Vísir - 14.04.1978, Qupperneq 7
7
ÁHEUARÞRÖM
Ingólfur Benediktsson, Dal.
Grenivík:
Ljótt er aö heyra af ástandinu
hjá rikisfyrirtækjunum okkar
fslendinga nú á nýbyrjuðu ári,
öll virðast þau á heljarþröm.
Rafveitur, póstur og simi, rikis-
útvarp — jafnvel sjálfur rikis-
sjóður, allir á hausnum. Liklega
er A.T.V.R. eina rikisfyrirtækið
sem blómstrar, enda á allan
hátt vel séð um tekjuöflun i sliku
„þjóðþrifa-fyrirtæki”. Litt
skiljanlegur er þó fjárskortur
fyrrnefndra fyrirtækja, þar sem
þau virðast hafa einokunarað-
stöðu til tekjuöflunar úr vösum
almennings.
Nýlega er kominn rafmagns-
reikningur, með nýrri inn-
heimtuaðferð og tölvutækni, þó
fer það svo að miðað við sama
timabil i fyrra — með sömu
tækjum til heimilisnota hækkar
afnotagjaldið um 60-70%. Ekki
er nóg með að hver KWH hækki
stórlega heldur koma einnig til
nýir álagningarskattar — verð-
jöfnunargjald og svo hinn
alkunni verðjöfnunarskattur.
Hvert skyldi svo þetta
verðjöfnunargjald renna? Er
það kannski til að verðbæta
ódýra rafmagnið til álversins?
Spyr sá sem ekki veit.
Það vita allir að söluskatt-
urinn er ein aðaltekjugrein
rikissjóðs. Það er bara ein
ferðin enn i vasa þegnanna.
Hver skilur ástandið
Þessa dagana linnir ekki
fregnum af gjaldþrotarekstri
RARIK. Forráðamenn fyrir-
tækisins segja upp störfum
vegna fjármálaóreiðu. Sagt er
að skuldirnar séu 12 hundruð
milljónir, þar af 50 milljón
króna oliureikningur vegna
disilraforku á Austurlandi. Raf-
orkuver eru byggð hvert af
öðru en um leið þarf að stofna
til raforkufreks iðnaðar til að
taka við orkunni samanber
Grundartangafyrirtækið. Aust-
firðingar verða að sætta sig við
sina tilbúnu orku með
einokunaroliu, viðkomandi oliu-
félag ætlar svo að loka fyrir
vegna vanskila RARIK.
Þeir sem orkuna nota hljóta
að greiða sin afnotagjöld,
a.m.k. er skýrt tekið fram á
kröfureikningi, að ef ekki er
greitt innan fárra daga verði
lokað fyrir rafmagnið.
Hver skilur þetta ástand? Það
eru þó engar smáupphæðir, sem
greitt er fyrir rafmagn með til-
verknaði siðustu hækkunar.
Vissar grunsemdir vakna
Það fer ekki hjá þvi að vissar
grunsemdir vakna hjá almenn-
ingi um aö ekki sé allt með
felldu i rekstri fyrirtækjanna
þegar svona er i pottinn búið.
Okkur er sagt að fjárskortur
RARIK starfi af kostnaði viö
dreifikerfiö sem er þó i mesta
ólestri a.m.k. hvað Austfirðinga
varðar. Hvað verður um það fé
sem tekið er af almenningi fyrir
orkunotkun? Hvað er það há
upphæð? Skyldi það ekki taliö i
milljörðum fremur en i milljón-
um?
En nú á að leysa vandkvæði
RARIK, þar sem rikisstjórnin
hyggst endurskoða verðskrá
fyrirtækisins og nú þegar
heimilar hækkun á húshitunar-
taxtanum um 25%. Þar með er
hægt að greiða oliuna á Aust-
fjörðum og leysa út efni til
austurlinu sem beðið hefur lengi
eftir að verða leyst út.
Við erum svo heppin að eiga
rikisstjórn sem er fljót til aö
leysa úr gjaldþrotum fyrir-
tækja, enda vinnur hún ötullega
að þvi að lækka verðbólguna.
Þeirsem hita hús sin með raf-
orku verða eflaust glaðir, þegar
næsti reikningur kemur, með
fjórðungshækkun og að auki
dálitið hærra verðjöfnunargjald
og svolitið hærri söluskattur.
Það er annars margt undar-
legt i okkar þjóðfélagi — t.d.
það, að þeir sem búa á höfuö-
borgarsvæðinu greiði helmingi
lægra orkugjald en við, sem
erum utan þess svæðis. Er þetta
kannski skröksaga? Ef rétt er -
hver er þá orsökin? Liklega er
þetta eitt af mörgum réttlætis-
málum landsfeðranna.
Skjót viðbrögð
Þaö er hvimleitt aö þurfa aö
biöa iengi meö bilaö rafkerfi,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki sem þarf
aö leggja fyrir.
Þess vegna settum viö upp
neytendaþjónustuna - meö
harösnúnu liöi sem bregöur
skjótt viö.
•RAFAFL
Skólavöröustig 19. Reykjavik
Simar 217 00 2 8022
PASSAMYNDIR
teknar í litum
tilbúnar strax I
barna & f fölskyldu
LIOSMYMDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
VISIR
NYR UMBOÐSMAÐUR
DJÚPAVOGI
Helgo Þórarinsdóttir
Árbliki
Simi 97-8850
VÍSIR
Við erum stórir í
METSÖLUBÓKUNUM
A ENSKU
í vasabókabroti
LAUGAVEG 178, SÍMI 86780.