Vísir - 28.03.1978, Side 28

Vísir - 28.03.1978, Side 28
Arnarflugsvélin sem bilaOi i London á laugardag. Þaft var framhjólaútbúnafturinn sem lét undan eftir lend- ingu. Vélin er i litum Air Malta. Visismynd: Baldur Sveinsson Um 300 Arnarflugs- farþegar heim í dag Hátt i 300 Arnarflugsfarþegar, sem töfftust erlendis vegna bilunar i Boeing-þotu féiagsins vift lendingu á Heathrow-flugvelli I London á laugardaginn, koma til landsins i dag. Stefán Halldórsson hjá Arnarflugi tjáði VIsi i morgun, að töfin hefði snert um 420 farþega er- lendis og tvo erlenda hópa hérlendis. ,,Það voru 140 manns i ísrael, en þeir voru fluttir með leiguflugvél til Luxemborgar og koma heim siðdegis i dag með Flugfélagsvél. Um 130 manna hópur var i London, og kemur hann siðdegis I dag með Air Lingus-vél. Um 150 manna hópur var i Dublin, og komu flestir þeirra með Air Lingus vél i gærkvöldi, en hinir koma meö sömu vél I dag. Sérfræðingar frá Boeing- verksmiðjunum skoða nú Arnarflugsvélina i London; er ekki enn ljóst hversu lengi hún verður úr notkun. -ESJ. TVÍÉlR PIL T-1 AR FÓRtfSTj I SNJÓnÖMj — œtluðu að ganga ffrá Neskaupstað yffir í Mióaffjörð Tveir piltar fórust i snjóflóði þegar þeir hugðust ganga frá Neskaupstað yfir Gunnólfsskarð á páskadag. Piltarnir hétu Sævar Ásgeirsson, 18 ára Þeir Sævar og Hólm- steinn höfðu ætlað sér að fara gangandi frá Nes- kaupstað yfir að Reykj- um i Mjóafirði yfir Gunnólfsskarð. Lögðu þeir af stað um klukkan tvö á páskadag vel búnir. Sæmilegt verður var þá en eftir þvi sem leið á daginn versnaði veðrið og gerði skafrenning og élja- gang. Þegar piltarnir höfðu ekki komið aö Reykjum um kvöldið á milli klukk- an sjö og átta var farið að óttast um þá. Fljótlega gamall, og Hólmstemn Þórarinsson, 17 ára gamall. Þeir voru báðir búsettir á Neskaupstað. var gerður út flokkur til leitar en þá var orðiö dimmt og éljagangur. Fjöldi manna bættist i leitina og um nóttina varð séð að snjóflóð hafði orðið I skarðinu. Var leitinni haldið áfram en um klukkan tiu i gærmorgun fundust lik Sævars og Hólmsteins og höfðu þeir þá órðið fyrir snjóflóðinu. Talið er að þeir hafi verið búnir að ganga I um það bil tvo klukkutima þegar þetta hörmulega slys varð. —EA Kvartmiluklúbburinn gekkst fyrir bilasýningu núna um páskahelgina í Laugardalshöllinni. Fjöldi fólks skoðaði tryllitækin á sýningunni, og eins og sést á þessari mynd Björgvins Pálssonar, voru margir þungt hugsi. : ~ Er hœgt að fara e kring- um þerskveiðibannið? ________________________j — Fjórir bátar kaarðir í Vestmannaeyium Fjórir bátar frá Vestmannaeyjum hafa verið kærðir fyrir meint brot á reglum um þorskveiðibann er gilti um páskana. Landhelgisgæslan fór um borð i þessa báta á laugardagskvöld og var þorskur um 25-50% af heildarafla en leyfilegt hámark er 15%. Að sögn Júliusar Georgssonar, fulltrúa bæjarfógeta i Vestmannaeyjum, komu bátarnir að landi á laugardagskvöld vegna þess að páskadagur er fridagur, en hins vegar ætluðu þeir ekki að landa, þvi að þeir töldu veiðiferö ekki lokið. Taldi Július að þeir myndu ljúka rann- sókn þessa máls i þessari viku og senda það siðan til rikissaksóknara. Að sögn Þrastar Sig- tryggssonar hjá Land- helgisgæslunni hafa ekki fleiri bátar verið kærðir fyrir brot á þorskveiði- banninu. Taldi Þröstur að þessar reglur vera mjög götóttar. Bátar sem hefðu veitt yfir hámark þorsks af heildarafla meðan á banninu stóð gætu ein- faldlega beðið með að landa þar til þvi væri lok- ið, en það rennur út i dag. -KS Ung kona kœrir naubgun Ung kona hefur kært mann fyrirnauðgun um aðfaranótt föstudagsins langa. Maðurinn er nú i varðhaldi. Hann hefur ekki viðurkennt nauðgun, samkvæmt upplýsingum sem Visir fékk hjá rannsóknarlög- reglunni i morgun. Maðurinn mun hafa boðiö konunni far i bil sinum þar sem hann hitti hana á Hringbraut og þáði hún það. Hann mun hafa ekið út á Sel- tjarnarnes þar sem hún segir hann hafa komið vilja sinum fram. Kon- an náði númerinu á bil mannsins og náði lög- reglan honum fljótlega. —EA Innbrof um helgina Brotist var inn I Áfengis- og tóbaks- verslun rikisins vift Snorrabraut aftfaranótt föstudagsins langa. Tveir ungir menn reyndust vera þar aft verki og voru þeir hand- teknir. Þá var um helgina brotist inn i herradeild P.Ó. og þaðan stolið átta þúsund krónum. Innbrotið er upplýst. Ferðaávisunum var st- olið af sænskum ferða- manni á Hótel Loft- leiðum. Úr húsi i Eski- hlið var stolið 150 þús- und krónum. Brotist var inn i hús i Hafnarfirði, sundlaugina i Kópavogi og Þinghólsskóla. Piltur sem reyndist vera með óvenju mikið af sigarettum milli handanna var gripinn og reyndist hafa á sam- viskunni innbrot i sjoppu við Siðumúla. Annar var gripinn með talsvert af peningum og hafði sá brotist inn á tvo staði fyrr i vetur. Þá var einn maður tekinn fyrir tékkafals uppá rúmar 250 þúsund krónur. Innbrot voru einnig framin i Nýgrill i Breiðholti og verslun við Bústaðaveg. —EA Kena fféll f höffnina Kona féll i höfnina að- faranótt páskadags. Konunni. sem er um þritugt.var fljótlega bjargað og var hún flutt á slysadeild. Henni mun ekki hafa orðið meint af volkinu. —EA Tveimur sieppt úr gœsiu Tveir menn eru enn I gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar á fikniefnamálinu sem rannsakað hefur verið að undanförnu. A skir- dag var tveimur sem verið hafa i gæsluvarð- haldi sleppt. Þeir voru fyrir nokkru úr- skurðaðir i varðhaldið vegna annars máis. —EA Rúðubret Þó að páskarnir hafi verið rólegir i Reykja- vik og viðar að þessu sinni, var þó i ýmsu að snúast hjá lögreglunni. Til dæmis var nokkuð um rúðubrot i borginni. Meðal annars voru brotnar rúður i Al- þingishúsinu og i bandariska sendi- ráðinu. Þeir sem þar voru að verki munu hafa náðst. —EA DREGIÐ 1« APRÍL n.k. um hinn gSœsiiega FORD FAIRMONT argeró '78, aó verðmæti 4,1 millj. kr. t.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.