Vísir - 30.06.1978, Síða 10
10
VÍSIR
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson
Ritstjorar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Olafur Ragnarsson .
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund-
ur Petursson. Umsjón meö helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind
Asgeirsdóttir. Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jóns’son, Guöjón Arngrímsson,
Jon Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefáns-
son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L.
Palsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón
-Oskar Hafsteinsson. Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8.
simar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611
J2itstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 nur
' Askriftargjald er kr. 2000 á
mánuöi innanlands. i
Verö i lausasölu
kr. 100 eintakið.
Prentun
Blaöaprent h/f.
Loforðin og
I
raunveruleikinn
Ýmsir af forystumönnum stjórnmálafiokkanna hafa
greint frá því, að þeir vilji fá rúman tíma til þess að átta
sig á breyttum pólitískum aðstæðum og stjórnarmynd-
unarmöguleikum. Frá pólitísku sjónarmiði eru þessar
óskir skiljanlegar. Á hinn bóginn eru efnahagslegar að-
stæður með þeim hætti, að stjórnarmyndun má ekki
draga á langinn.
Ohjákvæmilegt er að gera án tafar mjög róttækar og
ákveðnar aðgerðir í efnahagsmálum. Flestar þeirra eru
þess eðlis, að þær eru í litlu samræmi við þá loforða-
pólitík, sem öðru fremur virðist hafa ráðið kosningaúr-
slitunum.
Aðhaldsaðgerða er þörf á ölíum sviðum í efnahags- og
f jármálum. Alveg er útilokað, að sú ríkisstjórn nái tök-
um á verðbólgunni, er lætur víxlhækkanir kaupgjalds og
verðlags með ótakmörkuðum verðbótum á laun halda
áf ram. Það getur því reynst erf itt að samræma loforðin
og kröfurnar um viðnám gegn verðbólgu.
Kjarni málsins er sá, að við höf um ekki miðað útgjöld
okkar, hvorki að því er varðar laun né f járfestingu, við
þau raunverulegu ef nahagslegu takmörk, sem við búum
við. Reikningarnir eru einfaldlega jafnaðir með verð-
lausum verðbólgukrónum. Aðstaða útflutningsfram-
leiðslunnar er til marks um þetta.
Verðlag á erlendum mörkuðum er nú í hámarki. Við
eðlilegar aðstæður ætti fiskvinnslan í landinu því að
greiða verulegar fjárhæðir í Verðjöfnunarsjóð fiskiðn-
aðarins. Þetta háa verð hrekkur á hinn bóginn ekki til að
standa undir framleiðslukostnaði, sem að áttatíu
hundraðshlutum ræðst af launum og fiskverði.
Af þessum sökum hefur Verðjöfnunarsjóður fiskiðn-
aðarins miðað við, að fiskvinnslufyrirtækin fái 15%
hærra verð fyrir framleiðsluna en unnter að fá á erlend-
um mörkuðum samkvæmt núverandi gengi krónunnar.
Sjóðnum er því beitt öfugt með því að hann greiðir til
fiskvinnslunnar, þegar markaðsverð erlendis er í
hámarki. Fyrir kosningar var upplýst, að sj&ðurinn
gengi til þurrðar i lok júlí.
Nýrrar ríkisstjórnar bíður því það verkefni að lækka
gengi krónunnar. Að öðrum kosti hætta hjól atvinnulífs-
ins að snúast. Ríkisstjórnin þarf einnig að hafa hemil á
f iskverðshækkun næsta haust þannig að smám saman
reynist unnt að beita verðjöfnunarsjóði f iskiðnaðarins í
samræmi við það hlutverk, er honum var ætlað að gegna.
Ný ríkisstjórn þarf einnig að taka mjög skjótar
ákvarðanir um niðurskurð í opinberum f rarrikvæmdum.
Hún má ekki hvika frá ríkjandi stefnu í vaxtamálum í
því skyni að ef la sparnað og koma í veg fyrir verðbólgu-
f járfestingu. Með öðrum orðum þarf ný ríkisstjórn að
lofa allt öðru en gulli og grænum skógum.
Þá er einnig brýnt að gera sem fyrst ýmiss konar
hliðarráðstafanir í því skyni að draga úr verðbólgu-
spennunni i landinu til frambúðar. Veigamikið atriði í
því sambandi er að gjörbylta húsnæðislánakerfinu
þannig að fólk eigi kost á lánum til langs tíma, er standa
undir 80% byggingarkostnaðar.
Engum vafa er undirorpið að óraunhæfa launapólitík
verkalýðsfélaga má að miklu leyti rekja til víxlafargs-
ins. Ný húsnæðislánastefna myndi gjörbreyta aðstöð-
unni í þessum efnum. Hún myndi draga úr kröfum um
verðlausar krónur til þess að jafna víxilskuldirnar.
Föstudagur 30. júnl 1978 VISIR
HER STEFNIR I
ÓEFNI EF EKKI
VERÐUR SNÓIO
VIÐ BLAÐINU
Rœtt við Pieter de Wolff, hollenskcm hagfrœðing
,,Horfurnar hjá ykkur i
efnahagsmálum eru ekki
glæsilegar, ef haldið verð-
ur áfram á sömu braut.
Það þolir ekkert þjóðfélag
það, að jafnstór hluti
tekna fari til greiðslu
vaxta og af borgana af lán-
um, og hér tíðkast. Það
kann að koma til þess að
þið glatið efnahagslegu
sjálfstæði ykkar, ef áfram
verður haldið á þessari
óhei I la braut" sagði
hollenski hagfræðingurinn
Pieter de Wolff, i viðtali
við Vísi, en hann hefur
dvalið hér um 10 daga
skeið. Hagf ræðingurinn
kom hingað með 28 hag-
fræðistúdenta frá háskól-
anum í Amsterdam.
Hópurinn ferðaðist nokkuð
um landið og ræddi hér í
Reykjavík við forsvars-
menn Seðlabankans og
Alþýðusambandsins.
Hagfræðinemarnir eru á
4. ári í sínu námi og urðu að
velja sér einhvern ákveð-
inn þátt þjóðlífsins til at-
hugunar, áður en haldið
var af stað.
Ætlunin er að stúdent-
arnir geri nokkra úttekt á
þessum málaflokki og
skrifi skýrslu um sitt svið.
Ætlunin er síðan að
safna öllum skýrslunum
saman og dreifa þeim,
alla vega innan háskólans
og jafnvel víðar.
Óróleiki og
ir ffró stofnun lýðveldisins
— 2« hluti
Framsóknarflokkurinn stóð
fyrir vantrausti á rikisstjórn
Sjálfstæðisflokksins og sagði
stjórnin af sér strax 2. mars árið
1950. Tildrög þess voru rakin i
blaðinu i gær.
Samkvæmt venju ráðgaðist
Sveinn Björnsson, forseti Islands,
við forystumenn allra flokkanna.
Að þvi loknu fékk hann Hermanni
Jónassyni það hlutverk að mynda
stjórn.
Hermann lagði strax fyrir
Sjálfstæöisflokkinn tillögur
Framsóknarmanna um lausn
dýrtiöarmálanna. En Sjálfstæðis-
menn féllust ekki á þessar tillög-
ur. Þeir sögðust þó samt vera til
viðræðu um samstarf til lausnar
efnahagsvandans og bentu á þær
leiðir sem þeir vildu fara.
Hermann Jónasson tilkynnti
skömmu siðar að tilraunir sinar
til stjórnarmyndunar hefðu mis-
tekist.
Sveinn Björnsson bað þá næst
Vilhjálm Þór að mynda blandaöa
stjórn utanþingsmanna og þing-
manna en Vilhjálmi Þór mistókst
sú tilraun. Fól þá Sveinn Vil-
hjálmi Þór aö mynda hreina
utanþingsstjórn og var hún i
burðarliðnum þegar nýjar
samningaviðræður hófust milli
Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks.
Sjálfstæðismenn buðu Fram-
sókn samstjórn undir forystu
Stjórn Steingríms Steinþórssonar 1950-1953,
ráðsfundi með Sveini Björnssyni.
óháðs manns sem báðir flokkar
gætu fellt sig við. Eftir nokkrar
viðræður var fallist á samstjórn
undir forystu Steingrims Stein-
þórssonar sem þá var forseti
sameinaös þings.
Hver flokkur um sig fékk þrjá
ráðherra. Báðir flokksfor-
mennirnir tóku sæti i stjórninni,
þeir ólafur Thors og Hermann
Jónasson.
I stjórninni áttu sæti auk þeirra
sem nú voru nefndir, Sjálfstæðis-
mennirnir Bjarni Benediktsson
og Björn ólafsson og Fram-
sóknarmaðurinn Eysteinn Jóns-
Stjórnarsamvinna Sjálf-
stæðisflokks og Fram-
sóknarflokks 1953-1956.
Alþingiskosningar fóru fram
næst i júni 1953. Framsóknar-
menn höföu lýst þvi yfir að
stjórnarsamstarfið myndi ekki
halda áfram að þeim kosningum
liönum. En mjög vaxandi
óánægju með samstarfið hafði
gætt hjá Framsóknarmönnum
allt kjörtimabiiið.
Sjálfstæðisflokkurinn vann á i
þessum kosningum og fékk 21
þingmann, Framsókn fékk 16,
Sósialistaflokkurinn 7 og Alþýðu-
flokkurinn 6. Nýr flokkur, Þjóð-