Vísir - 21.06.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 21.06.1978, Blaðsíða 9
Páll Marinósson, verkstjóri i Sjöstjörnunni i Njarövik hringdi: Ég vildi bara segja nokkur orö i sambandi viö þetta verk- stjóramál i Bæjarútgerðinni i Hafnarfirði. Það er alveg ófært, að starfsfólk skuli komast upp með að sýna verkstjórum eins mikla óvirðingu og þetta starfs- fólk i Bæjarútgerðinni hefur gert. Ég vil þvi skora á alla verkstjóra aö ráöa sig ekki I vinnu þarna og taka að sér starf verkstjórans sem vikið var frá. Við verkstjórar höfum fremur veikt stéttarfélag, en einmitt þessvegna veröum við aö standa saman þegar mál af þessutagi koma upp. Þaö getur enginn verkstjóri verið þekktur fyrir að ganga i skarðið eftir starfsbróður sinn, sem bolaö hefur verið burt meö slikum yfirgangi og frekju. Askor■ un til verk- stióra Verkstjóri i Sjöstjörnunni í Njarövik skorar á alla verkstjóra aö ráöa sig ekki i vinnu I Bæjarútgeröinni i Hafnarfiröi. Þessi mynd var tekin eftir aö starfsfólk i BCH fór i verkfall vegna verkstjóra- málsins. Óviðeigandi brandarar hjá Halla og Ladda Maöur úr Austurbænum hringdi: Ég fór með dóttur mina á skemmtun á Arnarhóli á þjóöhá- tiðardaginn. Tilkynnt var i hátal- arann að Halli og Laddi ættu að skemmta, og vakti það mikla hrifningu hjá henni og öörum krökkum á skemmtuninni. Þeir félagar komu svo loks fram og byrjuðu aö segja brand- ara, en þvi miður fóru þeir allir út um þúfur aö minu mati. Brandar- arnir voru allir um fyllirl eða á annan hátt ósmekklegir, og alls ekki viðhæfibarna.Þetta átti vist að vera ógurlega fyndið, en var engan veginn viðeigandi á skemmtun fyrir börn. Þeir komu svo fram i sjónvarpinu um kvöld- ið, og voru þá með þetta sama fylliriisrugl. Engu er likara en aö það hafi stigiðHalla ogLaddatilhöfuðs að verða frægir, og þeir telji sig nú geta sagt hvað sem þeim sýnist, hvenærsem þeim sýnist. Égveit að Halli og Laddi geta gert miklu betur þvi að þeir hafa gert marga góða hluti áður. Vonandi sjá þeir að sér og gera betur næst. „Engu er likara en aö þaö hafi stigiöHalla ogLadda til höfuös aö veröa frægir, og þeir telji sig nú geta sagt hvaö sem þeim sýnist, hvenær sem þeim sýnist”. Hvers vegna ekki Marley á Lista- Poppari hringdi: Hver er ábyrgur fyrir þvi að Hrafn Gunnlaugsson velur hljómsveitir á Listahátiö? Það nær ekki nokkurri átt að hann skyldi neita þvi að fá hljómsveit Reggae-söngvarans Bob Marley hingaö á hátiöina. Ég veit ekki hvort Hrafn gerir sér grein fyrir þvi, að það heföi verið álika viðburður að fá hljómsveit Bob Marley hingað og ef Bitlarnir heföu komið hingað til lands þegar þeir voru sem vinsælastir. Bob Marley er kominn á toppinn I Bretlandi, og vantarekkimikið uppá aöhann nái heimsfrægð. Mér finnst að Hrafn ætti að endurskoða af- stöðu sina ef hann heldur áfram aö velja hljómsveitir á Listahá- tið I framtiðinni. „Þaö nær ekki nokkurri átt, aö hljómsveit Reggae-söngvarans Bob Marley skyldi ekki vera fengin til aö halda hljómleika á Listahátiö”, segir poppari. 9 15 ÁR í FREMSTU RÖÐ Pierre Robert Sími 82700 PIERRE ROBER T Setiir gæðin ofar öllu. HERRASNYR TIVÖR UR PIERRE ROBERT hefur á boðstólum allt, sem karlmenn þurfa til daglegrar snyrtingar. ÁRATUGA REYNSLA TRYGGIR GÆÐIN. Verslunarhúsnœði Til leigu á besta stað i miðbæ Kópavogs 80 ferm. húsnæði á 1. hæð. Tilboð sendist auglýsingdeild Visis merkt „Viðskipti” fyrir 24/6. Laus staða Staða lektors við námsbraut i sjúkra- þjálfun við Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 20. júli nk. Umsóknum skulu fylgja ýtarlegar upplýsingar um ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf og skulu t>ær sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavik. Menntamúlarúðuneytið, 16. júni 1978 Laus staðo Staða bókavarðar i Landsbókasafni íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist Menntamálaráðuneytinu fyrir 20. júli n.k. Menntamálaróðuneytið, 20. júní 1978 Nauðungaruppboð eftir kröfu Póstgiróstofunnar f.h. Pósts og sima, veröur jaröýta BTD 20, árg. 1970, og jaröýta Caterpillar 17A, eign Valtækni h.f., seld á nauöungaruppboöi miövikudag 28. júnin.k. kl. 14.00 viö sorphaugana I Gufunesi. Greiösla viö hamarshögg. Uppboöshaldarinn I Reykjavfk Nauðungaruppboð sem auglýst var I 5., 7. og 10. tbl. Lögbirtingablaös 1978 á Skipholti 20, þingl. eign Svövu Jóhannesdóttur o.fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 23. júni 1978 kl. 11.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.