Vísir - 04.07.1978, Page 6

Vísir - 04.07.1978, Page 6
Þannig leit snjómaðurinn ógurlegi út í augum HollywoodS/ sem að sjálfsögðu gerði sér mat úr goðsögninni um /#yet"ann. SNJÓMAÐURINN ÓGURLEGI í HIMALA YAFJÖLLUM /,Það" er nú komið í tísku að nýju. Skógarvarsl- an i Sikkim ætlar að senda átta leitarleiðangra í nýja þjóögarðinn í hlíðum Kan- chenjunga til að ,,kanna möguleika á að bæta lifn- aöarhætti þess". Tass-fréttastofan sagöi i febrú- ar, að það hefði sést i Siberiu- auöninni skammt frá Yakut. Pol- verjar hafa lagt fram ljósmyndir, sem fjallagarpar þeirra tóku á Lhotse af sporum þess, og þykja þær stórmerkilegar. — Þannig virðist sir Edmund Hillary hafa mistekist 1961 að fyrirkoma þvi, þegar hann sagöi, að það væri þjóösaga, þvi aö hinn dularfulli „yeti” Himalaya-fjalla, snjo'- maöurinn ógurlegi, virðist jafn- bráölifandi sem fyrr. Aö minnsta kosti trúa þvi milli 8 og 10 milljónir, ibúa Sikkismese, Bhutanese, Noröur-Indlands, Nepal og Tibets. Þeir hafa lýst þessum apamanni og af frásögn- um þeirra, sem litið hafa hann augum, sem fimm til sjö feta há- um, meö mjög dökkbrúnan feld, apafés, kjálkabreiðum en vig- tannalausum, halalausum en meö handleggi, sem ná niður aö hnjám. Þeir hafa lýst hinu dular- fullg blisturshljóöi, sem þessi óg- urlega skepna er sögö gefa frá sér. Svo mannfælin er hún, aö fáir hafa séð hana eigin augum, og þessir fáu hafa ekki fengið marga til þess aö trúa þvi, að þeir hafi i raun og sann séö dýriö. En ibúar Himalayafjalla hafa margsinnis séö „verksummerki” snjómanns- ins ægilega. Lemstruð og hálfetin hræ jakuxa, fótsporin dularfullu og fleira. Fréttamaður Econom- ist rakst nýlega i flóttamanna- búðum Tashi Pakhiel i vestur- hluta Nepal á átta aldraða Tibet- búa, sem allir sögðust hafa séð ,,yet”ann, eða reynt að rekja slóð hans til veiöa, flæmt hann burt frá jakuxum þeirra, og i einu til- felli orðið fyrir þvf, að ,,yet”inn nam veiöimanninn á brott. Nei, það þýðir ekki að reyna aö segja ibúum Himalayafjalla, aö „yetinn” sé ekki til. Búdda- musterin i fjöllunum bera þess vitni i veggskreytingum sinum, aö menn trúa þar á tilveru „yet- ”ans. Hans er getið i átjándu ald- ar handritum kinverskum um dýralif i Tibet. Og það er ekki lengra siðan en 1954 að sagt var, að Laman i Panchen ætti lifandi „yeta” i Shigatse-dýragarðinum (sem skömmu siðan skolaöist burt i flóðum). Sjá má „yeta” á frimerkjum og nöfnum lúxushótela i Katmandu, eða ferðaskrifstofum. Hið konunglega flugfélag Nepals nefndi sina fyrstu Boeingþotu eftir ,,yet”anum. Einn af flugmönnum þess, Svisslendingur, telur sig hafa flogið lágt yfir slóö , snjó- manns. Og frá þvi 1958 telja yfir- völd Nepals,,yet”ann á lista yfir þau dýr, sem vernduð eru þar i landi og bannaö að veiða. En i Vesturálfu hafa menn verið tortryggnir á sögur af snjó- manninum ógurlega og að von- um. Fyrstu fréttirnar af „þessum loöna apa snæfjallanna” komu frá B. H. Hugson, breskum ibúa i Katmandu 1832. Ariö 1887 fundu breskir náttúruvisindamenn i sextán þúsund feta hæð i Sikkim fyrstu slóðina, sem lá margra milna leið. Upp úr 1921 fóru menn að flétta snjómannssögur viö til- raunir til þess að klifa Mount Everest. Fyrsti leiðangurinn rakst á slóð i 21.000 feta hæð. Það ár þýddi landkönnuðurinn Henry Newman lauslega eitt heiti Sherpa á ,,yet”anum og kallaði hann snjómanninn ógurlega, sem siðan hefur tollað viö hann. Fleiri slóöir eftir snjómanninn fundust á árunum milli 1930 og ’40. Breskur læknir frá Kalkútta fullyrti að „yeti” hefði haft hann á brott með sér til hellis sins, flóttamenn á leiö inn i Sikkim sögðu af þvi að snjómenn heföu heft för þeirra, tveir jaröfræöing- ar sættu árás „yeta” og voru lagðir sárir inn á sjúkrahús i Darjeeling. Það var árið 1951, að hinn frægi fjallagarpur, Eric Shipton, fann nýmyndaða slóð og tók myndir af sporunum. Hann lýsti þvi yfir, að hann væri sannfæröur um tilveru apamannsins sem visindin vildu ekki kannast við. Sherpa-buröar- mennirnir i leiðangri Shiptons kunnu ótal sögur af þessari skepnu. Þetta ár var einangrun Nepals aflétt og gátu nú allir, sem vildu ferðast þangað. Eftir aö Hillary og Tenzing sigruöu Mount Everest varð uppi fótur og fit meðal manna, sem vildu leita uppi snjómanninn. Franskir, svissneskir og breskir f jallgöngu- menn fundu enn nýjar slóðir, stórblöðin Daily Mail og Daily Mirror gerð ut leiðangra til leitar að honum og sömuleiðis Rússar og Japanir. Streymdu inn fréttir af nýjum slóðum og einn leiðangurinn taldi sig hafa fundið höfuðleður snjó- mannsins. Þá var það sem sir Ed mund kvaö drauginn næstum nið- ur. Hann taldi i fyrsta lagi, að ,,yeti”-slóðirnar væru spor eftir minni skepnur (birni) sem sól- bráðin hefi stækkaö, i öðru lagi reyndist höfuðleðriö vera fals og einungis skinnpjatla af fjallageit, i þriðja lagi vildi enginn Lama viðurkenna, að hann heföi per- sónulega séð „yeta” — Feimnis- leg þögn lagðist þaöan i frá yfir snjómannsmálið. Þar til 1970 þegar Don Will- iams, aðstoðarleiöangursstjóri bandarisks og bresks leiðangurs i Annapurna kom út úr tjaldi sinu eina nótt i 13.000 feta hæö og leit beint i augun á „einhverju sem virtist sambland af górillu og birni”. Sherpaburðarkarlar hans sögðu honum, að spor þessarar skepnu væru spor ,,yet”ans. Seint 1972 var bandariskur náttúru- fræðileiðangur staddur á Kom- gmaa Lafjalli i austurhluta Nep- als og fann að morgni slóö i snjón- um við tjaldbúðirnar þar sem ekki höfðu veriö spor aö kvöldi. Leiðangursmenn, virtir náttúr- fræðingar, slógu nokkrum atrið- um föstum. Sporin gátu ekki hafa brenglast af sólbráö (um dimma nótt) Þau voru ekki eftir neina þá skepnu, sem dýrafræöin tekur til. Þau voru af nákvæmlega sama tagi og Shipton hafði fundiö. Þau studdu tilgátuna um, að ,,yet”inn væru api, sem gengi uppréttur á tveim fótum, er einfari, en þó for- vitinn, og byr í skógivöxnum hluta fjallanna, en ekki þar sem snjóþynglsin eru, og er „naut” sterkur. Ofan á þetta bættist siðan at- burðurinn i júli 1974, þegar Sherpastúlka á E^verest-svæðinu varð fyrir árás „yeta” sem sló hana niður og drap tvo jakuxa hennar. Þegar henni voru ári sið- ar sýndar myndir af björnum, op- um og teikningar af frummönn- um, valdi hún mynd af orang-ut- an, sem einna likasta þessum arásar-,,aðila”. Lögreglumenn i Nepal og sjálfboðaliöi úr friðar- sveitum Ameriku, sem þarna var staddur, sóru eiða aö sannleiks- gildi frásagnar stúlkunnar, þegar þeir höfðu rannsakað vettvang og verksummerki. Snemma 1975 var pólskur fjall- göngumaður á svipuðum slóðum og varð aö hýrast eina nótt undir berum himni, þegar hann meiddi sig á fæti. Hann sagði, aö öpum- lik skepna hefði komið i 35 metra færi við sig, en flúið undan ópum hans og öskrum. Hunt lávarðunsem manna mest hefur lagt sig eftir fróöleik um Everest og skrifaö hætti aldrei að trúa á snjómanninn, þrátt fyrir fullyrðingar sir Edmunds Hill- arys. Hann fann nýjar slóðir 1973. Tenzing, sem býr i Katmandu, segir aö faðir hans hafi tvivegis séð „yeta”. Skógarvarslan i Sikk- im lagði upp i sinn nýja „yeti’Teitarleiðangur eftir að einn af skógarvörðum hennar varð fyrir áras „yeta” i janúar i vetur. Þessir aðilar og margir fleiri eru handvissir i sinni sök um, að snjómaðurinn sé til. (Lauslega þýtt úr Economist.)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.