Vísir - 28.03.1978, Síða 1
Enn ófeert til margra staða:
1500 MANNS BIDA
EFTfft EiUGFARff
Þrátt fyrir mikla fólksf lutninga í lofti í allan gærdag bíður mikill aflaði sér í morgun er sennilegt að 1400-1500 manns bíði nú flugfars á
fjöldi fólks eftir flugfari, þar sem ekki reyndist hægt að fljúga til ýmsum stöðum á landinu.
allra landshluta vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum, sem Visir
Sveinn Sæmundsson blaöa-
fulltrúi Flugleiða, sagði að flug
hefði gengið sæmilega um pásk-
ana með þeirri undantekningu
að ófært var á Vestfirði.
Þangað átti að fara 11 ferðir i
gær og biða um 500 manns fyrir
vestan og um 200 i Reykjavik.
Ekki er útlit fyrir að hægt verði
aö fljúga þangað i dag vegna
veðurs fyrir vestan.
Til Akureyrar voru farnar
fjórar ferðir með Boingþotu
Flugfélagsins, en ekki tókst að
fara fimmtu og siðustu ferðina.
vegna isingar á flugvellinum á
Akureyri i gærkvöldi. Búist er
við að hægt verði að fljúga til
Akureyrar er lfður á daginn.
Auk þessa var flogið til Egils-
staöa, Húsavikur, Vestmanna-
eyja, Hafnar og Sauöárkróks i
gær. 1 morgun var aðeins fært
til Eyja og ekki útlit fyrir flug til
Vestur- og Austurlands i dag.
Millilandaflug gekk eftir
áætlun um páskana og allar
flugvéiar Flugleiöa fullsetnar.
Hjá Vængjum fengust þær
upplýsingar að ekki hefði verið
unnt aö fljúga til Siglufjarðar i
nokkra daga og þar biða um 200
manns eftir fari suöur. A Vest-
fjörðum biða um 100 manns og
auk þess biða fjölmargir i
Reykjavik.
Ekki er gott útlit með flug i
dag en Vængir ætla að reyna
flug til Blönduóss þar sem biða
um 60 manns — og einnig verður
reynt að fljúga til Bildudals.
—SG
„Vii
vildum
annon
tíma"
„Það er ekkert
launungarmál að Haf-
rannsóknarstofnunin
lagði til annan tima
fyrir þorskveiðibannið
eöa um miðjan april”,
sagði Jón Jónsson,
forstöðumaður
Hafrannsóknar-
stofnunarinnar, við
Visi i morgun er hann
var spurður áiits á
þorskveiðibanninu um
páskana.
Jón sagði að það
væri erfitt að meta
árangur slikra að-
gerða en það munaöi
um hvern fiskinn sem
ekki væri drepinn.
Hins vegar væri
hrygningarlimi
þorsksins ekki byrj-
aður að neinu ráði
ennþá. Frá fræðilegu
sjónarmiði hefði
þorskveiðibann um
miðjan april komið
sér betur fyrir
hrygningarstofninn
þvi þá væri hámark
hrygningartimans.
Jón benti þó á að
þetta bann gilti um
allt land þannig að það
kæmi uppvaxtar-
fiskinum til góða
einnig. Þetta bann
nægði samt ekki til að
fullnægja þeim hug-
myndum sem þeir
hefðu um friðun. til
þess aö tryggja vöxt
hrygningarstofnsins.
—KS
Þaö var ekki auðvelt aö koma niður af stökkpallinum í Bláf jöllum. Hér sést Guömundur
Konráösson frá ólafsf irði eftir byltu sem hann hlaut í stökkkeppninni. Vísismynd Einar
ÍÞRÓTTIR Á 8
SÍDUM í DAG
Skiðalandsmótið 1978
fór fram um páskana i
skiðalöndum Reykjavik-
ur og til mótsins mættu
allir bestu skiðamenn
landsins. Visir var að
sjálfsögðu á staðnum
mótsdagana og i 8 siðna
iþróttabiaði Vfeis i dag
greinum við frá úrslitum
mótsins og ræðum við
keppendur og starfs-
menn.
Þá eru i iþróttablaðinu
einnig' fréttir af ensku
knattspyrnunni en þar
var mikið leikið um pásk-
ana og að sjálfsögðu
fréttir af öðrum iþrótta-
viðburðum bæði innlend-
um og erlendum.
Sjá bls. 15-22
Fórst í
eldsvoða
Húsfreyjan að Ljár-
skógum i Dalasýslu
fórst á páskadagsnótt
þegar eldur kom upp i
ibúðarhúsinu á bæn-
um. Hún hét Astriður
Hansdóttir og lætur
eftir sig þrjú uppkom-
in börn.
Fólk á bæjum hand-
an fjarðarins varð
eldsins vart, en þegar
slökkvilið kom á
staðinn var húsiö sem
var tvilyft steinhús.
brunnið. Astrlður bjó
ein á Ljárskógum.
—GA
Alla vega
37% verð*
bólga 78
Meðalverðhækkanir
verða nokkru meiri á
þessu árien þær urðu i
fyrra.
I riti Þjóðhagsstofn-
unar, „úr þjóðarbú-
skapnum”semkom út
fyrir helgina kemur
fram að meöalverð-
hækkun á þessu ári
verði 36-37%. Sam-
svarandi tala fýrir
siðasta ár var 30%.
Verðbólgan verður
meiri fyrri hluta árs-
ins en siðari hlutann
samkvæmt spánni.
Þannig er talið að
verðbólgan verði um
40% fram yfir mitt ár.
A þessu ári er þvi
spáð að kaupmáttur
kauptaxta verði 3-4%
meiri en i fyrra og að
kaupmáttur
ráðstöfunartekna
heimilanna aukist um
1-2%.
Reiknað er með að
þjóðarframleiðsla -og
þjóðartekjur á mann
vaxi um 2% á árinu.
—ESJ