Vísir


Vísir - 12.07.1978, Qupperneq 2

Vísir - 12.07.1978, Qupperneq 2
2 Fylgist þú með framhaldsleikritinu i út- varpinu? Kristinn Árnason, vaktmaöur Nei það geri ég ekki. Ég hef gaman af sakamálaleikritum en ég hef bara ekki haft tima til aö hlusta á þetta. Erna Jónsdóttir, húsmóöir: Nei það geri ég ekki — ég hef engan áhuga á því. Haliveig Einarsdóttir. vinnur viö afgreiöslustörf: Já. Það er stund- um gaman að þessu, þetta er spennandi á meðan á því stendur. Ingóifur Ingóifsson, húsasmiöur: Nei, ég hef engan áhuga á þvi og heldur engan tima til þess að hlusta á það. Ég hlusta á útvarps- leikritin ef þar eru flutt góö verk. Siguröur Antonsson. framkvæmdastjóri: Nei.ég hlusta ekki á það. Ég hef ekki komið mér inn I þetta leikrit. Þóröur Þorbjarnarson aö veiöum neöst f Elliöaánum I gær. Hann haföi engan lax fengiö er Vfsismenn bar aö garöi en misst einn svona 5 til 6 pundaöstærö. Ljósmynd: SHE. Mjög góð veiði í Elliðaónum í sumar ,/Veiðin í Elliðaánum hefur gengið mjög vel i sumar", sagði Friðrik Stefánsson framkvæmda- stjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur er Vísir af laði sér frétta af veiðinni. Sagði Friörik aö hinn 7. júli hefðu verið komnir á land 346 lax- ar en á sama tima i fyrra voru þeir aðeins 219 talsins. Arið 1976 höfðu 232 laxar veiðst þann 7. júli. Núna eru leyfðar sex stengur i einu i Elliðaánum og hefur svo verið frá 1. júli. Fram að þeim tima voru þær fjórar. Stærsti lax sem veiðst hefur i Elliðaánum i sumar vó 16 pund og veiddist hann þann 3. júli slöast liðinn. Þaö var hængur og beit hann á maðk hjá Sigurbirni Fanndal i Ullarfossi. Feitur og fallegur lax í Aðaldal „Hér hefur veiðin gengið alveg ágætlega 589 laxar eru nú komnir á land margir 18 pund og þar yfir”, sagði Helga ráðskona I veiðihúsinu að Laxamýri við Laxá i'Aðaldal S-Þing. i samtali viö Visi. Helga sagöi að veðrið væri nú ágætt fyrir norðan en þaö hefði verið óskaplega kalt fram eftir sumri eða þar til þann 6. júli að fór aö hlýna. Hún sagði að laxinn i sumar væri feitur og fallegur og algeng stærö væri þetta á bilinu 12 til 17 pund. Stærsti laxinn sem veiöst hefur I sumar var 23 pund en hann veiddi Gunnar ólafsson frá Keflavik á svoköiluðum Stalli. Nú eru leyfðar tólf stengur á neðsta svæðinu, það er frá ósnum upp að Syðra-Fjalli. —AH REIÐI HAFNFIRSKRAR KONU Tvisvar sinnum á ekki löng- um tima hafa oröiö miklir at- buröir i Hafnarfiröi — landi gaflara — sem sýna aö verka- lýöshreyfingin á þeim bæ lætur ekki bjóöa sér allt, afköst ekki undanskiiin. Á þeim tima sem Bjeliand hinn norski lagöi likn meö þraut viö stofnun Noröur- stjörnunnar, var ekki annaö vit- aö en verkafólk i Hafnarfiröi væri sæmilega normalt, bæri viröingu fyrir vinnu sinni og heföi auk þess mannlegan metnaö hvaö snerti afköst á timum vélvæöingar og hand- flýtis en minna erfiöis. Vélar komu frá Bjelland til Noröur- stjörnunnar og i Noregi skiluöu samskonar véiar hundraö pró- sent afköstum I niöurlagningu á siid. Þar unnu ekki jötnar úr Jötunheimum, heldur venjulegt fóik, eins og þaö elst upp viö sjáv. arsiöúna bæöi hér og f Noregi. Nú gekk i nokkru byr junarþófi I Noröurstjörnunni um tima og komust afköst upp i fimmtán prósent. Þaö dugöi aö visu hér, þar sem allur rekstur fer á rikiö á endanum, en samt var nú ein- hverhugur I mönnum um aö ná meiri afköstum, enda um véla- vinnu aö ræöa aö stórum parti. Hins vegar þurfti mannshöndin aö koma nærri, m.a. til aö mata þessar vélar og taka frá þeim. Þegar ekki gekk aö koma af- köstum fram úr fimmtán pró- sentum, var fenginn norskur verkstjóri. Hann sá aö vélarnar unnu eölilega, en fólk stóö I ýmsum frávikum. Hann kom afköstunum upp i tuttugu og fimm prósent. Þá var hann bú- nn aö sauma þaö fast aö verka- fólkinu, aöþaö lýsti þvi yfir sin I mQIi og lét þaö berast, aö ef þetta norska verkstjórahelviti væri ekki látiö fara mundu allir leggja niöur vinnu. Og hann fór og Noröurstjarnan fór, en þaö skiptir hafnfirskan verkalýö engu máli. Nú hefur aftur á móti skipast svo veöur i lofti á hafnfirskum vinnumarkaöi, aö tekist hefur aö reka verkstjóra, og þá frekar tvo en einn. Þetta heitir á máli helsingjaskytta aö hafa tvo i skotiog þykir gott.Stóöi nokkru þófiaöreka verkstjórana, af þvf Ulagekk aö finna forsendur. Þá var flett upp i oröabók verka- lýöshreyfingarinnar og fundin þar ýms lykilorö eins og mann- réttindi og kviöskriöandi búrtik- ur slefandi utan i verkstjórana. Fyrrverandi verkfalismenn á Seifossi sendu fé og báöu inni- lega fyrir brottrekstri verk- stjóranna. En þeir höföu á sin- um tima fariö i verkfall til aö hindra brottrekstur á einum manni. Reiöi einnar hafnfirskr- ar konu, Huidu Hermannsdótt- ur, viröist hafa oröiö upphaf þessa máls. Hana átti aö flytja á milli starfa i BÚH, væntaniega I hagræöingarskyni. En kella vildi sitja kyrr i sinu gamia starfi. Eraugljóst mái aö engra verkstjóra er þörf I fyrirtækj- um, þar sem engan má hreyfa á mUli starfa. En samlikingin viö Noröurstjörnuna liggur I þvi aö heUdarnýting jókst um sjö pró- sent á þorski I BÚH frá 1977 til 1978. Má þaö raunar vera ærin ástæöa til uppsteits, enda ekki nema von aö verkalýöur kikni undan sjö prósent aukningu á nýtingu I fyrirtæki, sem á bara aö vera til fyrir verkafólkiö. Mál verkstjóranna tveggja er einhver mesta vitleysa, sem hér hefur skotiö upp kollinum I langan tima. Þaö á sér rætur i þeim vilja verkalýöshreyfing- arinnar aö vera allt i öliu, jafnt i þjóömálum, sem á vinnustöö- um. Sannleikurinn er sá, aö bar- átta verkalýösins fyrir betri kjörum tekur aldrei enda. Hún þarfnast skilnings og jákvæörar afstööu annarra þegna þjóöfé- lagsins. Hún á miklu fylgi aö fagna svo jákvæö sem hún er og sjáifsögö innan þeirra laga, sem viö höfum sett okkur og aörir veröa aöhlýöa. En þegar verka- lýöshreyfingin telur sig orðiö hafna yfir lög ög reglur, sem gilda fyrir aöra i þjóöfélaginu, og viröist auk þess fyrirlita þær opinberu stofnanir, þar sem hún vinnur störf sin, getur hún ekki búist viö fagnaöarrUcum mót- tökum. Hún verður aö kunna hóf á afli sinu, annars blöur hún fyrr eöa siöar upp á slagsmál, þar sem siðferðisrétturinn verö- ur ekki hennar megin. Svarthöföi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.