Vísir - 29.03.1978, Síða 10
10
Miðvikudagur 29. mars 1978
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprenth/f
Framkvæmdastjdri: DaviA Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólatur Ragnarsson
Ritstjórnartulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund-
ur Petursson. Umsjón meö helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Edda And
résdottir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson,
Jonína Mikaelsdóttir. Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson,
Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson. Ljósrnyndir:
Björgvin Palsson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson,
Magnús Olafsson
Auglysinga- og sölustjóri: Pall Stefánsson Askriftargjald er kr. 1700 á
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson mánuði innanlands.
Auglysingarog skrifstofur: SiðumúlaS. Verð i lausasölu
simar86611 og 82260 kr. 90 eintakið.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sími 86611 Prentun
Ritstjórn: Siðumúla 14 sími 86611 7 linur Blaðaprent h/f.
Sundurlyndi i rikisstjórninni
Afsögn þriggja stjórnarmanna Rafmagnsveitna
rikisins er án nokkurs vafa með meiriháttar póiitísk-
um viðburðum. Hún er uppreisn gegn dr. Gunnari
Thoroddsen orkumálaráðherra og verulegt pólitískt
áfall fyrir hann. Þær staðreyndir, sem liggja að baki
þessari ákvörðun hljóta að hafa áhrif við stjórnar-
myndun að kosningum loknum.
í raun og veru er afsögn þremenninganna afhjúpun
á f jármálaóreiðu, sem viðgengist hefur í orkubú-
skapnum á undanförnum árum. En hún sýnir einnig
þá jákvæðu hlið á stjórnkerf inu, að þar eru menn, sem
geta risið uppgegn óábyrgri f jármálastjórn ráðherra.
Ákvarðnir fyrrverandi stjórnar Rafmagnsveitna
rikisins varðandi f járfestingar á þessu ári bera vott
um ábyrga f jármálastjórn. Það mál, sem olli því að
stjórnin varð að segja af sér, er dæmigert um þetta,
þó að það sé aðeins einn angi af þeim ágreiningsefn-
um, sem komið hafa upp milli stjórnarinnar og orku-
ráðherra.
Raf magnsveitur rikisins eiga í gífurlegum skulda-
erf iðleikum og rekstrarhalli síðustu tveggja ára nem-
ur tæplega 500 milljónum króna. Fyrirtækið hefur
ekki haft fétil ráðstöf unar í því skyni að leysa út efni í
svonefnda Austfjarðalinu. Við þessar aðstæður tók
stjórnin þá ábyrgu ákvörðun að takast ekki á hendur
frekari f járskuldbindingar meðan ekki fengist viðun-
andi lausn á f jármálaógöngum fyrirtækisins.
Ráðherra var á annarri skoðun og taidi það meira
að segja til embættisskyldu sinnar að fyrirskipa for-
stöðumanni Rafmagnsveitnanna að panta án tafar
efni í svonefnda Vestf jarðalínu. Þessi fyrirskipun var
gef in þó að sérstök nef nd, sem ráðherrann skipaði til
þessaðgera tillögur um f jármálalega endurreisn fyr-
irtækisins, hafi beinlínis lagt til að þessu verki yrði
skotið á frest.
Að öðrum kosti þarf rikisstjórnin að afla erlends
lánsf jár til verksins. Það brýtur á hinn bóginn gegn
yfirlýstri stefnu rikisstjórnarinnar um takmörkun er-
lendra lána á þessu ári Hér hefur þvi minnisvarðapóli
tíkin enn einu sinni verið tekin fram yf ir ábyrga f jár-
málastjórn.
Þetta mál sýnir einnig alvarlegt sundurlyndi innan
rikisstjórnarinnar. Þegar forsætisráðherra og fjár-
málaráðherra hafa boðað strangar aðhaldsaðgerðir
varðandi erlendar lántökur taka einstakir ráðherrar
ákvarðanir um umf angsmiklar f ramkvæmdir án þess
að f jár haf i verið af lað til þeirra. Þaðer ekki að undra
aðýmislegtgangi úrskeiðis, þegar ráðherrarnir vinna
þannig hver gegn öðrum.
Þóað f ramkvæmd eins og lagning Vestf jarðalínu sé
á lánsf járáætlun á að sjálfsögðu ekki að taka ákvarð-
anir um f járskuldbindingar af þeim sökum fyrr en
Ijóst er hvernig afla á fjár til verksins. Annað er
óábyrg f jár málast jórn. Fyrrverandi stjórn
Raf magnsveitna ríkisins brást þvi í einu og öllu rétt
við þeim aðstæðum, sem upp voru komnar. Orkuráð-
herra kaus á hinn bóginn að halda áfram fjármála-
óráðsiunni þvert á yfirlýsta fjármálastefnu ríkis-
stjórnarinnar.
Þannig snyr málið við og f yrir þá sök hef ur það póli-
tiska þýðingu. En fróðlegt verður að sjá hverjir það
verða, sem ráðherrann fær til þess að taka við stjórn
Rafmagnsveitna ríkisins eftir þeirri forskrift, er
hann hef ur nú gef ið. Nema orkuráðherra þyki hentast
að breyta eftir lögmálinu, sem Steinn Steinarr lýsti
með þessum orðum: ,,Og til þess að örlög vor sjálfra
vér hefðum á hreinu var hálfvitum flokksins skipað
að éta það fyrst."
Hitaveitan i Hveragerði:
„HSfum ekkert fengið
greitt fyrir vatnið"
— segir Karl Ragnars, deildarstjóri hjó Orkustofnun
Yiðtal Visis við Sigurð Pálsson,
páska
„Hvergerðingar hafa til þessa
ekkert greitt fyrir vatnið, sem
þeir hafa fengið i hitaveituna,
og er skuld þeirra viö Orku-
stofnun þvi orðin 15-20 milljónir
króna”, sagði Karl Ragnars,
deildarstjóri hjá Orkustofnun,
við Visi.
Eins og fram kom i Visi fyrir
páska hefur mikið kisilinnihald i
vatninu stiflaö bæði rör og for-
hitara i hit aveitukerfinu i
Hveragerði og hefur hrepps-
nefndin nú ákveðið að breyta
yfir i gufuveitu. Ekki hefur enn
verið gerð endanleg kostnaðar-
áætlun, en talið er, að breyting-
in muni kosta eitthvað á annað
hundrað milljónir króna.
Vatnið i hitaveituna er fengið
úr borholum, og dælustöð, sem
Orkustofnun á og rekur i Hvera-
gerði, en samið var um, að
hreppurinn keypti vatnið á
kostnaðarverði.
„Skuld Hveragerðishrepps
var 14.9 milljónir króna um sið-
ustu mánaðamót”, sagöi Karl,
,.en i þeirri tölu er ekki tekinn
með kostnaður vegna raf-
magnsnotkunar dælunnar. Ég
hef þá tölu ekki við hendina, en
myndi áætla, að hún næmi um
fjórum milljónum króna.”
1 viðtali viö sveitarstjóra
sveitarstjóra i Hveragerði, fyrir
Hveragerðishrepps fyrir páska
var sett fram það sjónarmið
Hvergerðinga, að eðlilegt væri,
að Orkustofnun greiddi hluta af
kostnaðinum, þar sem um til-
raunastarfsemi væri að ræða.
„Það er ljóst, að Orkustofnun
hefur enga peninga tii aö greiða
þennan skuldahala, sem ég
nefndi áðan, en það er sú fjár-
hæð, sem Hvergerðingar vilja
að Orkustofnun borgi. Hins veg-
ar hefur Orkustofnun þurft að
standa undir þessum rekstri,
þar sem engar greiðslur hafa
borist.
A hinn bóginn er lióst. að
þetta þarf að borga og i viðræð-
um við forráðamenn Hvera-
gerðishrepps bentum viö þeim á
aðsækja um styrk úr Orkusjóði,
sem þá yrði styrkur vegna
þeirra tilrauna. sem þarna var
um að ræða. Það hafa þeir ekki
látið svo litið að gera,” sagði
Karl.
Ekki til frambúðar
Karl sagði, að vandinn vegna
kisilútfellinga i vatninu hefði
komiö i ijós fljótlega eftir að
hitaveitan tók til starfa.
,,Þá strax var hafist handa
um að reyna að lagfæra þetta,
og gerðar vissar aðgerðir i þvi
skyni. Þar var um að ræða eins
konar minni útgáfu af Svart-
engisaðferðinni. Þetta gafst til-
tölulega vel, en reynslan hefur
þó sýnt. að það er ekki nægjan-
lega gott til frambúðar.
Við höfum svo staðið i striði
við Hvergerðinga i mörg ár með
aö taka virkilega á þessu máli á
þann hátt, að viðunandi lausn
fengist. Okkur hefur reynst
mjög erfitt að fá þá tíl að fjalla
yfirleitt um málið. Orkustofnun
hefur þvi að þessu leyti verið
alveg mát i þessu máli. Hún
hefur hvorki fengið greiðslur frá
hreppnum né nokkrar viðræður
um það, hvernig ætti aö bera sig
að við að leysa málið”.
Fréttu af ákvörðuninni
um gufuveituna i Visi
Karl sagði, að i vetur hefðu
fulltrúar Orkustofnunar og
hreppsins ræðst litillega við,
aðallega þó i haust.
„Þá fór Orkustofnun þess á
leit við hreppinn, að hann yfir-
tæki þann rekstur, sem Orku-
stofnun hefur verið með. Það
var m.a. gert vegna þess, að
engar greiöslur höfðu fengist,
en eins vegna hins, að það yrði
kannski til þess að betra lag
kæmist á þetta ef þeir væru að
öllu leyti með reksturinn.
Þetta fvrirkomulag leist bæði
Orkustofnun og livergerðingum
vel á, en hins vegar hefur málið
það ég best veit dagað uppi.
Siðan kom þessifrétt i Visium
að þeir hefðu ákveðið aö breyta
yfir i gufuveitu, og það vissum
við ekkert um fyrr en viö sáum
fréttina”.
Betra vatn fæst ekki
Karl sagði, að það væri full-
reynt, að ekki væri hægt að fá i
Hveragerði heitt vatn sem væri
minna kisilmengað.
„Sú gerð jarðhita, sem þarna
er, er þess eðlis, að vinnslan
verður mun erfiðari en þegar
um er að ræða jaröhitasvæði,
eins og t.d. Reykjavik notar,”
sagði hann. „Þessi gerð jarð-
hitasvæðis krefst vinnslu _af
svipuðutagi og td. i Svartsengi.
Það þýðir miklu meiri mann-
virki og þá um leið dýrara vatn.
sem af tur krefst stærri markað-
ar.
Þá hefur það áreiðanlega
spillt fyrir varmavinnslunni i
Hveragerði, að allur þorri al-
mennings telur, að þar sem
Hveragerði sitji nánast á hita-
pottinum eigi hitinn þar ekki að
kosta neitt. Sannleikurinn er
hins vegar sá, að hitinn á svona
stað, jafnvel þótt menn sitji á
pottinum sjálfum, er dýrari i
vinnslu vegna þess, að hitinn er
of mikill tii þess aö hægt sé að
dæla vatninu upp og nota það
beint.”
— ESJ
OSKAR EFTIR RANN-
SÓKN RÍKISSAKSÓKNARA
„Við munuin kæra þetta fyrir
rikissaksóknara og fara fi-ani á
að hann rannsaki ineint hrot
verðlagsnefndar á verðlagslög-
unum”, sagði Arni Arnason
hagfræðingur Verslunarráös i
samtali við Visi. Verslunarráð
hafði áður kært verðlagsnefnd
fyrir Verðlagsdómi en þeirri
kæru var visaö frá. llið meinta
brot vcrðlagsnefndar er lækkun
á verslunarálagningu.
Arni sagði að kæran hefði ekki
verið tekin fyrir i Verölagsdómi
á þeim forsendum að hann fjall-
aði aðeins um opinber mál.
„Hins vegar”, sagði Árni, „er
skýrt tekiö fram i lögum um
verðlagsmái frá 1960 að risi mál
út af ákvæðum þeirra eigi aö
reka þau fyrir sérstökum dóm-
stólum i hverjum kaupstaö er
nefnist Verðlagsdómur”.
Sagði Arni að kæran væri
byggð á 3. grein þessara laga
þar sem tekið er fram að versl-
unarálagningu eigi að miða við
vel skipulagöan og hagkvæman
rekstur. Einnig byggist kæran á
þvf hvernig ákvörðun verðlags-
nefndarhafi verið tilkynnt. Arni
bentí á að i hvert sinn sem svo-
kallaðri 30% reglu hefði verið
beitt af verðlagsnefnd við
ákvörðun verslunarálagningar
eftir gengisfellingar hefði
Verslunarráö mótmælt þvi
harðlega. Þessi ákvörðun verð-
lagsnefndar nú væri eingöngu af
pólitiskum toga spunninn og
ekki byggð á neinum rannsókn-
um á stöðu verslunarinnar i dag
eins og gert er ráð fyrir sam-
kvæmt 3. grein laganna og vilji
þeir lá.ta revna á það fyrir dóm-
stólum hvort sú ákvörðun sé
lögleg.
-KS.