Vísir - 28.03.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 28.03.1978, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 28. mars 1978 visœ Til fermingargjafa PIERPONT herra-og dömuúr. CENTURY tölvuúr allar gerðir. Ársábyrgð Helgi Guðmundsson úrsmiður Laugavegi 96 Sími 22750. PASS4IUYND1R s feknar í litum tilbúnar strax I barna x. flölskyldu LjOSMVMDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 illllllllll iiiiiíimiiiciiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiulliiiiiii GLANSSKOL Morgir litir. Gefur hárinu skemmtilegan blœ. Hárgreiðslustofan VALHÖLL Óðinsgötu 2 - Sími 22138 Heildarvelta Samvinnu- bankans nam 150 milliörðum króna Innlán saukn ing hjá Sam- vinnubankanum nam 48% á sið- asta ári og lausaíjárstaða b ank- ans batnaði verulega á árinu. Eigið fé bankans nemur nú tæp- um hálfum milljarði króna. Þetta kom fram á aðaifundi Samvinnubankans sem haldinn var á dögunum. Þar flutti Er- lendur Einarsson formaður bankaráðs itarlega skýrslu um starfscmi bankans og gerði fyrst grein fyrir þróun peninga- mála árið 1977. Kom þar meðal annars fram að árið 1977 hefði einkennst af miklum sveiflum i islenzku efnahagslifi. A fyrri hluta ársins fóru viðskiptakjör batnandi samfara góðum aflabrögðum. Otlitið var þvi harla gott þegar litið var fram á veginn og verð- bólgan virtist fara dvinandi. En upp úr miðju ári skipti sköpum og verðbólguhjólið byrjaði aftur að snúast hraðar. Urðum við þvi enn einu sinni undir i baráttunni við verðbólguna. Verður hún áfram ásamt aukningu erlendra skulda, helsta áhyggjuefnið i efn a ha g s m álu num. Heildarvelta Fjármagnsstreymið gegnum bankann eða heildarveltan nam tæpum 150 milljörðum kr., og óx um 37.2%. Færslu- og af- greiðslufjöldi var svipaður og árið á undan eða 1.9 milljónir. Ástæðan fyrir þessari þróun er sú að dregið hefur úr tékka- fjölda ávisanareikninga. Þess i stað eru meðalupphæðir ávis- ana orðnar hærri. Viðskipta- reikningar voru i árslok orðnir 50.812 oghafði fjölgaðum 2.325á árinu. I árslok var fjöldi starfs- imanna bankans 114, þar af 11 hálfdagsfólk. Hafðiþeim fjölgað ium 6 á árinu. Kristleifur Jónsson banka- stjóri lagði siðan fram endur- skoðaða reikninga bankans og skýrði einstaka þætti þeirra. Innlán Heildarinnlán bankans námu 6.888 millj. kr. i lok árs 1977, en 4.630 millj. kr. árið áður og höfðu þvi hækkað um 2.258 millj. kr. eða 48.8%. Samsvarandi aukning árið 1976 var 1.053 millj. kr. eða 29.4% Það sem innlánsaukning bankans var nokkru yfir meðal- talsaukningu viðskiptabank- anna i heild hækkaði hlutdeild hans i heildarinnstæðum þeirra úr 8.2% i 8.6%. Innlán í árslok skiptust þannig að spariinnlán voru 5.337 millj. kr. eða 77.5% af heildar- innstæðum. Hækkun þeirra var 1'.633 millj. kr. eða 44.1%. Af spariinnlánum voru vaxtaauka- innlán 1.647 millj. kr. eða 30.8%. Veltiinnlán eða innstæður á tékkareikningum námu 1.551 millj. kr. og jukust um 625 millj. kr. eða 67.4%. Útlán Heildarútlán Samvinnubank- ans voru i lok ársins 5.503 millj. kr. og höfðu hækkað um 1.539 millj. kr. eða 38.8% á móti 45.8% árið áður. Að frátöldum endur- kaupum Seðlabankans var hin almenna útlánsaukning 33.4%. Skipting útlána eftir útlána- formum var sem hér segir i árs- lok 1977: Vixillán 27.6% yfir- dráttarlán 17.9% alm. verð- bréfalán 18.8%, vaxtaaukalán 15.1% og afurðalán 20.6%. Stofnlánadeild Frá 1972hefur verið starfrækt við bankann sérstök stofnlána- deildsem hefur það hlutverk að lána til uppbyggingar versiunarrekstursins innan samvinnuhreyfingarinnar. Starfsemi deildariiinar jókst verulega á árinu 1977. Úthlutað var 15 lánum að upphæð 267 millj. kr. Árið 1976 afgreiddi deildin hins vegar 9 lán að upp- hæð 65.0 millj. kr. Verðtrygging útlána deildarinnar hefur farið vaxandi á siðustu árum og var 50% á s.l. ári. Tekjuafgangur varð 6.6 millj. kr. og eigið fé þvi orðið 12.9 millj. kr. i árslok 1977. Staðan gagnvart Seðla- banka. 1 árslok 1977 var innstæða bankans á viðskiptareikningi við Seðlabankanna 345 millj. kr., samanborið við 242 millj. kr. yfirdráttarskuld i upphafi árs. Lausafjárstaðan batnaði þvi um 587 millj. kr. á árinu. Inneign á bun dnum reikningi hækkaði um 445 millj. kr. og nam 1.427 millj. kr. i árslok. Rekstur bankans Tekjuafgangur til ráðstöfunar var 35 millj. kr., sem er verri af- koma en undanfarin ár, þegar tekið er tillit til aukningar hlutafjár og rýrnunar verðgildis peninga. Til afskrifta var varið 8 millj. kr., i varasjóð voru lagðar 9millj.kr.og 18 millj. kr. i aðra sjóði. Aðalfundur samþykkti að greiða hluthöfum 10% arð á allt innborgað hlutafé og jöfnunar- hlutabréf. Hagur bankans Á árinu 1977 voru gefin út jöfnunarhlutabréf að upphæð 100 millj. kr. Einnig hófst siðari hluta ársins nýtt hlutafjárútboð að upphæð 300 millj. kr. Sala hlutabréfanna gekk vel og um siðustu áramót narn sala þeirra 263 millj. kr., þar af ógreitt 83 millj. kr. Var hlutafé þá orðið 463 millj. kr. Gerter ráð fyrir að þær 37 millj. kr.,sem eftireruaf ihlutaf járútboðinu seljist á þessu ári. Eigið fé bankans þ.e. inn- borgað hlutafé, varasjóður, ásamt öðrum eiginfjárreikning- um nam í árslok 496 millj.ckr. Stjórnarkjör Endurkjörnir voru i bankaráð þeir Erlendur Einarsson for- stjóri, Hjörtur Hjartar frkvstj. og Vilhjálmur Jónsson, frkvstj. Til vara voru kjörnir Hallgrim- ur Sigurðsson frkvstj., Hjalti Pálsson frkvstj. og Ingólfur ’’ Ólafsson kfstj. Endurskoðendur ý voru kjörnir þeir Óskar f Jónatansson aðalbókari og Magnús Kristjánsson fyrrv.kfstj., en Asgeir G. Jóhannesson er skipaður af iráðherra. Þrjár tegundir af nýja íslenska gæðakexinu eru komnar á markaðinn. Biðjið um nýja Holtakexið í næstu búð. KEXVERKSMIÐIAN HOLT REYKJAVÍK SÍMI 85550

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.