Vísir - 28.03.1978, Page 16

Vísir - 28.03.1978, Page 16
 Þriöjudagur 28. mars 1978 vism Þau gengu i það heilaga i fangelsinu: Dr Rose Dugdale og Eddie Gallagher. Sagt er aö það hafi verið gert til að villa um fyrir hugsan- legum hjálparmönnum við flóttatilraun sem væru utan Óvenjulegt brúðkaup átti sér stað á irlandi fyrir nokkrum dögum. Það fór fram í lítilli kirkju fengelsisins í Limerick að viðstöddum vopnuðum hermönnum og lögregluliði/ presti, svaramönnum, 3ára gömlum dreng og að sjálfsögðu brúðhjónun- um. Þarna var verið að gefa saman i hjónaband Eddie Gallagher einn æðsta mann IRA sem hefur setið i fangelsi i 2 ár af 20 árum sem honum var gert að afplána fyrir mannrán og Rose Dugdale lávarðardóttur sem setið hefur inni i 3 ár af 9, sem hún hlaut fyrir listaverka- rán. Litli drengurinn sem var viðstaddur athöfnina er sonur þeirra. Hann heitir Ruairi. Hann fæddist i fangelsinu i Limerick, þar sem móðir hans dvelur — og mun dvelja næstu 6 árin. Hann er nú i uppeldi hjá ættingjum föður sins. Drengur- inn fær að heimsækja föður sinn af og til þar sem hann er haföur i haldi i fangelsi sem er um 10 milur frá fangelsinu sem eigin- konan dvelur i. Það kostaði mikið umstang fyrir Eddie og Rose og vinafólk þeirra að koma þessari hjóna- vigslu i kring. Þau sögðust vilja gifta sig drengsins vegna, en Brúðhjónin fengu ekki að skera eöa bragöa á brúðkaupstertunni sinni. yfirvöld voru á öðru máli og töldu, aö þau myndu nota tæki- færið til að reyna að flýja. Tugir hermanna gættu brúðgumans t fyrstu var ákveðið að at- höfnin færi fram i fangelsinu, þar sem Eddie er i haldi en á siðustu stundu var þeirri ákvörðun breytt og brúðkaupið haldið i „fangelsinu hennar”. múranna. Brúðhjónunum var ekkert sagt um breytinguna fyrirfram. Eddie var drifinn i sparifötin og siðan upp i sérstakan bil sem ekið var þessa 10 milna leið á meira en 130 km hraða. A meðan var veginum lokað fyrir allri umferð. Hans var gætt af 200 hermönnum og i lofti sveim- uðu fjórar herþyrlur. Svaramanni brúðgumans Patrick Gallagher og Ruairi litla var „smyglað” inn i fangelsiskirkjuna, og leitað var mjög gaumfæilega á Patrick sem er bróðir Eddie. Fengu ekki að vera í veislunni. Að lokinni vigslu fengu brúð- hjónin að talast við i nokkrar minútur og Ruairi litli fékk að vera hjá þeim. Þau fengu ekki að vera ein eitt einasta augna- blik — um það sáu sérþjálfaðir lögreglumenn sem fylgdu þeim eftir eins og skuggar. Rétt tiu minútum eftir að presturinn hafði lýst yfir að þau Ross og Eddie væru hjón fyrir augum guðs og manna var farið með brúðgumann aftur i hitt fangelsið og hans vel gætt á leiðinni. Félagar þeirra hjóna héldu siðan brúðkaupsveislu á heimili eins þeirra. Brúðhjónin fengu að sjálfsögðu ekki að vera viðstödd Ruairi kunni vel aö meta kræsingarnar i brúökaupsveislunni og drakk mörg giös af appelsinusafa — enda voru hvorki mamma né pabbi til aö banna honum og sáu þvi ekki brúðkaupstert- una sem var þriggja hæða há og öll hin glæsilegasta. Ruairi litli kunni aftur á móti vel að meta hana og annað góðgæti sem fram var borið. Snéri baki viö yfirstétt- inni Þau Eddie Gallagher og Rose Dugdale fengu ólikt uppeldi þótt ekki sé sterkara til orða tekið. Hann er sonur fátæks land- búnaðarverkamanns, og þurfti alla tið að hafa mikið fyrir að hafa i sig og á. Hún er lávarðardóttir og var alin upp i miklum munaði. Hún þótti snemma sýna miklar gáf- ur og lauk doktorsprófi i hag- fræði frá Oxford-háskóla. Að þvi loknu fékk hún mjög góða stöðu i fjármálaráðuneytinu. Hún var ekki ánægð meö það snéri baki við yfirstéttarlifinu og flutti i litið herbergi i fá- tækrahverfi Tottenham i Norður-London. Hún kynntist þar mörgum Irum og þar á meðal Eddie Gallagher sem þá var nýkominn til London til að starfa fyrir skæruliðasamtökin IRA. Brúðkaupsnóttin verður að bíða. Hagfræðidoktorinn tók á leigu þyrlu til að kasta sprengjum á lögreglustöð á Norður-Irlandi, og gerði ýmislegt annað til að hjálpa ÍRA. Þeirri hjálp hennar lauk er hún var handtekinn fyrir listaverkaþjófnað og dæmd i 9 ára fangelsi. Það var árið 1974 og hún gekk þá með barn Eddie Gallaghers. Honum var sjálfum stungið inn nokkrum mánuðum siðar, er hann rændi Hollendingnum Tier Herrema og hélt honum i gisl- ingu i marga daga eins og frægt varð. Hann krafðist þess að Rose yrði látin laus i skiptum fyrir Herrema. Jafnframt krafðist hann þess að fá fé til styrktar IRA og ýmislegt annaö. Hann varð að lokum að gefast upp fyrir ofurefli liös og var dæmdur i 20 ára fangelsi. Talið er að hann sleppi i fyrsta lagi úr haldi eftir 15 ár ef ekkert fer úrskeiðis — og þá geta þau hjónakornin loks farið að huga að brúðkaupsnóttinni. —klp— Húsnœði óskast Ca. 400-500 ferm. húsnœði fyrir vöruafgreiðslu óskast Uppl. í síma 83700 VÍSIR VeUvangur viðsMptanna MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN STOFNAÐ 29. MARS 1938 Skrifstofa félagsins: Valhöll ■ Háaleitisbraut 1 - Simi 82927 AFMÆUSFUNDUR Málfundafélagið Óðinn heldur fund i Val- höll Háaleitisbraut 1 miðvikudaginn 29. mars n.k. kl. 20:30 i tilefni 40 ára afmæli félagsins. DAGSKRÁ: 1. Ávörp: Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra, formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri. 2. Kjör heiðursfélaga. 3. Skemmtiatriði. — Kaffiveitingar STJÓRN ÓÐINS.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.