Vísir - 04.07.1978, Qupperneq 11
vism Þriðjudagur 4. júli 1978
11
Verðjöfnunarsjóður
fiskiðnaðarins:
HVAÐ
VILJA
ÞING-
FLOKK-
ARNIR
GERA?
Er rætt hefur veriö um
lausn efnahagsvandans
hefur Verðjöfnunarsjóö
fiskiðnaðarins mikið
borið á góma. Stjórn-
málaf lokkarnir hafa rætt
um nauðsyn þess að éfla
sjóðinn. I viðtali Vísis við
hollenska hagfræðinginn
Pieter de Wolff lagði
hann höfuðáherslu á það
að við yrðum að efla þá
sjóði sem gætu dregið úr
þeim gífurlegum sveifl-
um sem efnahagslífið býr
við. Af þessu tilefni leit-
uðum við álits formanna
þeirra stjórnmálaflokka
sem eiga menn á alþingi.
Spurningin sem beint var
til þeirra vará þessa leið:
Hversu langt er þinn
stjórnmálaflokkur reiðu-
búinn að ganga i því að
efla Verðjöfnunarsjóðinn
og hvernig?
—BÁ—
Aðalatriðið
ekki að efla
sjóðinn, heldur
beiting hans
Lúövik Jósepsson telur að Verö-
jöfnunarsjóöur geti veriö mjög
gagnlegur.
Lúövik Jósepsson, formaöur
Alþýöubandalagsins sagöi aö
afstaöa sin til Veröjöfnunar-
sjóös fiskiðnaöarins væri sú, aö
hann gæti veriö mjög gagnlegur
til þess aö draga úr sveiflum
sem gjarnan kæmu I sjávarút-
vegi. Aöalatriðið væri ekki aö
efla sjóöinn sérstaklega mikiö,
heldur fyrst og fremst hvernig
honum væri beitt.
,,Ég legg áherslu á að sjóðn-
um sé beitt þannig, aö i hann
renni fjármagn, þegar erlent
markaðsverö er hagstætt og
þegar afkoma sjávarútvegs er
með þeim hætti að hann þolir að
nokkuð sé tekið af markaðs-
verðinu og það lagt til hliðar.
Siðan sé greitt úr sjóðnum þeg-
ar áföll koma upp, til dæmis
þegar erlent markaösverð fellur
eða önnur áföll koma upp i
sjávarútvegi eða með öðrum
orðum afstaða min er sú að
Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaöar-
ins beri að nota þannig að hann
jafni út sveiflur sem eiga sér
stað i rekstri sjávarútvegs, en
ekki sem sjóð i sambandi við hin
almennu efnahagsmál” sagði
formaður Alþýðubandalagsins.
—BA
Vil ekki taka
einstaka móla-
flokka út úr
Benedikt Gröndal formaöur
Alþýöuflokksins kvaöst ekki
telja rétt aö taka út úr einstaka
málaflokka á meöan allt væri I
deiglunni varöandi stjórnar-
myndun.
Kvaöst hann einungis geta
visaö til stefnu Alþýðuflokksins
sem kæmi fram I bæklingnum
„Gerbreytt efnahagsstefna”,
þar sem fjallað værí um að-
gerðir til frambúöar. Þriöja úr-
ræði flokksins til aö endurreisa
efaahagslifiö væri að: „Verð-
jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins
verði endurreistur til upphaf-
legs hlutverks síns til að vinna
gegn veröbólguáhrifum af
sveiflum i sjávarútvegi.” Þetta
væri afdráttarlaus stefna
Benedikt Gröndal vill efla Verö-
jöfnunarsjóöinn.
flokksins en ekki væri hægt aö
útlista hana nánar eins og mál
stæöu.
Óánœgður með þá stefnu
sem fylgt hefur verið
að undanförnu
Ólafur Jóhannesson,
formaður Fram-
sóknarflokksins, sagði
það vera stefnu flokks-
ins að efla bæri Verð-
jöfnunarsjóðinn. Það
ætti að greiða úr
honum fé, er hart væri i
ári, en jafnframt yrðu
greiðslur að renna inn i
hann, er góðæri rikti.
Hann kvaðst þeirrar skoö-
unar, að þessari stefnu hefði alls
ekki veriö fylgt að undanförnu.
Það væri ekki eölilegt eins og
gerst heföi að greitt hafi verið
úr sjóönum þrátt fyrir gott ár-
ferði.
Hann vildi ekki sýkna Fram-
sóknarflokkinn af allri ábyrgö á
þessari stefnu.
Aöalatriöið kvað Ólafur vera
það, aö það yrði að sporna við
þvi, aö öllu væri deilt út um leið
og viðskiptakjörin.bötnuðu.
Ekki vildi hann fara út I þaö
að nefna neinar tölur i þessu
sambandi, þar sem ekki væri
unnt að svara þessu miklu
Ólafur Jóhannesson telur aö
Veröjöfnunarsjóöurinn hafi ekki
verið notaður rétt.
nánar án þess að reikna út upp-
hæðir, en það teldi hann ekki
rétt á þessum vettvangi.
EFLING JÖFNUNARSJÓÐANNA
HLUTI AF STÆRRA DÆMI
Geir Hallgrimsson, formaöur
Sjálfstæöisflokksins, kvaö þaö
vera stefnu flokksins i efna-
hagsmálum aö „Sjóöir til jöfn-
unar sveiflna i veröi og fram-
leiöslu útflutningsafuröa veröi
efldir. Gengiö sé rétt skráö á
hverjum tima og stefnt aö vax-
andi stööugleika þess, eftir þvi
sem minnkandi veröbólga
leyfir”.
Efling jöfnunarsjóöa er hluti
af stærra dæmi. Raunverulegt
útflutningsverö og ákvöröun
viðmiðunarverös ráði inn-
streymi eða útstreymi úr Verð-
jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins.
Ekki hefur þótt annað fært en
ákveða viðmiðunarverð með
hliðsjón af tilkostnaöi fisk-
vinnslunnar innanlands, eins og
reyndar segir i lögum um Verð-
jöfnunarsjóðinn, en kostnaður
innanlands hafi vaxið meir en
útflutningsverðlag, eins og
kunnugt er.
Ekki er þvi unnt aö efla Verð-
jöfnunarsjóð f iskiönaðarins
nema meö hluta af raunveru-
legri verðhækkun á erlendum
markaði, enda sé kostnaðar-
hækkun innanlands haldið i
skefjum og rétt gengi skráö á
hverjum tima. Að vísu er
hugsanlegt að efla Verö-
jöfnunarsjóöinn timabundið
með beinum fjárframlögum úr
rikisstjóöi, þ.e. almennri skatt-
lagningu, en það er aö minni
hyggju afar óæskilegt, og i þvi
felst ekki raunveruleg efling
sjóðsins.
Þaö fer eftir atvikum og aö-
stæöum á hverjum tíma, hve
langt er rétt að ganga i eflingu
Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaöar-
ins, einkum hljóta menn aö hafa
ihuga horfur á breytingum á Ut-
flutningsverölagi og nauðsyn
jöfnunar á tekjumyndun i
sjávarútvegi tillengri tfma, svo
að komið veröi í veg fyrir verð-
bólgu og atvinnuöryggi sé
tryggt.
Geir Hallgrlmsson vill efla
sjóði tii jöfnunar sveiflna.