidur á Bildudal
frumsýnir i næstu viku Skjald-
hamra eftir Jónas Arnason. Leik-
stjóri er Kristín Anna Þórarins-
dóttir.
Þetta er tiunda verkefni leik-
félagsins, en það er nú tólf ára
gamalt. Fyrirhugað er að sýna
Skjaldhamra á Vestfjörðum, og
jafnvei viðar.
— HS, Bíldudal/— ÓT.
Herbert á
Ströndinni
Herbert Guðmundsson, sem
flestir poppunnendur kannast
mætavel við, hefur sent frá sér
sóióplötuna ,,A ströndinni”. Hún
mun hafa komið i verslanir i
fyrradag. Platan var tekin upp i
Hljóðrita I Hafnarfirði á siðasta
ári.
„Það varð að samkomulagi
með Fálkanum, sem gefur plöt-
una út, og þeim, sem að henni
stóðu, að biöa með útgáfu hennar
þar til plötuflóðið um jólin væri
farið að sjatna”, sagði Herbert i
samtali við Visi.
Herbert sagði að beðið hefði
verið með plötuna svo að hún
drukknaði ekki i flóðinu. „Við
teljum okkur hafa það mikið að
segja á þessari plötu, að ákveðið
var að biða með útgáfuna”.
Sem kunnugt er hefur Herbert
litið komið nálægt poppbransan-
um að undanförnu. Hann er nú
Herbert kynnir plötu sina á óðali. Vfsismynd JA.
Prófkjör Sjálfstœðismanna
í Reykjavík:
KOSIÐ I DAG
í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
frá kl. 15:30 - 20:30
• Atkvœðisréttur
Atkvæðisrétt I prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn D-listans i
borgarstjórnarkosningunum, sem náð hafa 20 ára aldri 28. mai
1978 og lögheimili áttu i Reykjavik 1. des. 1977, einnig allir með-
limir Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik, sem lögheimili áttu i
Reykjavik 1. des. 1977.
• Útfylling atkvœðaseðilsins
Á atkvæðaseðil er nöfnum frambjóðenda raðað eftir stafrófsröð.
Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með
þvi að setja kross fyrir framan nöfn frambjóðenda, sem viðkom-
andi óskar eftir að skipi endanlegan framboðslista.
• Flokksbundnir og ófiokksbundnir
Rétt er að vekja athygli á þvi að þátttaka í prófkjörinu er opin
óflokksbundnum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins ekki
siður en hinum flokksbundnu.
• Upplýsingar
Á meðan kosning stendur yfir er starfrækt sérstök upplýsinga-
miðstöð og eru þar veittar allar nauðsynlegar upplýsingar. sem
varða prófkjörið. Simi upplýsingamiðstöðvarinnar er 82900.
YFIRKJÖRSTJÓRN