Vísir - 04.07.1978, Blaðsíða 4
Bifreiðaeigendur athugið
Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif-
reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður
góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur
almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum á-
vallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar
gerðir ameriskra bifreiða á mjög hag-
stæðu verði.
STILLING HF.“U
31340-82740.
Visindastyrkir
Atlantshafsbandalagsins 1978
Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að
styrkja unga visindamcnn til rannsóknastarfa eða fram-
haldsnáms erlendis. Fjárhæð sú er á þessu ári hefur kom-
iö i hlut islendinga i framgreindu skyni nemur um 4,5
millj. króna, og mun henni verða varið til að styrkja
menn, er lokið hafa kandidatsprófi I einhverri grein raun-
visinda, til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar
visindastofnanir einkum i aðildarrikjum Atlantshafs-
bandalagsins.
Umsóknum um styrki af fé þessu — „NATO Science Fell-
owships” — skal komiö til menntamálaráðuneytisins,
Hverfisgötu, Keykjavik fyrir 30. júli n.k. Fylgja skulu
staðfest afrit profskirteina svo og upplýsingar um starfs-
feril. t>á skal og tekið fram hvers konar framhaldsnám
eða rannsóknir umsækjandi ætlar að stunda, viö hvaða
stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerð-
an dvalartima. — Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
28. júni 1978.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 13., 1<>. og 18. tbl. Lögbirtingablaðs 1978 á
hluta i Blómvallagötu 11 þingl. eign Ólafs Björnsson fer
fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni
sjálfri fimmtudag 6. júli 1978 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
LANDSKJÖRSTJÓRN
kemur saman í Alþingishúsinu fimmtudaginn
6. þ.m., kl. 2 miðdegis til að úthluta 11
uppbótarþingsoetum.
Reykjavik, 1. júlí 1978
LANDSKJÖRSTJÓRNIN
Hárgreiðslu-og
snyrtiþjónusta
Permanent-klipping
o.fl. o.fl.
Unnið úr
heimsfrægu
snyrtivörunum frá
Helena Rubinstein
Háaleitisbraut 58-60
Miðbær
^PlÖff
SIMI 83090
Þriðjudagur 4. júli 1978 VISIR
Þau Hildur, Hannes og Villi gáfu okkur aðeins tima til þess aöláta mynda sig.
Það hefur varla farið framhjá neinum sem staddur var i Reykjavík nú í vikunni,
að einn daginn rigndi ekki, heldur þvert á móti var glaða sólskin. Á slíkum dögum
ber það helst til tíðinda að borgarbúar sippa sér úr regnkápunum og venjulega ein-
hverjuöðru svona í „forbifarten" og þeir, sem hingað til hafa ekki haft hug á að
reka svo mikið sem nefið út um gættina, hætta sér út undir bert loft. Þegar borgin
er í slíkum ham, þykir viðeigandi að blaðamenn fari á röltiðog taki fólk tali.
I sundlaugum borgarinnar er
venjulega þröng á þingi á góð-
viðrisdögum sem þessum.
Starfsstúlkurnar i sundlaugunum
i Laugardal sögðu okkur aö sjald-
an hefði verið jafn mikið aö gera
hjá þeim i sumar og þennan dag.
Viö laugina flatmagaði fólk i sól-
baði milli þess sem það fékk sér
sundsprett eðatók til viöað spjalla
við kunningja sina um lifið og til-
veruna á rólegu tölti um laugar-
svæðið eða i heitu pottunum.
Krakkarnir létu hinsvegar allt
slikt lönd og leið og gleymdu sér
við að hemja plastbolta, sem áttu
það tii að fjuka upp úr lauginni
við minnstu gjólu.
Jón Guðmundsson taldi sundið al-
bestu heilsubót, sem völ væri á.
Sólardac
Sundlaug
Þegar við vorum rétt byrjuð að
velja okkur fórnarlömb til við-
ræðu, var kallað á okkur. Það
voru þau Hildur Björg, Hannes
Július og Vilhjálmur, sem vildu
fá að vita hvað við værum að
gera. Liklega hefur þeim þótt
undarlegt að sjá kappklætt fólkið
innan um aðra tiltölulega
fáklædda. Þegar við sögðum
þeim að við hefðum einmitt verið
að leita að þeim kom á þau van-
trúarsvipur rétt eins og þeim
fyndist að við ættum ekkert erindi
við þau. Þau gáfu okkur þó fús-
lega þær upplýsingar að þau færu
oft i laugarnar og að þeim fyndist
ofsalega gaman.
— Eruö þið synd?
„Já,” svöruðu þau Hildur og
Villi, en Hannes sagði að hann
væri á sundnámskeiði og yrði
bráðum alveg syndur.
— Hvað geriö þið i laugunum?
„Bara leikum okkur. Við nenn-
um ekki aö liggja i sólbaði. þó að
það sé gott veður.” Og þá virtist
eins og þau nenntu ekkert frekar
að ræða við okkur þvi að við svo
búið voru þau rokin i hasarinn i
lauginni.
Fer í laugarnar allt árið
Næst stöldruöum við hjá Jóni
Guðmundssyni, þarsem hann sat
á sólbekk og fylgdist meö leik
krakkanna.
„Blessuö vertu ég stunda laug-
arnar allt árið. Ætli ég fari ekki
þetta 3—4 sinnum i viku að jafn-
aði. Ég fer á öllum timum sólar-
hringsins nema á nóttunni auövit-
að. Það veltur á þvi hvenær ég er
laus úr vinnunni, en ég vinn á
slökkvistöðinni á Reykjavikur-
flugvelli; sagði Jón. „Ég er sann-
færður um að sundið er ein al-
besta heilsubót, sem völ er á. Ég
kem hingaö i hvaða veðri sem er
enda fæ ég aldrei kvef/' Og ekki
þarf Jón aö sækja sólarbrúnkuna
til sólarlanda svo útitekinn sem
hann er. Við báðum hann að spá
þvi, hvernig veðrið yrði i sumar.
„Það verður örugglega gott
veður i dag og gott veöur i
sepmtember,” sagði Jón. ,Rign-
ingin verður hjá okkur i allt sum-
ar, en i september verður hann
búinn að rigna úr sér.”
Passar börnin í sundlaug-
inni
Skammt frá Jóni lá Kolbrún
Jónsdóttir i sólbaði og var ekki
annað að sjá en aö hún kynni að
nýta sér sólina. Við spurðum
hana hvort hún hefði fengið þenn-
an lit á sig hér á landi.
„Ja, það hjálpar að fara i laug-
arnar i svona góöu veðri, en ann-
ars er ég nýkomin heim frá
Mallorka. Ég fer svona einu sinni
til tvisvar sinnum i viku i laug-
arnar,” sagði Kolbrún. „Ég vinn
við að passa tvö börn og það er
ágætt aö fara með þau hingað.
Annars vinn ég i Hagkaup á föstu-
dagskvöldum. Þetta er bara
sumarvinna hjá mér, þvi að ég er
i Hólabrekkuskóla á veturna.”
Ætla aö sækja sér sól sunn-
ar
„Við komum hingað eins oft og
við getum, sérstaklega þegar sól
er sögðu þær Alfhildur og Elin
Hallgrimsdætur, þegar viö trufl-
uðum þær i sólbaöi. Þær kváðust
vera að norðan og fannst þeim
heldur litið sjást til sólar hér
miðað við veðurbliðuna noröan-
lands. Alfhildur kvaðst ætla aö
fara til Svartahafs að sækja sér
sól, en Elin kvaðst ætla til Costa
Brava. Viö báöum þær að lokum
um aö spá um veðrið hérna i sum-
ar, en þær vildu ekkert eiga við
slikt. En ætli það felist ekki ein-
hver visbending i þvi að þær eru
að hverfa af landi brott?