Vísir - 24.04.1978, Síða 7
V
m
vism Mánudagur 24. aprfl 1978
(
Umsjon: Guðmundur Pétursson
SKUTW A OKKUR
ÁM VIDVÖRUHAR
segir aðstoðarflugmaður kðrönsku farþega
þotunnar um rússnesku herþoturnar
Aðstoðarflugmaður
s-kórönsku farþega-
vélarinnar, sem brot-
lenti i Sovétríkjunum,
segir, að flugmenn á
rússnesku herþotunum
hafi ekki gefið neina
viðvörun, áður en þeir
létu kúlurnar kemba
bensinleiðslur Boeing-
vélarinnar og drápu
tvo farþeganna.
„Ég sá herþoturnar samsiða
okkur,” sagði Cha Soon hinn 43
ára aðstoðarflugmaður Boeing
707-þotunnar. „Það var ekkert
sem benti til þess, að skotið yrði
á okkur. Eftir 5 miniítna flug
dundi svo skothriðin skyndilega
á okkur.”
Hann sagði, að áhöfn vélar-
innar hefði árangurslaust reynt
að komast i talsamband við
sovésku flugmennina, en helst
liti út fyrir, að Rússarnir notuöu
ekki sö’mu . bylgjulengdir og
aðrar þjóðir.
Flugmaöurinn skýröi frá
þessu á blaðamannafundi, sem
efnt var til i Anchorage i Alaska
i gær. — Þar kom ekkert fram,
sem varpað gat ljósi á,hvers-
vegna kóreanska farþegaþotan
hefði villst 1.600 km af leið sinni
frá Paris til Seoul.
Flugstjóri vélarinnar, Kim
Chang-Kyu, og siglingafræð-
ingurinn, Lee Kun-Shi, voru
kyrrsettir i Svoétrikjunum til að
aðstoða við rannsókn málsins.
Farþegarnir, sem hrósuðu
mjög flugstjóranum fyrir að
nauölenda laskaöri flugvélinni á
isilögðu vatni áfallalaust, höfðu
eftir honum, að loftsiglingatæki
vélarinnar hefðu blekkt hann og
siglingafræðinginn.
Forstjóri kóreanska flug-
félagsins sagöi, aö Rússarnir
hefðu fjarlægt „svarta kass-
nn” flugritann sjálfvirka, sem
skráir niður fjarskipti vélar-
innar og samtöl i flugstjórnar-
klefanum, úr vélinni, en án
hans væru engin tök á þvi að slá
neinu föstu um, hvað skeð heföi.
— Hann kvaðst fyrir sitt levti
vilja vita, hvi siglingafræðing-
urinn hefði ekki notað sextant-
inn til þess að sannprófa, hvort
vélin væri á réttri stefnu, ef önn-
ur siglingatæki heföu brugðist.
— Forstjórinn, sem verður far-
þegunum (I06talsins) samferöa
heim til Kóreu og Japans frá
Alaska, sagði aö siglingafræð-
ingurinn hefði flogið þessa leið
70 sinnum.
Sovétrikin hafa i opinberi
yfirlýsingu sinni um atburðinn
sagt, að flugvélin hafi virt að
vettugi fyrirskipanir
orrustuvélanna um að lenda á
flugvelli, og lent á vatninu eftir
að skotið var á hana.
í Seoul gaf Park Chung-Hee,
forseti, yfirlýsingu i gær, þar
sem hann þakkaði Sovétstjórn-
inni að hafa skilað farþegum
vélarinnar tafarlaust, og skor-
aði á hana að sleppa flugstjór-
anum og siglingafrææðingnum
hið bráðasta sömuleiðis.
Moro f/fs eða fíðinn?
italska þjóðin heffur beðið í ofvceni alla helgina, en ekkert
hefur heyrst ffrú rœningjunum
Rauða herdeildin
hetur ekki sýnt sig lík-
lega til þess að taka i
framrétta hendi ítaliu-
stjórnar um helgina,
meðan menn hafa beð-
ið milli vonar og ótta
eftir fréttum af örlög-
um Aldo Moros
Enginn haföi minnstu hug-
mynd um, hvort forsætisráð-
herrann fyrrverandi væri lifs
eða liðinn, þótt liðnir væru nær
tveir sólarhringar frá þvi frest-
ur ræningja hans rann út. —
Þeir höfðu hótað að taka Moro
af lifi, ef stjórnvöld ekki hæfu
samninga um að skipta á honum
og kommúniskum föngum.
Fulltrúar kaþólsku kirkjunn-
ar, sem fengnir höfðu verið til
milligöngu, höfðu i morgun ekk-
ert heyrt frá ræningjunum.
Meðan flestir stjórnmála-
flokkar Italfu hafa verið sam-
huga um að mæla gegn samn-
ingum og undanlátssemi við
hryðjuverkamennina, skar
sósialistaflokkurinn sig úr i gær,
og skoraöi á stjórnina að semja
við ræningjana. — „Það sem
mestu varðar þessa stundina er
að bjarga Aldo Moro”, sagöi
Bettoni Craxi, leiðtogi sósial-
ista, í yfirlýsingu, þar sem hann
veittist harölega að stjórninni.
Stjórnvöld hafa neitað aö
semja við ræningjana en lagt til,
að hugsanlega gæti kaþólska
liknarstofnunin Caritas haft
milligöngu i málinu.
Um helgina kom Páll páfi tvi-
vegis fram til að skora á
ræningjana að þyrma llfi Aldos
Moros, og Kurt Waldheim fram-
kvæmdastjóra Sameinuöu þjóö-
anna hefur tekið undir þaö
ákall. — Renato Curcio, leiðtogi
og stofnandi þessara hryðju-
verkasamtaka, sem situr i fang-
elsi i Torino, sagði i gærkvöldi,
aðhann teldi, aö bænstafir þess-
ara tveggja kynnu að leita til
þessað aftöku Moros yröi frest-
að^_
Ræningjarnir hafa ekki enn
tikí.ekið, hverjum af þeim 300
viristrisinnújtiu öfgamönnum,
sem sitja Mangelsum á ítaliu,
þeir vilja, ýað stjórnin sleppi
fyrir Moro. Nærtækast er að
ætla, aö þeir vilji láta sleppa
Curcio og fjórtán félögum hans
úr Rauöu herdeildinni, sem sitja
með honum á sakabekk i
Torino. ttölsk blöð skýrðu frá
þvi um helgina, aö Curcio kærði
sig ekki um skiptin, og aö þeir
félagar kysu heldur að halda
baráttu sinrii áfram úr fangels-
inu.
Hafa kaup á njósnurum
Samningaviðræður
hafa staðið yfir um að fá
þrjá menn leysta úr
fangelsum i Bandarikj-
unum, Austur-Þýska-
landi og Mosambique —
eftir þvi sem segir i sið-
asta tölublaði timarits-
ins „Newsweek”.
Balðið telur, að þetta gæti orðið
einskonar forleikur að áætlunum
um að skipta á sovéska andófs-
manninum, Anatoly Shcharansky
fýrir Gunther og Christeí
Gauillaume, austur-þýsku
njósnarana sem komu Willy
Brandt kanslara á kné fyrir fjór-
um árum.
Shcaransky, sem ákærður
hefur verið fyrur njósnir I þágu
CIA, verður dreginn fyrir rétt
fyrir föðurlandssvik, eftir þvi
sem fréttir herma, en það er
dauðasök í Sovétrfkjunum.
„Newsweek” heldur þvi fram,
að þessi þreföldu skipti hafi
byrjað núna um helgina, þegar
israelskum borgara, Miron
Markus, var sleppt úr fangelsi i
Mosambique, þar sem hann hefur
setið i 18 mánuði. Honum var
varpað.i fangelsi, þegar flugvél
hans feyktist af réttri stefnu á leið
til S-Afriku, og inn i lofthelgi
Mosambique.
Blaðið segir að siöar i vikunni
muni Bandarikin sleppa Robert
Thompson, Bandarikjamanni,
sem var dæmdur fyrir 13 árum
sem sovéskur njósnari. Um leiö
verði einnig sleppt i Austur-
Þýskallandi Alan Van Norman,
bandariskum stúdent, sem hand-
tekinn var i fyrra fyrir að reyna
að mygla austur-þýskri fjöl
skyldu vestur fyrir járntjaldiö.
„Newsweek” segir, að aðal-
samningamennirnir i þessum
njósnarakaupum séu austur-
þýski lögfræðingurinn Wolfgang
Vogel, sem hafði milligöngu i
samningunum um fangskiptin á
Gary Powers, flugmanni U-2
njósnarflugvélarinnar og sovéska
njósnaranum Rudolf Abel, árið
1962, og svo Francis Meehan, hjá
bandariska utanríkisráðuneyt-
inu. — Blaðið segir i grein sinni,
að Vogel muni fara til
Washington núna i vikunni og
kynna skilmála Sovétstjórnarinn-
ar fyrir skiptum á Shcharansky,
en i þessari ferð á Vogel að taka
með sér Thompson.
Talsmaður bandarisku utan-
rikisþjónustunnar fékkst ekki til
þess að segja fréttamanni
Reuters neitt um þessi skrif
„Newsweek”, annað en að siðar i
vikunni mundi gefin út fréttatil-
kynning um málið.
Pierre Robert
Jone Hellen
SNYRTIVÖRURNAR VERÐA KYNNTAR AF SNYRTI-
SÉRFRÆÐINGI FRA FYRIRTÆKJUNUM 1 SVIÞJÓÐ 1
EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM.
Mánudag 24. 4.
kl. 1-6
Þriðjudag 25. 4.
kl. 1-6
Miðvikudag 26. 4.
kl. 1-6
Fimmtudag 27. 4.
kl. 1-6
Föstudag 28. 4.
kl. 1-6
Ingólfsapótek
Hafnarstræti 5
Regnhlifabúðin
Laugavegi 11.
Háaleitisapótek
Háaleitisbraut 68
Hafnarborg
Strandgötu 34
5 Snyrtivörudeildin
S; Glæsibæ
KOMIÐ
í VERSLANIRNAR,
KYNNIST NÝJ-
UNGUM,
FRÆÐIST U M
FEGRUN HJÁ
MARGARETHA
ODE
SEM KYNNIR SUM-
ARSNYRTINGUNA
1978.