Vísir - 29.05.1978, Side 4

Vísir - 29.05.1978, Side 4
4 Mánudagur 29. maí 1978 Meöal þeirra sem komu til þess aö neyta kosningaréttar sins á kjörstaö I Hafnarfiröi f gær voru nunn- urnar i klaustrinu aö Jófriðarstööum. Visismynd: Björgvin Pálsson. ,/Meiri fylgis aukning en • jk ■ • m • «9f# — sagði Þorvaldur við biuggumst við „Þessi úrslit eru okkur ennþá hagstæðari en við bjuggumst við. Það var reiknað meö fylgis- aukningu, en þetta fer fram úr björtustu vonum”, sagöi Þor- vaidur Jónsson, sem skipaði 2. sæti A-listans á Akureyri, er Visir ræddi við hann um úrslit- in. Skýringuna á fylgisaukn- ingunni taldi Þorvaldur meðal annars þá, að öll endurskipu- lagning á Alþýðuflokknum hefði verið til góðs og kjósendur hefðu augsýnilega kunnað að meta hana. Er hann var spurður að þvi, hvort hann teldi að fylgis- tap Sjálfstæðisflokksins hefði komið Alþýðuflokknum til góða, kvaðst hann þeirrar skoðunar, að það fylgi hefði dreifst á alla flokka. Það sem kæmi e.t.v. einna mest á óvart, væri það fylgi sem F-listi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hefði fengið. Það væri örugglega meira en reikn- að var með. —BÁ ,ÞETTA ERU MIKIL VONBRIGÐI' — sagði Árni Grétar Finnsson, Hafnarfirði „Við höfðum allavega gert okkur vonir um að halda fylginu", sagði Arni Grétar Finnsson um úrslitin í Hafnarfirði. Arni kvaðst þeirrar skoðunar að Hafnfirðingar létu Sjálf- stæðismenn gjalda rikisstjórn- rinnar en hefðu ekki kosið um bæjarmálin. Þetta virtist hins vegar ekkert sérfyrirbrigöi i Hafnarfirði, þar sem Sjálf- stæðismenn hefðu tapað fylgi viða. Kjósendur virtust hafa blandað landsmálum og bæjar- málum saman, en hann kvaðst ekki lita á þetta sem vantraust á störf Sjálfstæðismanna að bæj- armálefnum Hafnarfjaröar. —BA. „Það er engin uppgjöf í okkur" — sagði Gisli Jónsson á Akureyri „ Landsmá lapólitikin yfirgnæfir bæjarmálin en við höfum frekar litlar skýringar á þessu og okkur kemur þetta á óvart. Þeir flokkar sem eru i stjórnar- andstöðu virðast reyndar fá aukið fylgi viðast hvar i þessum sveit- arstjórnarkosningum þó það sé sjálfsagt ekki einhlit skýring”, sagði Gisli Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna á Akureyri, er rætt var við hann, en flokkur hans beið verulegt afhroð i þessum kosningum. Gisli sagðist þó vilja vekja at- hygli á þvi að Sjálfstæðisflokkur- inn væri eftir sem áður stærsti flokkurinn á Akureyri. „Það er engin uppgjöf i okkur og við mun- um eftir sem áður vinna að fram- gangi þeirra mála sem horfa Akureyringum til heilla”. sagði Gisli Jónsson. —BA. „Landsmálin réðu þessum úrslitum en ekki bœjarmálin" — sagði Ingvar Jóhannsson í Njarðvík „Ég reikna fastlega með þvi að við höfum tapað manni vegna samninganna, þannig aö það eru eingöngu landsmálin sem hafa ráðið þessum úrslit- um”, sagði Ingvar Jóhannsson á iista Sjálfstæöismanna i Njarðvik. Ingvar sagði að Sjálfstæðis- menn i Njarðvikum hefðu búist við fylgisaukningu hjá Krötum, en hins vegar ekki hjá Fram- sóknarflokknum. Hann sagðist vilja leggja áherslu á það að kjósendur virt- ust ekki hafa hugsað um bæjar- málin i þessum kosningum heldur fyrst og fremst lands- málapólitikina. —BA Þetta er hljómplata sem vinnur sífellt á og þú kemur til með að spila aftur og aftur. Létt og skemmtileg, við allra hcefi. Fæst hjá umboðsmönnum okkar um land allt. FALKIN N Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24. Vesturveri. I gegnum tíðina Þá er hún komin aftur nýja hljómplatan með Mannakorn

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.