Vísir - 17.05.1978, Síða 2
Miðvikudagur 17. mai 1978
,VISIK
f spyr
v—■”
í Reykjavík
V
Borðar þú hafragraut?
VALNASTAKKAR í SÖGULEGRI HÆTTUH
Kári Kárason, 12 ára: Nei„ ég get
nú ekki að þvi gert aö mér finnst
hann vondur og þess vegna boröa
ég hann ekki.
! ÆTLAÐI ALDRíl AÐ ViRÐA SÖNGKONA
segir Berglind Bjarnadóttir sem lýkur burtfararprófi fró Tónlistarskóla Kópavogs I kvöld
Höröur Linberg Pétursson, 7 ára:
Já, ég boröa hann t.d. stundum á
morgnana. Mér finnst hann
góöur.
„Ég hef verið í kór frá
því ég var lítil stelpa og
hef alltaf haft mjög gam-
an af því að syngja, en ég
ætlaði mér aldrei að
Iverða söngkona", sagði
Berglind Bjarnadóttir,
Isem lýkur burtfararprófi
frá Tónlistarskóla Kópa-
vogs með tónleikum í sal
skólans í kvöld kl. 21.
„Ég byrjaði að syngja með
Kór öldutúnsskóla þegar ég var
niu ára. Það jók enn á áhugann
að við fengum að fara með
kórnum i söngferðir til útlanda.
Ég man alltaf eftir þvi þegar ég
söng einsöng með kórnum i
fyrsta skipti. Þá var ég tiu ára
og söng islenska þjóðvisu, sem
heitir Táta, Táta teldur dætur
þinar. Ég hafði ekki einu sinni
vit á þvi að vera taugaóstyrk.
Mér þótti þetta svo skemmti-
legt”, sagði Berglind.
Berglind hefur stundað nám i
Tónlistarskólanum i sex ár.
Kennari hennar hefur verið
Elisabet Erlingsdóttir. Jafn-
hliða hefur hún stundaö pianó-
nám.
A menntaskólaárunum söng
Berglind með trióinu Litið eitt.
„Mér fannst afskaplega
skemmtilegt að syngja létta
tónlist, en eftir þvi sem maður
lærir meira þá leiðir það af sér
að áhugasviðið verður annað.
Mér finnst skemmtilegast að
syngja ljóð, þá getur maður
fengið að túlka út frá sinu eigin
brjósti”.
Til f ramhaldsnáms í
Svíþjóð
„Ég hef hugsað mér að fara i
framhaldsnám i Sviþjóð. Það er
alít óákveðið hvað ég verð lengi.
Það getur farið svo að ég verði
allt að fjögur ár.
— Kviðirðu fyrir burtfarar-
prófinu?
„Nei, en kviöinn verður að
vera fyrir hendi, hann er geynd-
ur i litlu hólfi einhvers staðar.
Það hefur komið fyrir mig á
tónleikum aö ég hef gleymt
textanum, en þá skálda ég bara
eitthvað inn i, ef maður er að
syngja ástarljóð, þá hefur mað-
ur orðin bara nógu falleg”,
sagði Berglind.
Eins og fyrr segir verða tón-
leikarnir i sal Tónlistarskólans i
Kópavogi i kvöld. Þar syngur
Berglind lög eftir Karl 0.
Runólfsson, Sigfús Einarson og
Fjölni Stefánsson og einnig lög
eftir erlenda höfunda t.d.
Mozart, Debussy og Schumann.
Berglind er fimmti nemand-
inn sem útskrifast úr Tónlistar-
skóla Kópavogs. Fvrsti nem-
andinn var Ólöf Harðardóttir
söngkona, sem lauk námi 1973.
Skólastjóri er Fjölnir Stefáns-
son, en nú eru liðin tiu ár siðan
hann tók viö stjórn skólans.
Kennarar eru 24 og þar af tiu
stundakennarar. Nemendur i
skólanum eru 353 þar af eru 91 i
forskóla.
—KP
pBerglind Bjarnadóttir og kennari hennar Elfsabet Erlingsdóttir.
Ég hef sungið i kór frá þvi ég var litil stelpa.
Myndir Jens.
Ingigerður Fanncy Bragadóttir, 8
ára: Já. Mér finnst hann ekkert
ógurlega góður, en ef ég borða
hann verð ég stór og sterk.
Harpa Hjaltested, 10 ára: Já, ég
borða hafragraut. Mér finnst
hann góður og ég borða hann
oftast á morgnana.
Anna Snjólaug Eirfksdóttir, 9
ára: Já og vegna þess að mig
langar til þess að verða stór og
sterk. Ég borða lika grjónagraut.
Margir eru þeir erfiðleikar,
sem steðja að isienska þjóð-
félaginu, og hefur svo alltaf
verið, þótt þegar litíð sé til
baka, sjáist Iftiö móta fyrir
þeim. Dægurbaráttan vill
stundum skyggja fyrir sýn, og
fólk er oft og tiðum alltof upp-
tekiö af vanda stundarinnar til
að sjá, eða gera sér grein fyrir
þvi, að yfirleitt vegnar okkur
sæmilega i landinu, einnig þeim
hópum, sent nú er kvartað yfir
aö hvorki hafi til hnifs né skeið-
ar. i langflestum tilfellum hafa
þeir það betra en launasamn-
ingar segja tíl um hverju sinni.
Bæði veldur þar um afkasta-
kerfi (bónus), sem tekið hefur
veriö upp í stöðugt rikari mæli á
undanl'örnum árum, og sú hefð
að greiða yfirleitt ekki eftir
lægstu launaflokkum, hehlur
einhverjum stigum ofan við þá.
En á hitt ber að líta, að það eru
kannski enn of stórir hópar, sem
verða að sætta sig viö gallharð-
an taxtann, einkum þegar
vinnuveitendur eru opinberir
eða hálfopinberir aðilar.
Þótt verkalýðshreyfingin
standi nú grá fyrir járnum
ákveðiu i að lata ekki breyta
gerðum samningum með laga-
boði, snertir það ineira grund-
vallaratriði samuingamála en
það, að launagreiðslur séu al-
mennt of lágar, eða muni breyt-
ast að stórum mun við afnám
kaupákvæða efnahagsráðstaf-
ana ríkisstjórnarinnar. Þetta er
huglæg barátta, sem að efni og
inntaki er loftkenndari en svo,
að launþegar átti sig alminlega
á þvi hvern hag þeir hefðu af
sigri í málinu. En áöur cn hann
fengist mætti alveg eins búast
við þrengingum á vinnumark-
aði, og mun þeirra þegar vera
farið að gæta. Atvinnuleysi
vegna þessa streðs er atvinnu-
leysi til hciðurs verkalýðsfor-
ustunni.
A sama tima og þessu fer
fram á skrifstofunt í Reýkjavik
berast frétttir a f þvi að rúmlega
sjö hundruð íbúar I fiskiþorpi
hafi framleitt fisk fyrir um niu
hundruð milljónir frá þvi á ára-
mótum. Þetta er gleðilegur
votturþess að hjól þjóðfélagsins
snúast hvernig sem karpiö ann-
ars gengur. i þessi fiskiþorpi
hafa enn ekki orðið stöðvanir
vegna útflutningsbannsins, og
vélar þeirra ganga enn þrátt
fyrir innflutningsbann á olíu.
Sjö hundruð manna samfélag,
sent framleiðir fyrir niu
hundruð milijónir á rúmum
fjórunt mánuðum er kannski
ekkert einsdæmi, en samt
mikilsvert dænii um það, að þar
sem sæmilegur friður rlkir, og
þar sem iönin er liöfð í fyrir-
rúnti, þar gerist hin raunveru-
lega saga þjóðfélagsins.
Það er svo aftur annað mál,
aðeinn liður launamála þarf al-
varlegrar endurskoðunar við,
og færi betur að einhverju af
þeirriorkusem fer i að deila um
keisarans skegg yrði beitt til
Iausnar þvi máli. Og er hér átt
við laun kvenna. Mikill mis-
bresturhefur orðið á þvi að kon-
ur almennt búi við launajafn-
rétti. A nútimaincnn verkar það
hlægilega að konur skyldu ekki
fá kosningarétt fyrr en komið
var fram á þessa öld. Umræður
um það mál, þegar kosninga-
rétturinn var á döfinni, er eitt-
hvert mesta grin, sem sæmilega
vitibornir inenn, að öðru leyti,
gerðu sig uppvisa að. Þeir and-
mæltu kosningarétti kvenna,
hæddust að þeim og töldu þær
annars flokks borgara. N’ú dytti
engum ihugað álita, að það hafi
verið misráðið að fá konum
kosningarétt, og munu raunar
allir vera hissa að þær skyldu
ekki hafa hann til jafns við karla
ailan timann!
Eins verður þessu farið með
launin. Þegar timar liða munu
þeir verða margir, sem mega
snýta rauðu, sögulega séð, fyrir
að hafa staðið i vegi fyrir þvi
launajafnrétti sem i raun á að
gilda. Hér dugir ekkert hálfkák
lengur. Verkalýðsforustan er í
þessum efnunt með „ærnar i
haga”, og sinnir einungis þvi,
sem telst til persónulegra
móðgunarmála. En þeir valna-
stakkar i vinnuveitendastétt,
sem halda að timi jafnra launa
sé enn ekki runninn upp, mega
sannarlega fara að vara sig.
Svarthöfði