Vísir - 12.07.1978, Síða 10
10
Miðvikudagur 12. júli 1978
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprenth/<
Framkvæmdastjöri: DavlA Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
óiafur Ragnarsson
Ritstjórnarlulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöa-
menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson,
Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónfna Mikaelsdóttir, Katrín Páls-
dóttir, Kjartan Stefánsson, Óli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi
Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens
Alexandersson. útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ólafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla S.
Simar 86611 og 82260
Afgreiösla: Stakkholti 2—4 sími 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 2000
á mánuði innanlands.
Verö i lausasölu kr. 100
eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f.
Framhaldslíf Stalíns
,,Stalín var allt til síðustu stundar sami góði félaginn,
sem mat manngildið ofar öllu öðru." Þetta sagði Þjóð-
viljinn á sínum tima í forystugrein að Stalín látnum. Síð-
an þetta var skrifað hef ur margt breystog þeir sem heit-
ast trúa á mannúðarhugsjón sósíalismans endurprenta
ekki setningar af þessu tagi.
En sósialisminn hefur ekki breyst. Ráðstjórnarríkin
hafa ekki breyst. Stalín lifir enn á meðal okkar. Réttar-
höldin, sem nú fara fram í Moskvu í kjölfar þrælkunar-
vinnudómsins yfir Orlov, tala þar skýru máli. Og miklu
skiptir, að menn átti sig á því að svartnættið í Moskvu er
ekki að kenna mannvonsku Stalíns eða Brésneffs.
Sósialisminn byggist á alræðishyggju, sem ekki getur
leitt til annars en síendurtekinna harmleikja af því tagi,
sem nú eru að gerast í réttarsölum i Moskvu og Kaluga.
Þar sitja tveir fulltrúar frjálsrar hugsunar, Shchar-
ansky og Ginsburg, á sakamannabekk fyrir það eitt að
hafa leyft sér þann munað að hugsa öðruvísi en Stalín og
Brésneff.
Þessi réttarhöld eru ekki aðeins harmleikur tveggja
einstaklinga og tákn um skipbrot sósíalismans. Þau eru
ögrun Ráðstjórnarríkjanna gagnvart frjálsum ríkjum á
Vesturlöndum. Viðbrögð lýðræðisþjóðanna hljóta að
taka mið af þeirri staðreynd. Það væri uppgjöf í mann-
réttindabaráttunni, ef vestræn riki létu við það eitt sitja
að gefa út mótmælayfirlýsingar.
Baráttan fyrir auknum mannréttindum vinnst ekki
nema með virkum aðgerðum. Begin forsætisráðherra
(sraels hefur sagt í tilefni af réttarhöldunum yfir
Shcharansky að líf og frelsi saklauss manns séu ekki
innanríkismál neins lands. Sannleikurinn er sá, að
mannréttindabaráttan er ekki háð innan ákveðinna
landamerkja. Hún er alþjóðleg.
í tengslum við Orlov-réttarhöldin benti Vísir á, að fs-
lendingar gætu stöðvað framkvæmd á menningar- og
vísindasamningum við Ráðstjórnarríkin. (slensk stjórn-
völd hafa ekki þorað að stíga slíkt skref. En allstaðar í
frjálsum ríkjum hafa visinda- og menntamenn verið að
draga úr samvinnu við Ráðstjórnarríkin í því skyni að
styrkja andófsmenn.
Andrei Sakharov hefur nýlega lagt á það áherslu að
vestrænir vísindamenn haldi áfram að neita að sækja
vísindaráðstefnur í Ráðstjórnarríkjunum í mótmæla-
skyni við þá ofsóknarherferð, sem nú stendur yfir gegn
talsmönnum mannréttinda. Hann segir að vísu, að ekki
megi vænta þess að aðgerðir sem þessar beri skjótan
árangur, en þegar frá líði geti þær orðið til þess að ein-
angra stjórnvöld í Ráðstjórnarríkjunum þannig að þau
lini tökin á baráttumönnum mannréttinda.
Ráðstjórnarríkin þurfa þrátt fyrir styrk sinn á sviði
vísinda- og tækni að f lytja inn vestræna þekkingu. Frjáls
riki geta ekki tekið ögrunum stjórnvalda í Moskvu án að-
gerða. Virkasta leiðin fyrir vestræn ríki er að einangra
Ráðstjórnarríkin í vísinda- og tæknisamvinnu.
Einstakir vísindamenn og hópar menntamanna hafa
þegar tekið slíka afstöðu. En þá fyrst hafa aðgerðir af
þessu tagi veruleg áhrif, þegar ríkisstjórnir á Vestur-
löndum skerast i leikinn. Við getum gert það með yfir-
lýsingu um að engar ákvarðanir verði að svo stöddu
teknar um frekari f ramkvæmd á samningum okkar við
Ráðstjórnarrikin um menningar-, vísinda- og tæknisam-
vinnu.
Stalín lif ir, þó að menn séu hættir að syngja honum lof
fyrir að meta manngildið ofar öllu öðru. Mannréttinda-
baráttan snýst gegn framhaldslífi Stalíns.
VÍSIR
Hér sjáum viö frá vinstri: Jamie, Margareth, Dorcas, Lorne, Joyce, og Ron fyrir framan farkost sinn.
rœtt við nokkra Vestur-íslendinga
,,Við erum eiginlega að haida
upp á silfurbrúökaup okkar með
þesari ferð og þar sem börnin
eru að verða uppkomin
ákváðum viö að taka alla fjöl-
skylduna með að þessu sinni.”
sagði Lorne Kristjánsson
Veshnwlslendingur sem við hitt-
um að máli vestur á Seltjarnar-
nesi. Loren, kona hans Dorcan
og 5 börn hafa þar dvalið i góðu
yfirlætihjá Guöfinnu Hjáimars-
dóttur og Ingibergi Vilhjálms-
syni. Þau siðarnefndu fóru,
ásamt móður Guðfinnu Þórunni
Thorlacius, til Kanada fyrir
nokkrum árum og dvöldu þá i
Winnipeg á heimili Lorne og
Dorcan og eru nú að endur-
gjalda gestrisnina.
Hjónin höfðu einu sinni komið
til Islands áður, en faðir Lorne,
Jakob sonur Friðriks Kristjáns-
sonar frá Akureyri, flutti vestur
um haf 16ára gamall. Jakob var
mjög þekktiir með Islendinga
vestan hafs, þar hann starfaði á
vegum kanadisku stjórnarinnar
við aö taka á móti innflytj-
endum hvaðanæva úr heimin-
um. „Pabbi tók á móti miklum
fjölda bæöi Islendinga, Pólver ja
og Rússa svo dæmi séu tekin og
virtist hafa sérstaklega næmt
eyra fyrir tungumálum. Hann
var ekki langskólagenginn en
talaði þó bæði rússnesku og
pólsku.”
Jakob og kona hans Steinunn,
sem var dóttir Eirlks Hallsson-
ar sem flutti vestur áður en hún
fæddist, störfuðu af miklum eld-
móöi I Þjóðræknisfélaginu.
Jakob skipulagði einnig feröir |
Vestur - íslendinga hingað til
lands.
„Ég ólst upp við það að
Islenska og enska væru töluð al-
veg jöfnum höndum, Islenska þó
öllu meira. Og þar sem flestir
vinir foreldra minna Islenskir
liðu stundum heitir dagar án
þess að enskan væri notuö.”
sagði Lorne sem skilur Islensku
nokkuð vel en á erfiðara meö að
tala hana.
Dorcan, sem er af skoskum
ættum hefur orðið fyrir svo
miklum áhrifum af allri þeirri
Islensku sem töluö var á heimili
tengdaforeldrannaað hún skilur
hrafl I málinu. „Ég varð mjög
undrandi er ég kynntist fjöl-
skyldu Lornie fyrst. Það var al-
veg stórkostlegt hvað gömlu
hjónin voru bundin Islandi
jafnvel þótt Steinunn væri fædd I
Kanada. Hún kom ekki til Is-
lands fyrr en um sjötugt en mér
er sagt að islenskan hennar hafi
verið algerlega lýtalaus”.
Lærði islensku i
laugardagsskóla
„Mig vantar iðulega orð þeg-
ar ég er að reyna aö tala
Islensku, en á slnum tlma gekk
ég I sérstakan skóla sem var
fyrir börn af islenskum ættum.
Það eru liðin 40 ár slðan ég sótti
skólann en man vel að hann var
haldinn á hverjum laugardegi.
Áhuginn fyrir Islandi og
Islenskum málefnum datt svo-
litið niður hjá minni kynslóð en
ég held að hann sé að koma
aftur. Ég hef þaö eiginlega til
viðmiðunar að þegar fyrstu
Vestur-Islendingarnar voru að
koma hingaö I hópum var
meðalaldurinn gjarnan 65 ár. 1
flugvélinni sem við komum með
var geysilega mikið af ungu
fólki. Mig langar þó að taka það
fram að algert frumskilyrði
fyrir þvi aö áframhald verði á
slikum heimsóknum er að leigu.
flug sé skipulagt. Það er til
dæmis óskaplega mikið fyrir-
tæki að ætla að fljúga frá Winni-
peg til Chicago og þaðan til
Islands og vera alveg einn á
báti.” sagði Lorne en hann og
Dorcas hafa eignast mikinn
fjölda islenskra vina I Kanada.
„A heimili foreldra minna kom
mikið af íslendingum sem
stunduöu nám við háskólann I
Winnipeg og þaö komst á góður
kunningsskapur. Ég get nefnt
sem dæmi aö þegar við komum
hingað fyrir fjórum árum ferð-
uðumst við mikið meö dr. Birni
Sigurbjarnarsyniog konu hans,
en þau höfðu veriö viö nám
vestan hafs.”
Ferðast um og veitt.
Sjö manna fjölskylda þarf
stórt faratæki og þvl var ráðist I
það að taka á leigu heilmikinn
bílaleigubll og hafa hjónin og
börnin verið á þvl sem næst
stanslausu ferðalagi frá þvl þau
komu. Börnin sem eru aldrinum
12—21 árs voru yfir sig hrifin af
sem þau höfðu séð og gátu varla
gert upp á milli þeirra staða er
þau höfðu heimsótt. Þó var á
þeim aö heyra að Dimmuborgir
væru þeim sérstaklega minni-
stæðar. Hvalstöðina skoðuöu
þau og dvöldu þar hálfan dag og
töldu ekki að lyktin hefði verið
neitt vandamál.
Jamie.sem er yngstur hann er
af indiánaættum en var ætt-
leiddur af hjónunum, var alveg
viss á þvi að langmest heföi ver-
ið gaman af þvi að veiða.
Honum hafði tekist að veiða þó
nokkuð af silungi og fleira góð-
gæti.
Vestmannaeyjar heimsóttu
þau einnig og sögðust hafa verið
verulega spennt fyrir komuna
þangaö.
Kanadlskir fjölmiðlar gerðu
gosinu þar verulega góö skil á
sinum tima, en fjölskyldan var
sammála um það aö ísland væri
mjög sjaldan nefnt i fréttum.
„Það er helst ef eitthvað fer
miður eins og er meö fleiri
hluti”, sagði Lorne sem sagðist
sjá Lögberg-Heimskringlu öðru
hvoru. Það viðhéldi upplýsing-
astreymi frá tslandi, „Vanda-
málið hjá mér er það að ég á
mun erfiðara með að lesa
islensku en að tala hana eða
skilja.”
Ein dóttir verður eftir
Linda Kristjánsson, dóttir
hjónanna er 17 ára og hefði með
réttu hafið nám i háskólanum I
Winnipeg I haust. Hún hefur
hins vegar ákveðið að fresta því
um ár til þess að geta verið hér
áfram.
„Ég kom hingaðfyrir tveimur
árum og hafði mjög gaman af
ferðinni. Mig langar hins vegar
að kynnast fólkinu hér betur og
læra islensku. Ég skil dálitið,
þar sem ég hef verið I Islensku-
timum heima, en þó ekki nóg.
Ég er búin að fá vinnu á Vifil-
stööum og verð hér llklega I
1/2—1 ár.”
Þar sem við heimsóttum
þessa stóru fjölskyldu þegar að-
eins voru eftir 2 dagar af heim-
sókninni kunnum við ekki við
það að tefja lengur og kvöddum
þessa ágætu fulltrúa þeirra
Islendinga sem fluttu vestur um
haf.
—BA. I
„TENGSLIN VIÐ ÍSLAND
ERU STÓRKOSTLEG"