Vísir - 29.05.1978, Qupperneq 11
m
vism Mánudagur 29. mai 1978
11
Benecfikt Gröndal, form. Alþýðuflokksins:
ffSigur vegna breyttrar
stefnu og starfshátta"
„Sigurinn, er fyrstog
fremst að þakka
alhliða endurnýjun
flokksins, breyttri
stefnu og starfsháttum,
svo og nýju fólki”,
sagðiBenedikt Gröndal
formaður Alþýðu-
flokksins i samtali við
Visi i nótt.
Benedikt sagði að pólitiskar
aðstæður hefðu verið hagstæðar
stjórnarandstöðuflokkunum.
Þegar hann var spurður hvort
úrslitin væru stefnumarkandi
fyrir alþingiskosningarnar i
næsta mánuði sagði hann:
Benedikt Gröndal.
,,Það er mjög löng reynsla
fyrir þvi að Alþýðuflokkurinn
hefur meira fylgi við alþingis-
kosningar en þegar kosið er til
sveitarstjórna. Sérstaklega á
þetta við um Reykjavik og við
munum leggja allt kapp á að
þessu verði fylgt vel eftir við
kosningarnar sem framundan
Ólafur Jóhannesson
,rlfef ekki s kýringar
á reiðum höndum"
,,Ég er ekki reiðu-
búinn til að koma með
neinar skýringar á
þessum úrslitum”,
sagði Ólafur Jóhannes-
son, formaður Fram-
sóknarflokksins, við
Visi i nótt.
Hann var spurður
hvort prófkjör flokksins i
Reykjavik og fjaðrafok kring
um það ætti þátt i tapi flokksins
þar.
„Ekki vil ég nú gera þvi
skóna, ég hef ekki skýringar á
reiðum höndum, en þegar
Reykjavik sleppir þá höldum
við okkar svona nokkurn
veginn” sagði ólafur Jóhannes-
son.
Aðspurður kvaðst ólafur ekki
trúa þvi að þessi úrslit yrðu
stefnumarkandi fyrir þingkosn-
ingarnar. Eflaust gætti lands-
Ólafur Jóhannesson.
málasjónarmiða eitthvað i sam-
bandi við sveitarstjórnarkosn-
ingarnar. Þó yrði alltaf að
leggja áherslu á að þetta væru
sveitarstjórnarkosningar. Þar
kæmu til greina ýmis stað-
bundin hagsmunaleg sjónarmið
sem gætu verið mismunandi á
hverjum stað.
Ólafur Jóhannesson sagði aö
Framsóknarmenn létu þessi úr-
slit ekki draga úr sér kjark og
nú yrði baráttan her.
—SG
Guiiin
)ddsen, varaformaður Sjálfstœðisflokksins:
„Úrslitin mikil vonbrigði og
alvarlegt áfall"
„úrslitin í sveitar-
stiórnakosningunum og
þá alveg sérstaklega í
Reykjavík eru mikil
vonbrigði og alvarlegt
áfall. Það er Ijóst að
víðast hvar um landið
hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn misst nokkurt fylgi
frá þvi sem var 1974",
sagði Gunnar Thorodd-
sen, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins við
Vísi, er úrslit lágu fyrir i
Gunnar sagði að fylgi
flokksins 1974 hefði verið óvenju
mikið. Orsakirnar fyrir þessu
tapi nú væru margvislegar en
það væri ljóst, að landsmálin
hefðu haft veruleg áhrif og þá
Gunnar Thoroddsen.
fyrst og fremst efnahagsmálin
og verðbólgan.
Vísir spurði hvort þetta þýddi
að kjósendur væru ekki tilbúnir
að taka þeim ráðstöfunum sem
rikisstjórnin teldi nauðsynlegar
til að hefta verðbólguna.
„Ég held að það verði nú ekki
ráðiðaf þessum úrslitum, þvi að
það liggur fyrir að stjórnar-
flokkarnir njóta fylgis meiri- ■
hluta þjóðarinnar. Það kemur
fram i þessum kosningum og
var vitað áður. Hitt er annað
mál.að óánægja og gagnrýni út
af efnahagsmálunum er viðtæk-
ari og djúpstæðari en menn hafa
kannski gert ráð fyrir”, sagði
Gunnar Thoroddsen.
—SG.
Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubanda vgs:
,, Kannski verða veruleg um
skipti eftir þingkosningar"
Ragnar Arnalds.
,,Ég er mjög
ánægður með þær
niðurstöður sem nú
liggja fyrir. Engan
óraði fyrir þvi að
Alþýðubandalagið
fengi yfir 50% meira
atkvæðamagn hlut-
fallslega en nokkru
sinni áður i bæjar-
stjórnakosningum”,
sagði Ragnar Arnalds,
formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins,
er Visir ræddi við hann
um klukkan 3.30 i nótt.
Var það áður en úrslit
lágu fyrir i Reykjavik.
Ragnar var spurður, hvort
fylgisaukning stjórnarand-
stöðuflokkanna þýddi að ný
vinstri stjórn yrði mynduð eftir
alþingiskosningar:
„Nei, ég segi það ekki. En ef
þessi sigur er ávisun á enn frek-
ari sigra þá mun kannski verða
um veruleg umskipti að ræða
eftir alþingiskosningarnar”,
svaraði Ragnar.
Um ástæðurnar fyrir vel-
gengni Alþýðubandalagsins i
bæjar- og sveitarstjórnarkosn-
ingunum sagði Ragnar Arnalds
að margt kæmi til. Þar mætti
nefna að Alþýðubandalagið væri
stærsti stjórnarandstöðuflokkur
inn og fólk vildi efla það sem
stærsta vinstri flokkinn sem
einn væri fær um að veita Sjálf-
stæðisflokknum samkeppni.
Þar við bættist að rikisstjórn-
in stæði illa að vigi varðandi
kjaramál og það hefði haft áhrif
á kosningarnar. Þá hefðu fram-
bjóðendur Alþýðubandalagsins i
Reykjavik og viðar staðið sig
mjög vel. Sú heildartilhneiging
stjórnarflokkanna til að tapa
sýndi að kjósendur tækju lands-
málin inn i þessar kosningar.
—SG