Vísir - 28.03.1978, Side 13
vism Þriðjudagur 28. mars 1978
13
Yfirmenn
» varnar-
liðsins:
r •
Tvær hinar fyrstu af nýju komu til landsins á þriðjudag i
Phantom E. orrustuflugvélun- siðustu viku. Nýju vélarnar
um sem varnarliðið er að fá. verða að koma smámsaman,
Neðan á nefinu á F4E, er sexhleypt tuttugu millimetra fallbyssa,
sem getur rutt úr sér ailt að sexþúsund skotum á ninútu. Visismynd
—ÓT.
Phantom E (nær) og Phantom C eru nauðalikar i útliti. Nef hinnar fyrrnefndu er þó nokkuö lengra og
neðan á þvi er fallbyssa. Visismynd —ÓT.
næstu vikuruar og fara þá
gömlu Phantom C vélarnar
jafnharðan til Bandarikjanna.
Alls verða þrettan Phantom
vélar staðsettar hér, eins og
verið hefur undanfarin ár. Á
fundi með fréttamönnum sögðu
yfirmenn fimmtugustu og sjö-
undu orrustuflugsveitarinnar,
að þessar nýju vélar auðvelduðu
þeim mjög að verja lofthelgi is-
lands.
í útliti er ekki mikill munur á
þeim og gömlu þotunum. Miklar
endurbætur á rafeindabúnaði
gera hinsvegar nýju þoturnar
mun betri „verkfæri” en hinar
eldri.
Að auki hafa verið gerðar
endurbætur á vængjum, sem
gera þær mun liprari og auð-
veldari í meðförum.
A siðasta ári föru orrustuþot-
ur varnarliðsins áttatiu sinnum
til móts við rússneskar
sprengjuflugvélar sem komu
upp að landinu. Heimsóknirnar
það sem af er þessu ári eru
orðnar um tuttugu.
Lauslega áætlað kostar hver
af hinum þrettán þotum sem hér
verða, um tiu milljón dollara,
eða rösklega 2,5 milljarða
islenskra króna. Samanlagt
kostar þvi flugfloti sveitarinnar
rösklega 33 milljarða króna.
— ÓT.
Lögreglumenn
landsbyggðar:
Hálftíminn
tekinn af
,,Það er óhætt að segja að
við landsbyggðamenn erum
illir yfir þvi að með úrskurði
Kjaranefndar skuli vera snið-
iö af atriði sem kom inn i
samninga 1973”, sagði vara-
formaður Lögreglufélags Suð-
urnesja, Gústav Bergmann i
samtali við Visi.
Gústav sagði að atriði sem
áður gilti um alla lögreglu-
menn gilti nú aðeins um lög-
reglumenn i Reykjavik og i
grannasveitarfélögum. Er um
að ræða hálftima sem bætist
ofan á aukavaktir sem lög-
reglumenn taka og fá greidda
sem yfirvinnu. Hálftiminn
miðast annað hvort við akstur
til vinnu eða frá eftir þvi hvort
aukavaktin er tekin á undan
eða strax á eftir aðalvakt.
„Við höfum haft samband
við lögreglumenn á Isafirði,
Akranesiog Selfossi, og höfum
sent harðort mótmælabréf
vegna þessa til BSRB og afrit
til Landssambands lögreglu-
manna, lögreglustjórans i
Keflavik og sýslumanns
Gullbringusýslu”.
Friðrik með
flest skákstig
Ct er kominn listi yfir islensk
skákstig miðað við 10. mars slð-
ast liðinn, en slikir útreikningar
eru gerðir tvisvar á ári.
A skránni eru 525 skákmenn en
voru siðast 466. Hér á eftir fara
nöfn þeirra sem eru með 2300 Eló
stig eða meira, eldri stig en frá
1974 eru ekki reiknuð og ekki
færri en 16 skákir reiknaðar.
—SG
1. Friðrik Ólafsson 2595
2. Guðmundur Sigurjónss. 2475
3. Helgi Ólafsson 2450
4. Jón L. Árnason 2435
5. Jón Kristinsson 2415
6. IngvarÁsmundsson 2400
7. Ingi R. Jóhannsson 2395
8. Haukur Angantýsson 2385
9. -10. Ólafur Magnússon 2355
9.-10. Magnús Sólmundarss 2355
11. Stefán Briem 2350
12. Margeir Pétursson 2345
feftið eKkiföðrn leika sér
ÍP
Plastumbú ðir e ru
plastpoka. Notið þær á réttan hátt,
| Fteygið ekki plastumbúðum og stuðlið aö örygg'L
ávíðavangi. hreinlæti og umhverfisvernd.
Plast eyðistpif} sólarljós!
Plastprenl
1958=1978
argus